Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2023 15:29 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu 25 landsliðsmarka sinna. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. Í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Gylfa vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, væru látnar niður falla. Hann er því laus allra mála og frjáls maður en hann hafði verið í farbanni í Englandi frá því í ágúst 2021. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá vorinu 2021 og verið félagslaus síðan samningur hans við Everton rann út sumarið 2022. Núna getur Gylfi hins vegar fundið sér lið hvar sem hann kýs og samkvæmt Vöndu er ekkert því til fyrirstöðu að nýr þjálfari landsliðsins, Åge Hareide, velji hann í það. „Ekki samkvæmt reglum KSÍ. Þær eru skýrar hvað þetta varðar. Samkvæmt þeim getur þjálfari valið leikmann þegar ekkert mál er í gangi. Það er undir þjálfaranum komið en það er ekkert í neinum reglum sem kemur í veg fyrir það,“ sagði Vanda í samtali við Stefán Árna Pálsson í dag. Klippa: Vanda um mál Gylfa Vanda kvaðst ekki vita hvort Hareide, sem var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í dag, væri meðvitaður um nýjustu vendingar í máli Gylfa. „Ég veit það ekki. Þetta var svolítið dagurinn á hlaupunum,“ sagði Vanda. Hún kveðst sjálf ekki hafa heyrt í Gylfa en það sé á dagskránni. „Við höfum verið í þessum þjálfaramálum en við munum gera það sjálfsögðu,“ sagði Vanda. Gylfi lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni 15. nóvember 2020. Það var 78. landsleikur hans. Í þeim skoraði hann 25 mörk. Gylfi er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Gylfa vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, væru látnar niður falla. Hann er því laus allra mála og frjáls maður en hann hafði verið í farbanni í Englandi frá því í ágúst 2021. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá vorinu 2021 og verið félagslaus síðan samningur hans við Everton rann út sumarið 2022. Núna getur Gylfi hins vegar fundið sér lið hvar sem hann kýs og samkvæmt Vöndu er ekkert því til fyrirstöðu að nýr þjálfari landsliðsins, Åge Hareide, velji hann í það. „Ekki samkvæmt reglum KSÍ. Þær eru skýrar hvað þetta varðar. Samkvæmt þeim getur þjálfari valið leikmann þegar ekkert mál er í gangi. Það er undir þjálfaranum komið en það er ekkert í neinum reglum sem kemur í veg fyrir það,“ sagði Vanda í samtali við Stefán Árna Pálsson í dag. Klippa: Vanda um mál Gylfa Vanda kvaðst ekki vita hvort Hareide, sem var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í dag, væri meðvitaður um nýjustu vendingar í máli Gylfa. „Ég veit það ekki. Þetta var svolítið dagurinn á hlaupunum,“ sagði Vanda. Hún kveðst sjálf ekki hafa heyrt í Gylfa en það sé á dagskránni. „Við höfum verið í þessum þjálfaramálum en við munum gera það sjálfsögðu,“ sagði Vanda. Gylfi lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni 15. nóvember 2020. Það var 78. landsleikur hans. Í þeim skoraði hann 25 mörk. Gylfi er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50