„Hann fær þessi ár ekki aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 12:50 Gylfi Þór Sigurðsson sást fyrst á meðal almennings á EM kvenna í fótbolta í fyrrasumar, ári eftir handtöku, og faðmaði þá frænku sína Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Nú er hann frjáls maður. VÍSIR/VILHELM „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. Lögreglan í Manchester handtók Gylfa í júlí 2021, grunaðan um brot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var svo sleppt gegn tryggingu en sætti farbanni allt þar til nú að saksóknaraembætti bresku krúnunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði ekki ákærður. Gylfi var 31 árs þegar hann var handtekinn og átti þá eitt ár eftir af samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Everton. Hann hafði verið keyptur til félagsins fyrir metfé árið 2017 og skrifað þá undir samning til fimm ára. Gylfi spilaði því engan fótbolta síðasta samningsár sitt hjá Everton og er án félags. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Gylfi hins vegar í góðu líkamlegu ástandi og með hug á að endurvekja ferilinn þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins. „Það sem kemur á óvart er að eftir svona langan tíma, þar sem að bornar eru á hann mjög alvarlegar sakir og hann settur í farbann frá Bretlandi, þá finnst manni hálfótrúlegt að þetta sé niðurstaðan. Á sama tíma gleður það mann auðvitað að það virðist ekki fótur fyrir neinu sem þarna átti að hafa verið í gangi,“ segir Arnar Sveinn. „Það fer auðvitað fyrir brjóstið á manni að leikmaður á hátindi ferils síns, besti fótboltamaður í sögu Íslands að öllum líkindum, að hann fær þessi ár aldrei aftur,“ segir Arnar Sveinn en tekur fram að hann viti vissulega ekki meira um málið en aðrir sem lesið hafi um það í fjölmiðlum. Arnar segir Leikmannasamtök Íslands hafa verið i sambandi við kollega sína í Bretlandi og boðið fram aðstoð vegna máls Gylfa en að þeir hafi hingað til haldið spilunum þétt að sér varðandi málið og því óvíst að Gylfi hafi fengið nokkurn stuðning frá þeim. „Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum“ Ljóst er að Gylfi hefur orðið af háum fjárhæðum vegna málsins en Arnar Sveinn bendir á að skaðinn af því að fá ekki að spila fótbolta í tvö ár, auk álagsins sem málið hafi haft á líf Gylfa og fjölskyldu hans, sé óbætanlegur. „Auðvitað er fullt af peningum í spilinu en þetta slær mann mest. Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum, og þar með tækifærið til að gera það sem hann elskar mest sem er að spila fótbolta. Þegar þetta er niðurstaðan þá spyr maður sig hvort nauðsynlegt hafi verið að gera þetta með þessum hætti, en það er auðvitað ekki eitthvað sem hægt er að segja neitt til um án þess að vita allt um málið. En manni finnst þetta allt saman mjög sorglegt. Nú hefur hann ekki spilað fótbolta í tvö ár og spurning hvaða möguleikar eru fyrir hann til að koma til baka. En svo er hann líka með fjölskyldu og fólk í kringum sig sem þetta bitnar á. Það og fótboltinn trompar alltaf alla þá peninga sem hann hefur misst af,“ segir Arnar Sveinn. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Lögreglan í Manchester handtók Gylfa í júlí 2021, grunaðan um brot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var svo sleppt gegn tryggingu en sætti farbanni allt þar til nú að saksóknaraembætti bresku krúnunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði ekki ákærður. Gylfi var 31 árs þegar hann var handtekinn og átti þá eitt ár eftir af samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Everton. Hann hafði verið keyptur til félagsins fyrir metfé árið 2017 og skrifað þá undir samning til fimm ára. Gylfi spilaði því engan fótbolta síðasta samningsár sitt hjá Everton og er án félags. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Gylfi hins vegar í góðu líkamlegu ástandi og með hug á að endurvekja ferilinn þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins. „Það sem kemur á óvart er að eftir svona langan tíma, þar sem að bornar eru á hann mjög alvarlegar sakir og hann settur í farbann frá Bretlandi, þá finnst manni hálfótrúlegt að þetta sé niðurstaðan. Á sama tíma gleður það mann auðvitað að það virðist ekki fótur fyrir neinu sem þarna átti að hafa verið í gangi,“ segir Arnar Sveinn. „Það fer auðvitað fyrir brjóstið á manni að leikmaður á hátindi ferils síns, besti fótboltamaður í sögu Íslands að öllum líkindum, að hann fær þessi ár aldrei aftur,“ segir Arnar Sveinn en tekur fram að hann viti vissulega ekki meira um málið en aðrir sem lesið hafi um það í fjölmiðlum. Arnar segir Leikmannasamtök Íslands hafa verið i sambandi við kollega sína í Bretlandi og boðið fram aðstoð vegna máls Gylfa en að þeir hafi hingað til haldið spilunum þétt að sér varðandi málið og því óvíst að Gylfi hafi fengið nokkurn stuðning frá þeim. „Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum“ Ljóst er að Gylfi hefur orðið af háum fjárhæðum vegna málsins en Arnar Sveinn bendir á að skaðinn af því að fá ekki að spila fótbolta í tvö ár, auk álagsins sem málið hafi haft á líf Gylfa og fjölskyldu hans, sé óbætanlegur. „Auðvitað er fullt af peningum í spilinu en þetta slær mann mest. Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum, og þar með tækifærið til að gera það sem hann elskar mest sem er að spila fótbolta. Þegar þetta er niðurstaðan þá spyr maður sig hvort nauðsynlegt hafi verið að gera þetta með þessum hætti, en það er auðvitað ekki eitthvað sem hægt er að segja neitt til um án þess að vita allt um málið. En manni finnst þetta allt saman mjög sorglegt. Nú hefur hann ekki spilað fótbolta í tvö ár og spurning hvaða möguleikar eru fyrir hann til að koma til baka. En svo er hann líka með fjölskyldu og fólk í kringum sig sem þetta bitnar á. Það og fótboltinn trompar alltaf alla þá peninga sem hann hefur misst af,“ segir Arnar Sveinn.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45