Senda keppinautunum ný klósett Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 11:01 Klósett og vaskar voru í henglum eftir stuðningsmenn FCK. Þeir létu svona illa eftir að hafa séð Hákon Arnar Haraldsson og félaga í FCK lúta í lægra haldi gegn Randers. @randers_FC/Getty Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar létu illa eftir svekkjandi 1-0 tap á útivelli gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og það hefur haft óvenjulegar afleiðingar. Tapið þýddi að FCK missti toppsæti deildarinnar til Nordsjælland sem er nú einu stigi fyrir ofan Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félaga þeirra í FCK. Nokkrir af stuðningsmönnum FCK gengu berserksgang inni á salernum leikvangs Randers eftir tapið og á myndum á Twitter má sjá að þeir mölbrutu meðal annars klósett og börðu vaska niður af veggjum. Á Twitter-síðu Randers er skrifað, kannski í nokkuð kaldhæðnislegum tón: „Kæru „stuðningsmenn“ FC Köbenhavn. Takk fyrir heimsóknina og takk sérstaklega fyrir stemninguna sem þið sköpuðuð hér með ykkar hegðun. En væruð þið til í að hætta að brjóta klósettin? Við vitum að þið fengið leyfi til að hoppa í stúkunni en…“ Kære "fans" af @FCKobenhavn,Tak for besøget - og stor cadeau herfra for jeres stemningsskabende adfærd.Men vil ikke I godt lade være med at smadre toiletterne? Vi ved godt, at vi gav jer lov til at hoppe på tribunen, men... #sldk #rfcfck #fcklive pic.twitter.com/nhkzQ2auxD— Randers FC (@Randers_FC) April 10, 2023 Forsvarsmenn FCK biðu ekki boðanna og hafa þegar boðist til að greiða fyrir ný klósett og bæta upp þann skaða sem stuðningsmenn félagsins ollu. „Þetta er mjög leitt að sjá. Þetta er heimskulegt. Við höfum rætt við stuðningsmannahópana okkar sem sömuleiðis harma svona hegðun. Við munum finna ný klósett og vaska til að senda til Randers,“ skrifar FCK á Twitter. Svipað vandamál kom upp í bikarleik FCK gegn Vejle í síðustu viku en þá munu tveir vaskar hafa verið brotnir. Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira
Tapið þýddi að FCK missti toppsæti deildarinnar til Nordsjælland sem er nú einu stigi fyrir ofan Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félaga þeirra í FCK. Nokkrir af stuðningsmönnum FCK gengu berserksgang inni á salernum leikvangs Randers eftir tapið og á myndum á Twitter má sjá að þeir mölbrutu meðal annars klósett og börðu vaska niður af veggjum. Á Twitter-síðu Randers er skrifað, kannski í nokkuð kaldhæðnislegum tón: „Kæru „stuðningsmenn“ FC Köbenhavn. Takk fyrir heimsóknina og takk sérstaklega fyrir stemninguna sem þið sköpuðuð hér með ykkar hegðun. En væruð þið til í að hætta að brjóta klósettin? Við vitum að þið fengið leyfi til að hoppa í stúkunni en…“ Kære "fans" af @FCKobenhavn,Tak for besøget - og stor cadeau herfra for jeres stemningsskabende adfærd.Men vil ikke I godt lade være med at smadre toiletterne? Vi ved godt, at vi gav jer lov til at hoppe på tribunen, men... #sldk #rfcfck #fcklive pic.twitter.com/nhkzQ2auxD— Randers FC (@Randers_FC) April 10, 2023 Forsvarsmenn FCK biðu ekki boðanna og hafa þegar boðist til að greiða fyrir ný klósett og bæta upp þann skaða sem stuðningsmenn félagsins ollu. „Þetta er mjög leitt að sjá. Þetta er heimskulegt. Við höfum rætt við stuðningsmannahópana okkar sem sömuleiðis harma svona hegðun. Við munum finna ný klósett og vaska til að senda til Randers,“ skrifar FCK á Twitter. Svipað vandamál kom upp í bikarleik FCK gegn Vejle í síðustu viku en þá munu tveir vaskar hafa verið brotnir.
Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira