Segir að dómarinn hafi eitthvað á móti Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 09:32 Jürgen Klopp er ekki stærsti aðdáandi Paul Tierney. Marc Atkins/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kampakátur eftir dramatískan 4-3 sigur liðsins gegn Tottenham í gær. Þrátt fyrir það tók hann sér góðan tíma í að láta dómara leiksins, Paul Tierney, heyra það. Þjóðverjinn var allt annað en sáttur við það að Tierney skyldi dæma aukaspyrnu á lokakafla leiksins. Aukaspyrnu sem Heung-Min Son tók fyrir Tottenham og Richarlison jafnaði metin í 3-3 á þriðju mínútu uppbótartíma. Diogo Jota endurheimti þó forystu Liverpool örfáum andartökum síðar og tryggði liðinu þar með dramatískan 4-3 sigur. Klopp fagnaði markinu vel og innilega og lét óánægju sína um leið í ljós við fjórða dómara leiksins. Raunar missti þjálfarinn sig svo mikið í gleðinni að hann virtist togna aftan á læri í fagnaðarlátunum og Paul Tierney sýndi honum gula spjaldið fyrir athæfi sitt fyrir framan fjórða dómarann. „Við eigum okkar sögu með Tierney og ég veit í rauninni ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports. „Hann hefur sjálfur sagt að það séu engin vandamál okkar á milli, en það bara getur ekki verið satt.“ „Hvernig hann horfir á mig er eitthvað sem ég skil ekki. Hér á Englandi þarf enginn að útskýra neitt svona og það er virkilega erfitt að skilja þetta. Það sem hann sagði við mig þegar hann sýndi mér gula spjaldið var ekki í lagi,“ bætti Klopp við, án þess þó að taka það fram hvað Tierney á að hafa sagt við hann. "I really don’t know what this man has with us."Jurgen Klopp questioned whether referee Paul Tierney has a problem with Liverpool.#LFC | #PL pic.twitter.com/dkAbvw2HVa— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 30, 2023 Enska dómarasambandið PGMOL sendi svo frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem sambandið segir að Tierney hafi verið fagmannlegur í sinni nálgun. „PGMOL veit af ummælum Jürgen Klopp eftir leik liðs hans gegn Tottenham Hotspur.“ „Samskipti dómara í ensku úrvalsdeildinni eru tekin upp í öllum leikjum í gegnum samskiptabúnað þeirra og eftir að hafa farið yfir hljóðupptöku Paul Tierney úr leik dagsins getum við staðfest að hann hafi verið fagmannlegur í sínu starfi, meðal annars þegar hann aðvaraði þjálfara Liverpool.“ Þess vegna vísum við öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Tierney á bug,“ segir í ýfirlýsingu sambandsins. The PGMOL have released a statement after Jurgen Klopp’s comments about referee Paul Tierney following Liverpool’s 4-3 victory over Tottenham. pic.twitter.com/QNJt1wEBf3— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Þjóðverjinn var allt annað en sáttur við það að Tierney skyldi dæma aukaspyrnu á lokakafla leiksins. Aukaspyrnu sem Heung-Min Son tók fyrir Tottenham og Richarlison jafnaði metin í 3-3 á þriðju mínútu uppbótartíma. Diogo Jota endurheimti þó forystu Liverpool örfáum andartökum síðar og tryggði liðinu þar með dramatískan 4-3 sigur. Klopp fagnaði markinu vel og innilega og lét óánægju sína um leið í ljós við fjórða dómara leiksins. Raunar missti þjálfarinn sig svo mikið í gleðinni að hann virtist togna aftan á læri í fagnaðarlátunum og Paul Tierney sýndi honum gula spjaldið fyrir athæfi sitt fyrir framan fjórða dómarann. „Við eigum okkar sögu með Tierney og ég veit í rauninni ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports. „Hann hefur sjálfur sagt að það séu engin vandamál okkar á milli, en það bara getur ekki verið satt.“ „Hvernig hann horfir á mig er eitthvað sem ég skil ekki. Hér á Englandi þarf enginn að útskýra neitt svona og það er virkilega erfitt að skilja þetta. Það sem hann sagði við mig þegar hann sýndi mér gula spjaldið var ekki í lagi,“ bætti Klopp við, án þess þó að taka það fram hvað Tierney á að hafa sagt við hann. "I really don’t know what this man has with us."Jurgen Klopp questioned whether referee Paul Tierney has a problem with Liverpool.#LFC | #PL pic.twitter.com/dkAbvw2HVa— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 30, 2023 Enska dómarasambandið PGMOL sendi svo frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem sambandið segir að Tierney hafi verið fagmannlegur í sinni nálgun. „PGMOL veit af ummælum Jürgen Klopp eftir leik liðs hans gegn Tottenham Hotspur.“ „Samskipti dómara í ensku úrvalsdeildinni eru tekin upp í öllum leikjum í gegnum samskiptabúnað þeirra og eftir að hafa farið yfir hljóðupptöku Paul Tierney úr leik dagsins getum við staðfest að hann hafi verið fagmannlegur í sínu starfi, meðal annars þegar hann aðvaraði þjálfara Liverpool.“ Þess vegna vísum við öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Tierney á bug,“ segir í ýfirlýsingu sambandsins. The PGMOL have released a statement after Jurgen Klopp’s comments about referee Paul Tierney following Liverpool’s 4-3 victory over Tottenham. pic.twitter.com/QNJt1wEBf3— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira