Þakklátari en nokkru sinni fyrr eftir erfið áföll Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. maí 2023 10:04 Bjargey deildi ótrúlegri lífsreynslusögu í hlaðvarpsþættinum Brestur. Bjargey Ingólfsdóttir. Bjargey Ingólfsdóttir, fæðingardoula, fararstjóri og félagsráðgjafi, er þriggja barna móðir sem upplifði dauðann í tvígang á sama degi fyrir þrettán árum. Fyrst þegar hún hélt að sonur hennar væri látinn við fæðingu og þegar hún dó sjálf um stund og segist hafa fundið fyrir návist ömmu sinnar. „Það eru gerð alveg ofboðsleg mistök í fæðingunni. Mér var gefinn sjöfaldur skammtur af hríðaörvandi efni,“ segir Bjargey. Hún var gestur í hlaðvarpsþættinum Brestur á dögunum og ræddi erfiða og lífsmótandi reynslu sína í fæðingu á Landspítalanum. Bjargey segist hafa undirbúið sig eins og vel og hún gat fyrir fæðinguna enda reynslubolti í faginu, ef svo má að orði komast. Hún átti tvær erfiðar fæðingar að baki og nú var von á dreng í heiminn. „Hann fæðist í raun og veru andvana. Hann er alveg eins og leir þegar ég tek á móti honum. Það var sogað upp úr honum og hann hnoðaður í gang,“ upplýsir Bjargey. Allt fór sem betur fer vel að lokum og drengurinn er alheilbrigður í dag. En dramatíkinni á fæðingardeildinni þennan dag var ekki lokið. Miklir krampar í legið Bjargey fékk mikla krampa í legið sem olli verulegri blæðingu. Hún var flutt í flýti inn á skurðstofu. „Þeir héldu að þeir hefðu náð tökum á þessu og ég væri orðin stöðug. Ég var færð aftur inn á fæðingarstofu og fæ hann í fangið, en þá byrjaði í raun ballið aftur,“ segir Bjargey. Hún var farin að missa meðvitund og var flutt í annað sinn inn á skurðstofu. Hún skynjaði örvæntingarfullt ástand í kringum sig. „Það er læknir sem er alltaf að horfa í augun á mér og er við hliðina á mér allan tímann. Ég skynja panik ástandið. Ég spyr hana; ég er að fara að sjá börnin mín aftur, er það ekki? „Ég ætla að gera mitt besta,“ svarar hún.“ Amman ýtti henni niður Bjargey segist þess fullviss að þarna hafi hún upplifað dauðann. „Það sem gerðist inni á skurðstofunni var það að ég upplifði að deyja,“ segir Bjargey og lýsir því sem magnaðri upplifun. „Ég lá á skurðarborðinu og fann hvernig ég fór út úr líkamanum og fór að svífa hægt og rólega. Ég sá allan hamaganginn á skurðstofunni. Það voru um tíu manns á stofunni að hnoða mig, dæla í mig blóði, og ég svíf í fallega hvítu ljósi. Þetta er ofboðslega góð minning í dag,“ segir Bjargey. Hún hafi fundið fyrir návist ömmu sinnar sem lést þegar Bjargey var fimmtán ára. Hún hafi verið henni afar kær. „Nei, ekki núna“ „Ég sé hana taka á móti mér og einhvern veginn horfa til mín. Ég kem nær og er að svífa upp til hennar og finn alsælutilfinningu. “ Að sögn Bjargeyjar horfir amma hennar grimmum augum á hana, sem var ólíkt henni og segir nei ekki núna. Hún lýsir því hvernig amma hennar setti hendurnar á brjóstkassann á sér og ýtti henni fast niður. „Það var eins og ég væri á trampólíni og fer beint niður til baka. Þannig kippist ég við og opna augun og kem til baka,“ segir Bjargey en hún hafði þá verið stuðuð með hjartastuðtæki. Í aðgerðinni kom í ljós að hún var með ógreinda endómetríósu sem gat verið ástæðan fyrir blæðingunni. Hún missti nær fjóra lítra af blóði. Segir dauðann fallega stund „Ég veit að það er rosalega skrítið að geta sagt þetta en ég hugsa ekki neikvætt til þess að deyja í dag af því ég er búin að prófa það. Ég var ekki tilbúin þá og minn tími var ekki kominn. Ég veit að það verður friðsæl stund og þetta verður fallegt. Maður fer bara á annað stað,“ segir Bjargey einlæg og þakklát fyrir lífið. Eftir mikla sjálfsvinnu, áfallameðferð og endurhæfingu ákvað Bjargey að eyða ekki einni mínútu af lífinu í það sem henni þyki leiðinlegt. „Ég til dæmis skúra ekki þar sem mér finnst það leiðinlegt,“ segir Bjargey. Hún bætir við að hún eyði heldur hvorki tíma né orku í fólk sem henni þyki leiðinlegt. „Ég segi alltaf í dag, you only live once, en nei ekki ég. Ég er hérna í annað sinn,“ segir Bjargey kómísk í röddinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan: Ástin og lífið Barnalán Tímamót Tengdar fréttir Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
„Það eru gerð alveg ofboðsleg mistök í fæðingunni. Mér var gefinn sjöfaldur skammtur af hríðaörvandi efni,“ segir Bjargey. Hún var gestur í hlaðvarpsþættinum Brestur á dögunum og ræddi erfiða og lífsmótandi reynslu sína í fæðingu á Landspítalanum. Bjargey segist hafa undirbúið sig eins og vel og hún gat fyrir fæðinguna enda reynslubolti í faginu, ef svo má að orði komast. Hún átti tvær erfiðar fæðingar að baki og nú var von á dreng í heiminn. „Hann fæðist í raun og veru andvana. Hann er alveg eins og leir þegar ég tek á móti honum. Það var sogað upp úr honum og hann hnoðaður í gang,“ upplýsir Bjargey. Allt fór sem betur fer vel að lokum og drengurinn er alheilbrigður í dag. En dramatíkinni á fæðingardeildinni þennan dag var ekki lokið. Miklir krampar í legið Bjargey fékk mikla krampa í legið sem olli verulegri blæðingu. Hún var flutt í flýti inn á skurðstofu. „Þeir héldu að þeir hefðu náð tökum á þessu og ég væri orðin stöðug. Ég var færð aftur inn á fæðingarstofu og fæ hann í fangið, en þá byrjaði í raun ballið aftur,“ segir Bjargey. Hún var farin að missa meðvitund og var flutt í annað sinn inn á skurðstofu. Hún skynjaði örvæntingarfullt ástand í kringum sig. „Það er læknir sem er alltaf að horfa í augun á mér og er við hliðina á mér allan tímann. Ég skynja panik ástandið. Ég spyr hana; ég er að fara að sjá börnin mín aftur, er það ekki? „Ég ætla að gera mitt besta,“ svarar hún.“ Amman ýtti henni niður Bjargey segist þess fullviss að þarna hafi hún upplifað dauðann. „Það sem gerðist inni á skurðstofunni var það að ég upplifði að deyja,“ segir Bjargey og lýsir því sem magnaðri upplifun. „Ég lá á skurðarborðinu og fann hvernig ég fór út úr líkamanum og fór að svífa hægt og rólega. Ég sá allan hamaganginn á skurðstofunni. Það voru um tíu manns á stofunni að hnoða mig, dæla í mig blóði, og ég svíf í fallega hvítu ljósi. Þetta er ofboðslega góð minning í dag,“ segir Bjargey. Hún hafi fundið fyrir návist ömmu sinnar sem lést þegar Bjargey var fimmtán ára. Hún hafi verið henni afar kær. „Nei, ekki núna“ „Ég sé hana taka á móti mér og einhvern veginn horfa til mín. Ég kem nær og er að svífa upp til hennar og finn alsælutilfinningu. “ Að sögn Bjargeyjar horfir amma hennar grimmum augum á hana, sem var ólíkt henni og segir nei ekki núna. Hún lýsir því hvernig amma hennar setti hendurnar á brjóstkassann á sér og ýtti henni fast niður. „Það var eins og ég væri á trampólíni og fer beint niður til baka. Þannig kippist ég við og opna augun og kem til baka,“ segir Bjargey en hún hafði þá verið stuðuð með hjartastuðtæki. Í aðgerðinni kom í ljós að hún var með ógreinda endómetríósu sem gat verið ástæðan fyrir blæðingunni. Hún missti nær fjóra lítra af blóði. Segir dauðann fallega stund „Ég veit að það er rosalega skrítið að geta sagt þetta en ég hugsa ekki neikvætt til þess að deyja í dag af því ég er búin að prófa það. Ég var ekki tilbúin þá og minn tími var ekki kominn. Ég veit að það verður friðsæl stund og þetta verður fallegt. Maður fer bara á annað stað,“ segir Bjargey einlæg og þakklát fyrir lífið. Eftir mikla sjálfsvinnu, áfallameðferð og endurhæfingu ákvað Bjargey að eyða ekki einni mínútu af lífinu í það sem henni þyki leiðinlegt. „Ég til dæmis skúra ekki þar sem mér finnst það leiðinlegt,“ segir Bjargey. Hún bætir við að hún eyði heldur hvorki tíma né orku í fólk sem henni þyki leiðinlegt. „Ég segi alltaf í dag, you only live once, en nei ekki ég. Ég er hérna í annað sinn,“ segir Bjargey kómísk í röddinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan:
Ástin og lífið Barnalán Tímamót Tengdar fréttir Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið