Pochettino hafi samþykkt að taka við Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2023 09:30 Mauricio Pochettino mun að öllum líkindum taka við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Justin Setterfield/Getty Images Argentínski knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino hefur samþykkt að taka við stjórnartaumunum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Það er enski miðillinn The Telegraph sem fullyrðir þetta, en þar segir að Pochettino muni taka við þegar undirbúningstímabilið hefst. Hann muni því taka við félaginu eftir versta tímabil félagsins í tuttugu ár. Samkvæmt grein The Telegraph um málið á Argentínumaðurinn að hafa samþykkt tilboð Chelsea aðeins nokkrum klukkustundum eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Nottingham Forest á heimavelli í gær. Chelsea hefur verið í þjálfaraleit síðan Graham Potter var látinn fara frá félaginu í byrjun apríl á þessu ári og Frank Lampard tók við sem bráðabirgðastjóri. Gengi Chelsea hefur eins og áður segir ekki verið upp á marga fiska á tímabilinu og liðið situr í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir. Þá hefur liðið aðeins unnið einn af seinustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum. Chelsea are now set to appoint Mauricio Pochettino as new head coach, here we go! Full agreement in place as expected. 🚨🔵 #CFCPochettino has accepted all conditions of long term deal — it will be signed and completed soon after negotiation very advanced since April. pic.twitter.com/nI3f0oJ6jJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2023 Pochettino er ekki óvanur lífinu í ensku úrvalsdeildinni. Hann tók við Southampton árið 2013 og síðan Tottenham ári seinna og stýrði liðinu í um fimm ár. Síðasta þjálfarastarf Argentínumannsins var hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain þar sem liðið varð franskur meistari undir hans stjórn og vann bæði frönsku bikarkeppnina og franska ofurbikarinn. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Það er enski miðillinn The Telegraph sem fullyrðir þetta, en þar segir að Pochettino muni taka við þegar undirbúningstímabilið hefst. Hann muni því taka við félaginu eftir versta tímabil félagsins í tuttugu ár. Samkvæmt grein The Telegraph um málið á Argentínumaðurinn að hafa samþykkt tilboð Chelsea aðeins nokkrum klukkustundum eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Nottingham Forest á heimavelli í gær. Chelsea hefur verið í þjálfaraleit síðan Graham Potter var látinn fara frá félaginu í byrjun apríl á þessu ári og Frank Lampard tók við sem bráðabirgðastjóri. Gengi Chelsea hefur eins og áður segir ekki verið upp á marga fiska á tímabilinu og liðið situr í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir. Þá hefur liðið aðeins unnið einn af seinustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum. Chelsea are now set to appoint Mauricio Pochettino as new head coach, here we go! Full agreement in place as expected. 🚨🔵 #CFCPochettino has accepted all conditions of long term deal — it will be signed and completed soon after negotiation very advanced since April. pic.twitter.com/nI3f0oJ6jJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2023 Pochettino er ekki óvanur lífinu í ensku úrvalsdeildinni. Hann tók við Southampton árið 2013 og síðan Tottenham ári seinna og stýrði liðinu í um fimm ár. Síðasta þjálfarastarf Argentínumannsins var hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain þar sem liðið varð franskur meistari undir hans stjórn og vann bæði frönsku bikarkeppnina og franska ofurbikarinn.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira