„Af hverju að ræða um einhvern sem við getum ekki fengið?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 23:01 Klopp segir tiltgangslaust að ræða Jude Bellingham. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að Liverpool verði að vera raunsætt þegar rætt er um hvað félagið getur gert á félagaskiptamarkaðnum. Í vikunni varð ljóst að liðið er úr leik í baráttunni um ungstirnið Jude Bellingham. Sagan endalausa um möguleg félagaskipti Jude Bellingham til Liverpool frá Dortmund lauk í vikunni þegar ljóst varð að enska stórliðið hefði dregið sig úr kapphlaupinu um ungstirnið. Liverpool hefur lengi verið á höttunum eftir Bellingham en játaði sig sigraða í vikunni enda verðmiðinn gríðarlega hár. Klopp hefur gefið út að Liverpool muni láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar en augljóst hefur veirð á yfirstandandi tímabili að liðið þarf að byggja upp að nýju og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Búist er við að Liverpool bæti að minnsta kosti tveimur nýjum miðjumönnum í hópinn í sumar. Á blaðamannafundi Liverpool í dag sagði Klopp tilgangslaust að ræða um Bellingham. „Það er í raun ekkert að segja ef ég á að vera hreinskilinn. Ef við tölum ekki um leikmenn sem við semjum við eða ekki, af hverju ættum við að tala um svona sögusagnir eða fréttir? Það er í raun ekkert að segja,“ sagði Klopp. „Þetta svar mitt er ekki um Jude Bellingham. Af hverju erum við sífellt að tala um einhvern sem við getum ekki fengið? Við getum ekki keypt sex leikmenn á hundrað milljónir punda hvern til dæmis, allir sjá það.“ Klopp sagði nauðsynlegt að skoða hlutina af raunsæi. „Þú verður að átta þig á hvað þú getur og vinna með það. Hve mikla peninga við höfum og vinna með það. Við erum ekki börn. Spurðu fimm ára gamalt barn hvað það langar í í jólagjöf og það segir Ferrari. Þú myndir ekki segja að það væri góð hugmynd, hann er of dýr og barnið getur ekki keyrt hann.“ „Það er búið að afgreiða þetta mál mjög vel“ Þá var Klopp einnig spurður út í atvikið í leiknum gegn Arsenal þar sem aðstoðardómarinn Constantine Hatzidakis virtist gefa Andy Robertson leikmanni Liverpool olnbogaskot. Enska knattspyrnusambandið ákvað að refsa Hatzidakis ekki sem hélt því fram að um óviljaverk hefði verið að ræða. „Það er búið að afgreiða þetta mál og það var gert mjög vel. Ég tók ekki eftir þessu í leiknum heldur eftir hann. Ég ræddi við Robbo og alla hina, ekki við aðstoðardómarann.“ "I think it is now dealt with really well"Jurgen Klopp gives his thoughts on the incident between Andrew Robertson and Constantine Hatzidakis pic.twitter.com/hjRdwPgw3P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2023 Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Sagan endalausa um möguleg félagaskipti Jude Bellingham til Liverpool frá Dortmund lauk í vikunni þegar ljóst varð að enska stórliðið hefði dregið sig úr kapphlaupinu um ungstirnið. Liverpool hefur lengi verið á höttunum eftir Bellingham en játaði sig sigraða í vikunni enda verðmiðinn gríðarlega hár. Klopp hefur gefið út að Liverpool muni láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar en augljóst hefur veirð á yfirstandandi tímabili að liðið þarf að byggja upp að nýju og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Búist er við að Liverpool bæti að minnsta kosti tveimur nýjum miðjumönnum í hópinn í sumar. Á blaðamannafundi Liverpool í dag sagði Klopp tilgangslaust að ræða um Bellingham. „Það er í raun ekkert að segja ef ég á að vera hreinskilinn. Ef við tölum ekki um leikmenn sem við semjum við eða ekki, af hverju ættum við að tala um svona sögusagnir eða fréttir? Það er í raun ekkert að segja,“ sagði Klopp. „Þetta svar mitt er ekki um Jude Bellingham. Af hverju erum við sífellt að tala um einhvern sem við getum ekki fengið? Við getum ekki keypt sex leikmenn á hundrað milljónir punda hvern til dæmis, allir sjá það.“ Klopp sagði nauðsynlegt að skoða hlutina af raunsæi. „Þú verður að átta þig á hvað þú getur og vinna með það. Hve mikla peninga við höfum og vinna með það. Við erum ekki börn. Spurðu fimm ára gamalt barn hvað það langar í í jólagjöf og það segir Ferrari. Þú myndir ekki segja að það væri góð hugmynd, hann er of dýr og barnið getur ekki keyrt hann.“ „Það er búið að afgreiða þetta mál mjög vel“ Þá var Klopp einnig spurður út í atvikið í leiknum gegn Arsenal þar sem aðstoðardómarinn Constantine Hatzidakis virtist gefa Andy Robertson leikmanni Liverpool olnbogaskot. Enska knattspyrnusambandið ákvað að refsa Hatzidakis ekki sem hélt því fram að um óviljaverk hefði verið að ræða. „Það er búið að afgreiða þetta mál og það var gert mjög vel. Ég tók ekki eftir þessu í leiknum heldur eftir hann. Ég ræddi við Robbo og alla hina, ekki við aðstoðardómarann.“ "I think it is now dealt with really well"Jurgen Klopp gives his thoughts on the incident between Andrew Robertson and Constantine Hatzidakis pic.twitter.com/hjRdwPgw3P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2023
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn