Gaf ókunnugri stúlku hundrað ára fiðlu fyrir námið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 21:01 Arndísi brá nokkuð við að fá gjöfina frá Halldóri. Halldór Guðmundsson leigubílstjóri gaf fyrir páska hinni fimmtán ára gömlu Arndísi Snorradóttur hundrað ára gamla fiðlu. Þau þekkjast ekki neitt en hún var að safna fé fyrir námskeiði hljóðfæranámi. Góðverkið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. „Fyrir mörgum árum síðan byrjaði ég að safna hljóðfærum. Ég ætlaði að opna bar fyrir hljómlistarfólk. Þessi fiðla rataði í hendurnar á mér þá,“ segir Halldór aðspurður um hvernig hann fékk fiðluna. Sjálfur kann hann ekki að spila á fiðlu. Þegar hann sá auglýsingu þar sem Arndís var að safna dósum fyrir námskeiði ákvað hann að gefa henni fiðluna. Annað hvort til að nota í náminu eða til að selja upp í skólagjöldin. Fannst honum það fallegt að ungt fólk skildi leggja mikið á sig til þess að geta stundað tónlistarnám. Var geymd á háalofti Viðbrögðin hafi verið mjög góð. „Hún var ofboðslega ánægð,“ segir Halldór. Halldór segist ekki vitað hvers virði fiðlan sé. Hún er þó ekki á pari við verð Stradivarius fiðlu. „Ég fór með fiðluna til fiðlusmiðs og þar var mér sagt að hún væri frá um 1924 til 1930,“ segir Halldór. „Ég þekki ekki sögu fiðlunnar nema að hún hafði verið geymd uppi á háalofti hjá fyrrverandi eiganda í þó nokkuð langan tíma.“ Mjög flott fiðla Arndís segist hafa brugðið nokkuð þegar hinn ókunnugi maður kom og gaf henni gjöfina. „Mér fannst flott af honum að gefa mér fiðluna. Hún er hundrað ára gömul og er mjög flott,“ segir Arndís. Arndís er á tólfta ári í tónlistarnámi og stundar nú nám við Menntaskólann í tónlist, MÍT. Hún er hins vegar ekki að læra á fiðlu heldur víólu, sem er skylt hljóðfæri. Arndís segist ekki vera alveg viss um hvort hún ætlar að halda gripnum eða selja hann. „Fiðlan gæti verið dýrmæt af því að hún er svolítið gömul. Annað hvort ætla ég að eiga hana eða selja fyrir námið,“ segir hún. Tónlist Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
„Fyrir mörgum árum síðan byrjaði ég að safna hljóðfærum. Ég ætlaði að opna bar fyrir hljómlistarfólk. Þessi fiðla rataði í hendurnar á mér þá,“ segir Halldór aðspurður um hvernig hann fékk fiðluna. Sjálfur kann hann ekki að spila á fiðlu. Þegar hann sá auglýsingu þar sem Arndís var að safna dósum fyrir námskeiði ákvað hann að gefa henni fiðluna. Annað hvort til að nota í náminu eða til að selja upp í skólagjöldin. Fannst honum það fallegt að ungt fólk skildi leggja mikið á sig til þess að geta stundað tónlistarnám. Var geymd á háalofti Viðbrögðin hafi verið mjög góð. „Hún var ofboðslega ánægð,“ segir Halldór. Halldór segist ekki vitað hvers virði fiðlan sé. Hún er þó ekki á pari við verð Stradivarius fiðlu. „Ég fór með fiðluna til fiðlusmiðs og þar var mér sagt að hún væri frá um 1924 til 1930,“ segir Halldór. „Ég þekki ekki sögu fiðlunnar nema að hún hafði verið geymd uppi á háalofti hjá fyrrverandi eiganda í þó nokkuð langan tíma.“ Mjög flott fiðla Arndís segist hafa brugðið nokkuð þegar hinn ókunnugi maður kom og gaf henni gjöfina. „Mér fannst flott af honum að gefa mér fiðluna. Hún er hundrað ára gömul og er mjög flott,“ segir Arndís. Arndís er á tólfta ári í tónlistarnámi og stundar nú nám við Menntaskólann í tónlist, MÍT. Hún er hins vegar ekki að læra á fiðlu heldur víólu, sem er skylt hljóðfæri. Arndís segist ekki vera alveg viss um hvort hún ætlar að halda gripnum eða selja hann. „Fiðlan gæti verið dýrmæt af því að hún er svolítið gömul. Annað hvort ætla ég að eiga hana eða selja fyrir námið,“ segir hún.
Tónlist Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira