Sjóbirtingsveiðin fór vel af stað í Kjósinni Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2023 11:25 Þessi veiddist í Laxá í Kjós í gær. Frábær skilyrði eru til veiða í ánni. Mynd: Laxá í Kjós FB Sjóbirtingsveiðin í Laxá í Kjós er farin af stað og byrjar eins og víða á landi mjög vel enda skilyrðin til veiða afskaplega góð. Tímabilið í Laxá í Kjós er ekki nema 30 dagar og það verður líklega mjög gaman hjá þeim sem eiga daga framundan því það er nóg af sjóbirting ennþá í ánni og skilyrðin til veiða frábær. Það er nokkuð mikið vatn núna þegar það er góð snjóbráð og lofthitinn 7-8 gráður. Gæti ekki verið betra. Það er aðeins veitt á fjórar stangir og veiðin hjá þeim var tuttugu fiskar sem var landað á fyrstu kvöldvakt. Stærðin á fiskinum var 55-80 sm. Það er eiginlega nauðsyn að minna þá sem vilja veiða þarna að bóka sig fyrir næsta vor núna því svæðið nýtur þvílíkra vinsælda að það komast færri að en vilja. Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði
Tímabilið í Laxá í Kjós er ekki nema 30 dagar og það verður líklega mjög gaman hjá þeim sem eiga daga framundan því það er nóg af sjóbirting ennþá í ánni og skilyrðin til veiða frábær. Það er nokkuð mikið vatn núna þegar það er góð snjóbráð og lofthitinn 7-8 gráður. Gæti ekki verið betra. Það er aðeins veitt á fjórar stangir og veiðin hjá þeim var tuttugu fiskar sem var landað á fyrstu kvöldvakt. Stærðin á fiskinum var 55-80 sm. Það er eiginlega nauðsyn að minna þá sem vilja veiða þarna að bóka sig fyrir næsta vor núna því svæðið nýtur þvílíkra vinsælda að það komast færri að en vilja.
Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði