Alfreð sá rautt í tapi Lyngby Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:59 Alfreð Finnbogason ver hér boltann á marklínunni í leik Lyngby og Odense í dag. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar lið hans Lyngby tapaði 4-0 á heimavelli gegn Odense í dönsku deildinni í dag. Fallbaráttan í Danmörku er enn æsispennandi. Fyrir leikinn í dag átti Lyngby möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri en liðið var í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en lið Horsens og Álaborgar í sætunum fyrir ofan með 27 stig. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Freys Alexanderssonar þjálfara Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni eftir gult spjald sem hann fékk fyrir leikaraskap í síðustu umferð. Lyngby áfrýjaði leikbanninu en varð ekki ágengt. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega í Lyngby. Strax í upphafi var dæmd vítaspyrna á Odense og leikmaður Tobias Slotsager rekinn af velli. Atvikið var hins vegar skoðað í VAR og kom þá í ljós að leikmaður Lyngby hafði verið rangstæður og bæði vítið og rauða spjaldið dregið til baka. Næst dró til tíðinda á 17. mínútu. Odense átti þá marktilraun sem Alfreð Finnbogason varði með höndinni á marklínunni. Alfreð fékk rautt spjald og Mads Frokjær-Jensen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Odense. Lyngby komið undir 1-0, einum leikmanni færri og útlitið orðið nokkuð svart. Dómarinn sýnir Alfreð rauða spjaldið.Vísir/Getty Útlitið batnaði heldur ekki mikið það sem eftir lifði leiks. Yankuba Minteh bætti öðru marki við fyrir Odense á 37. mínútu og Jeppe Tverskov því þriðja í upphafi síðari hálfleiks. Charly Horneman bætti fjórða markinu við undir lokin og stórsigur gestanna staðreynd. Lokatölur 4-0 en Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Tvær umferðir eru eftir og á liðið eftir að mæta bæði Horsens og Álaborg í síðustu leikjum deildarinnar en tvö af þessum þremur liðum munu falla. Elías Rafn Ólafsson sat allan leikinn á bekknum hjá FC Mitjylland sem vann 2-0 útisigur á Álaborg í dag. Midjylland er í efsta sæti neðri hlutans og í góðri stöðu að tryggja sér sæti í umspili um Evrópusæti. Danski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Fyrir leikinn í dag átti Lyngby möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri en liðið var í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en lið Horsens og Álaborgar í sætunum fyrir ofan með 27 stig. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Freys Alexanderssonar þjálfara Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni eftir gult spjald sem hann fékk fyrir leikaraskap í síðustu umferð. Lyngby áfrýjaði leikbanninu en varð ekki ágengt. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega í Lyngby. Strax í upphafi var dæmd vítaspyrna á Odense og leikmaður Tobias Slotsager rekinn af velli. Atvikið var hins vegar skoðað í VAR og kom þá í ljós að leikmaður Lyngby hafði verið rangstæður og bæði vítið og rauða spjaldið dregið til baka. Næst dró til tíðinda á 17. mínútu. Odense átti þá marktilraun sem Alfreð Finnbogason varði með höndinni á marklínunni. Alfreð fékk rautt spjald og Mads Frokjær-Jensen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Odense. Lyngby komið undir 1-0, einum leikmanni færri og útlitið orðið nokkuð svart. Dómarinn sýnir Alfreð rauða spjaldið.Vísir/Getty Útlitið batnaði heldur ekki mikið það sem eftir lifði leiks. Yankuba Minteh bætti öðru marki við fyrir Odense á 37. mínútu og Jeppe Tverskov því þriðja í upphafi síðari hálfleiks. Charly Horneman bætti fjórða markinu við undir lokin og stórsigur gestanna staðreynd. Lokatölur 4-0 en Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Tvær umferðir eru eftir og á liðið eftir að mæta bæði Horsens og Álaborg í síðustu leikjum deildarinnar en tvö af þessum þremur liðum munu falla. Elías Rafn Ólafsson sat allan leikinn á bekknum hjá FC Mitjylland sem vann 2-0 útisigur á Álaborg í dag. Midjylland er í efsta sæti neðri hlutans og í góðri stöðu að tryggja sér sæti í umspili um Evrópusæti.
Danski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira