Eva Laufey deilir uppskriftum að hinni fullkomnu Eurovision veislu Íris Hauksdóttir skrifar 11. maí 2023 14:37 Eva Laufey er sannkallaður listakokkur og þaulvön að halda hverskyns veislur. Matgæðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er þaulvön þegar kemur að hverskyns veisluhöldum. Hún átti því ekki í erfiðleikum með að gefa góð ráð fyrir komandi Eurovision-partí. „Eurovision hátíðin er að mínu mati hið fullkomna kvöld fyrir fjölskyldu og vini að sitja saman fyrir framan sjónvarpið og gæða sér á ljúffengum veitingum. Það gerist ekki betra,” segir Eva en hún starfar sem markaðs -og upplifunarstjóri Hagkaups. „Ég er mjög hrifin af ídýfum og eðlum og ætla svo sannarleg að bjóða upp á klassíska eðlu með nachos flögum í kvöld. Svo rennur mér blóðið til skyldunnar að minnast á að fyrir þá sem vilja stytta sér leið framleiðum við hjá Hagkaup, sérstaklega fyrir þessa helgi, tilbúnar eðlur og cheddarostasósu sem þarf einungis að hita. Einfaldara verður það ekki og hlýtur öll mín bestu meðmæli.” Uppskriftirnar sem Eva deilir hér lýsir hún sem miklum stemningsmat. „Þessa rétti geri ég aftur og aftur. Annars vegar nachos fjall með kjúklingi og rjómaostasósu og hins vegar klístraða vængi með gráðaostasósu. Hvoru tveggja brjálæðislega gott og mikill stemningsmatur. Uppskriftirnar birtust fyrst í bókinni minni Í eldhúsi Evu. Fullkominn réttur til þess að deila með öðrum.Heidís Guðbjörg Gunnardóttir Nachos-fjall með kjúklingi og heitri rjómaostasósu Stökkar nachos flögur með ljúffengri rjómaostasósu og allskyns gúmmilaði, fullkominn réttur til þess að deila með öðrum. Eitt sinn smakkað, þið getið einfaldlega ekki hætt! 300 g foreldað kjúklingakjöt, má vera hvaða kjöt sem er á fuglinum 8 tortillavefjur eða einn stór poki af tortilla flögum ca. 300 g 3 – 4 msk olía sem hentar vel til steikingar 200 g rjómaostur 3 dl salsasósa 2 dl rifinn cheddar ostur 1 dl rifinn mozzarellaostur 8 kirsuberjatómatar ½ laukur Handfylli kóríander Safi úr hálfri límónu 2 vorlaukar 1 rautt chili Aðferð: 1. Stillið ofninn á 180°C. 2. Skerið tortillavefjur í litla bita. Hitið olíu á pönnu, steikið tortillavefjurnar í örfáar mínútur eða þar til vefjurnar eru orðnar stökkar og gullinbrúnar. 3. Kryddið með smá salti þegar þær eru nýsteiktar. 4. Setjið stökku tortillavefjurnar í eldfast mót, skerið kjúklinginn mjög smátt og setjið yfir ásamt rifnum osti. 5. Bakið við 180°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. 6. Útbúið einfalt salsa með því að skera tómata, lauk og kóríander afar smátt. Blandið saman í skál með góðri ólífuolíu og safa úr hálfri límónu. 7. Hitið rjómaost og salsasósu í skál þar til blandan er orðin silkimjúk og auðvelt að hella henni yfir réttinn þegar hann kemur út úr ofninum. 8. Setjið heimatilbúna salsað einnig yfir réttinn ásamt smátt skornu chili og vorlauk. 9. Saxið niður kóríander og dreifið yfir réttinn. 10. Berið strax fram og njótið! Klístraðir kjúklingavængir sem maður fær hreinlega ekki nóg af.Heidís Guðbjörg Gunnardóttir Klístraðir vængir með gráðostasósu Klístraðir kjúklingavængir sem maður fær hreinlega ekki nóg af – tilvalið að bjóða vinunum í vængi yfir góðum íþróttaleik í sjónvarpinu! Vængir með gráðostasósu 15 – 20 kjúklingavængir 3 msk hveiti 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk paprikukrydd 2 – 3 msk hot wing buffalo sósa að eiga vali Aðferð: 1.Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel. 2.Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 180°C í 50 – 55 mínútur. Snúið vængjunum nokkrum sinnum á meðan þeir eru í ofninum. Eftir þann tíma setjið þá sósu yfir vængina og setjið aftur inn í 2 -3 mínútur, eða þar til vængirnir eru stökkir og ljúffengir. Berið þá fram með gráðostasósu og sellerí. Gráðostasósa 200 g sýrður rjómi 3 msk majónes safi úr hálfri sítrónu 100 g gráðostur salt og nýmalaður pipar Aðferð: 1. Setjið allt í skál og maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Maukið þar til sósan verður silkimjúk, kryddið til með salti og pipar. Matur Eva Laufey Eurovision Partýréttir Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning
„Eurovision hátíðin er að mínu mati hið fullkomna kvöld fyrir fjölskyldu og vini að sitja saman fyrir framan sjónvarpið og gæða sér á ljúffengum veitingum. Það gerist ekki betra,” segir Eva en hún starfar sem markaðs -og upplifunarstjóri Hagkaups. „Ég er mjög hrifin af ídýfum og eðlum og ætla svo sannarleg að bjóða upp á klassíska eðlu með nachos flögum í kvöld. Svo rennur mér blóðið til skyldunnar að minnast á að fyrir þá sem vilja stytta sér leið framleiðum við hjá Hagkaup, sérstaklega fyrir þessa helgi, tilbúnar eðlur og cheddarostasósu sem þarf einungis að hita. Einfaldara verður það ekki og hlýtur öll mín bestu meðmæli.” Uppskriftirnar sem Eva deilir hér lýsir hún sem miklum stemningsmat. „Þessa rétti geri ég aftur og aftur. Annars vegar nachos fjall með kjúklingi og rjómaostasósu og hins vegar klístraða vængi með gráðaostasósu. Hvoru tveggja brjálæðislega gott og mikill stemningsmatur. Uppskriftirnar birtust fyrst í bókinni minni Í eldhúsi Evu. Fullkominn réttur til þess að deila með öðrum.Heidís Guðbjörg Gunnardóttir Nachos-fjall með kjúklingi og heitri rjómaostasósu Stökkar nachos flögur með ljúffengri rjómaostasósu og allskyns gúmmilaði, fullkominn réttur til þess að deila með öðrum. Eitt sinn smakkað, þið getið einfaldlega ekki hætt! 300 g foreldað kjúklingakjöt, má vera hvaða kjöt sem er á fuglinum 8 tortillavefjur eða einn stór poki af tortilla flögum ca. 300 g 3 – 4 msk olía sem hentar vel til steikingar 200 g rjómaostur 3 dl salsasósa 2 dl rifinn cheddar ostur 1 dl rifinn mozzarellaostur 8 kirsuberjatómatar ½ laukur Handfylli kóríander Safi úr hálfri límónu 2 vorlaukar 1 rautt chili Aðferð: 1. Stillið ofninn á 180°C. 2. Skerið tortillavefjur í litla bita. Hitið olíu á pönnu, steikið tortillavefjurnar í örfáar mínútur eða þar til vefjurnar eru orðnar stökkar og gullinbrúnar. 3. Kryddið með smá salti þegar þær eru nýsteiktar. 4. Setjið stökku tortillavefjurnar í eldfast mót, skerið kjúklinginn mjög smátt og setjið yfir ásamt rifnum osti. 5. Bakið við 180°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. 6. Útbúið einfalt salsa með því að skera tómata, lauk og kóríander afar smátt. Blandið saman í skál með góðri ólífuolíu og safa úr hálfri límónu. 7. Hitið rjómaost og salsasósu í skál þar til blandan er orðin silkimjúk og auðvelt að hella henni yfir réttinn þegar hann kemur út úr ofninum. 8. Setjið heimatilbúna salsað einnig yfir réttinn ásamt smátt skornu chili og vorlauk. 9. Saxið niður kóríander og dreifið yfir réttinn. 10. Berið strax fram og njótið! Klístraðir kjúklingavængir sem maður fær hreinlega ekki nóg af.Heidís Guðbjörg Gunnardóttir Klístraðir vængir með gráðostasósu Klístraðir kjúklingavængir sem maður fær hreinlega ekki nóg af – tilvalið að bjóða vinunum í vængi yfir góðum íþróttaleik í sjónvarpinu! Vængir með gráðostasósu 15 – 20 kjúklingavængir 3 msk hveiti 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk paprikukrydd 2 – 3 msk hot wing buffalo sósa að eiga vali Aðferð: 1.Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel. 2.Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 180°C í 50 – 55 mínútur. Snúið vængjunum nokkrum sinnum á meðan þeir eru í ofninum. Eftir þann tíma setjið þá sósu yfir vængina og setjið aftur inn í 2 -3 mínútur, eða þar til vængirnir eru stökkir og ljúffengir. Berið þá fram með gráðostasósu og sellerí. Gráðostasósa 200 g sýrður rjómi 3 msk majónes safi úr hálfri sítrónu 100 g gráðostur salt og nýmalaður pipar Aðferð: 1. Setjið allt í skál og maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Maukið þar til sósan verður silkimjúk, kryddið til með salti og pipar.
Matur Eva Laufey Eurovision Partýréttir Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning