Sviptingar á toppnum: Dortmund nýtti sér tap Bayern Aron Guðmundsson skrifar 22. apríl 2023 19:06 Vandræði Bayern Munchen hafa verið helst til of mikil að undanförnu fyrir stuðningsmenn félagsins Vísir/Getty Það urðu heldur betur vendingar á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og eftir úrslit dagsins er það Borussia Dortmund sem situr á toppi deildarinnar. Bayern Munchen missteig sig á útivelli gegn Mainz. Fyrir leiki dagsins sat Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu í miðri viku vonaðist Thomas Tuchel, svo til nýráðinn knattspyrnustjóri Bæjara, vafalaust eftir því að lið sitt myndi rétta úr kútnum í dag en svo varð ekki raunin. Bayern Munchen komst yfir í leik dagsins með marki frá Sadio Mané á 29.mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins en í þeim seinni hrundi leikur lærisveina Tuchel. Á níu mínútna kafla náðu leikmenn Mainz að skora þrjú mörk og snúa töpuðum leik yfir í sigur, hreint út sagt ótrúlegar vendingar en svo fór að leikar enduðu með 3-1 sigri Mainz. Fagmannleg frammistaða Dortmund Leikur Mainz og Bayern fór fram í hádeginu í dag og lauk nokkrum klukkustundum áður en leikur Dortmund og Frankfurt hófst. Með sigri myndi Dortmund hrifsa toppsætið af Bayern og sú varð raunin. Dortmund vann afar þægilegan 4-0 sigur á Frankfurt. Það var Jude Bellingham sem skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og mörk frá Donyell Malen og Mats Hummels í kjölfarið sáu til þess að Dortmund fór með þriggja marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleik. Donyell Malen bætti síðan við öðru marki sínu og innsiglaði 4-0 sigur heimamanna á 66.mínútu. Donyell Malen fagnar marki í dagVisir/Getty Sigur Dortmund sér til þess að liðið situr með eins stigs forystu (60 stig) á Bayern Munchen (59 stig) á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar að bæði lið hafa leikið 29 leiki. Í öðrum leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni ber þar helst að nefna að Werder Bremen bar sigurorðið af Herthu Berlin á útivelli 4-2, Köln hafði betur gegn Hoffenheim 3-1 og Wolfsburg skoraði fimm mörk í 5-1 sigri á Bochum Þýski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Fyrir leiki dagsins sat Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu í miðri viku vonaðist Thomas Tuchel, svo til nýráðinn knattspyrnustjóri Bæjara, vafalaust eftir því að lið sitt myndi rétta úr kútnum í dag en svo varð ekki raunin. Bayern Munchen komst yfir í leik dagsins með marki frá Sadio Mané á 29.mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins en í þeim seinni hrundi leikur lærisveina Tuchel. Á níu mínútna kafla náðu leikmenn Mainz að skora þrjú mörk og snúa töpuðum leik yfir í sigur, hreint út sagt ótrúlegar vendingar en svo fór að leikar enduðu með 3-1 sigri Mainz. Fagmannleg frammistaða Dortmund Leikur Mainz og Bayern fór fram í hádeginu í dag og lauk nokkrum klukkustundum áður en leikur Dortmund og Frankfurt hófst. Með sigri myndi Dortmund hrifsa toppsætið af Bayern og sú varð raunin. Dortmund vann afar þægilegan 4-0 sigur á Frankfurt. Það var Jude Bellingham sem skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og mörk frá Donyell Malen og Mats Hummels í kjölfarið sáu til þess að Dortmund fór með þriggja marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleik. Donyell Malen bætti síðan við öðru marki sínu og innsiglaði 4-0 sigur heimamanna á 66.mínútu. Donyell Malen fagnar marki í dagVisir/Getty Sigur Dortmund sér til þess að liðið situr með eins stigs forystu (60 stig) á Bayern Munchen (59 stig) á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar að bæði lið hafa leikið 29 leiki. Í öðrum leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni ber þar helst að nefna að Werder Bremen bar sigurorðið af Herthu Berlin á útivelli 4-2, Köln hafði betur gegn Hoffenheim 3-1 og Wolfsburg skoraði fimm mörk í 5-1 sigri á Bochum
Þýski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira