Guardiola segir Haaland minna sig á Ronaldo Hjörvar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 08:00 Erling Braut Haaland er kominn með 30 deildarmörk fyrir Manchester City. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður að því hvort að Erling Braut Haaland væri kominn á sama stall og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eftir að Haaland skoraði sitt 29. og svo 30. deildarmark í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í sigri liðsins gegn Southampton í gær. Haaland hefur nú skorað 44 mörk í öllum keppnum en hann vantar fimm mörk til þess að slá met Andy Cole og Alan Shearer yfir flest deildarmörk á einni leiktíð. Norski framherjinn hefur níu leiki til þess að skora þessi fimm mörk. „Þegar kemur að því að klára færi og skora mörk þá finnst mér hann vera í sama gæðaflokki og Cristiano Ronaldo. Að mínu mati er Lionel Messi betri alhliðar leikmaður. Messi getur spilað hvar sem er í sóknarlínunni á meðan Cristiano og Erling eru meiri maskínur. Líkamlega sterkir leikmenn sem geta klárað færin sín frábærlega," sagði Guardiola um samanburð Erling við Messi og Ronaldo. „Erling veit það vel að þessir tveir leikmenn hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn síðustu tvö áratugi en ekki bara í eitt eða tvö tímabil. Messi og Ronaldo hafa fært fótboltann framar og samkeppnin milli þeirra kveikt áhuga hjá knattspyrnuáhugamönnum," sagði Spánverjinn enn fremur. „Erling er að koma inn í erfiðustu deild heims og hvernig hann hefur staðið sig á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni er stórkostlegt. Það er hins vegar mikil vinna fram undan hjá Erling og hann getur enn bætt sig umtalsvert. Það er alveg hægt að nefna Erling í sömu andrá og Messi og Cristano en til þess að komast á sama stall og þeir eru á þarf hann að sýna þessa frammistöðu yfir lengri tíma. Messi og Cristiano hafa sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni í tvo áratugi og lítið sem ekkert meiðst á þeim tíma. Erling þarf að halda áfram að bæta sig, skila mörkum og vinna titla til að komast í sama gæðaflokk og Messi og Cristiano," sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Sjá meira
Haaland hefur nú skorað 44 mörk í öllum keppnum en hann vantar fimm mörk til þess að slá met Andy Cole og Alan Shearer yfir flest deildarmörk á einni leiktíð. Norski framherjinn hefur níu leiki til þess að skora þessi fimm mörk. „Þegar kemur að því að klára færi og skora mörk þá finnst mér hann vera í sama gæðaflokki og Cristiano Ronaldo. Að mínu mati er Lionel Messi betri alhliðar leikmaður. Messi getur spilað hvar sem er í sóknarlínunni á meðan Cristiano og Erling eru meiri maskínur. Líkamlega sterkir leikmenn sem geta klárað færin sín frábærlega," sagði Guardiola um samanburð Erling við Messi og Ronaldo. „Erling veit það vel að þessir tveir leikmenn hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn síðustu tvö áratugi en ekki bara í eitt eða tvö tímabil. Messi og Ronaldo hafa fært fótboltann framar og samkeppnin milli þeirra kveikt áhuga hjá knattspyrnuáhugamönnum," sagði Spánverjinn enn fremur. „Erling er að koma inn í erfiðustu deild heims og hvernig hann hefur staðið sig á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni er stórkostlegt. Það er hins vegar mikil vinna fram undan hjá Erling og hann getur enn bætt sig umtalsvert. Það er alveg hægt að nefna Erling í sömu andrá og Messi og Cristano en til þess að komast á sama stall og þeir eru á þarf hann að sýna þessa frammistöðu yfir lengri tíma. Messi og Cristiano hafa sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni í tvo áratugi og lítið sem ekkert meiðst á þeim tíma. Erling þarf að halda áfram að bæta sig, skila mörkum og vinna titla til að komast í sama gæðaflokk og Messi og Cristiano," sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn