Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 4. apríl 2023 09:02 Björn með hoplax í Leirvogsá en vorveiðin í ánni fer vel af stað Vorveiði er hafin í Leirvogsá og Úlfarsá en báðar árnar eiga nokkuð sterka sjóbirtings stofna sem síðustu ár hafa bara vaxið. Leirvogsá er heldur meira krefjandi en Úlfarsá og þegar hún er aðeins bólgin af rigningarvatni á vorin getur veiðin verið mjög góð enda best að veiða sjóbirting við þessi skilyrði í ánni. Magnús og Björn Hlynur voru við veiðar í Leirvogsá í fyrradag voru þeir búnir að landa hoplaxi og tveimur flottum birtingum, en þeir settu líka í fleiri fiska sem þeir misstu. Veiði hófst í Leirvogsá síðastliðin laugardag þann 1. apríl. Úlfarsá fór af stað á laugardaginn líka, þá veiddust fimmtán hoplaxar og þrír birtingar. SVFR sem er leigutaki beggja ánna biður veiðimenn um að gleyma ekki að skrá aflann í rafrænu veiðibókina inná heiumasíðu SVFR. Öllum vorfiski er sleppt aftur Hér er frásögn frá þeim félögum: "Við félagar vorum við veiðar í Leirvogsá Mánudaginn 3. apríl. Það var mikill vindur og helli demba alveg frá því að við byrjuðum um morguninn . Það var heitt yfir daginn en vindurinn sá um að kæla okkur niður, fengum tvo fiska við stað 198 ( Nýbúi ) og misstum einn vænan líka á sama stað. Eftir klukkan 15 urðu miklar veðurbreytingar og áin for að vaxa og hún var orðin lituð og stóðum við félagar ekki það langt frá veiðistaðnum ármótum í miðju skýfalli. " Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði
Leirvogsá er heldur meira krefjandi en Úlfarsá og þegar hún er aðeins bólgin af rigningarvatni á vorin getur veiðin verið mjög góð enda best að veiða sjóbirting við þessi skilyrði í ánni. Magnús og Björn Hlynur voru við veiðar í Leirvogsá í fyrradag voru þeir búnir að landa hoplaxi og tveimur flottum birtingum, en þeir settu líka í fleiri fiska sem þeir misstu. Veiði hófst í Leirvogsá síðastliðin laugardag þann 1. apríl. Úlfarsá fór af stað á laugardaginn líka, þá veiddust fimmtán hoplaxar og þrír birtingar. SVFR sem er leigutaki beggja ánna biður veiðimenn um að gleyma ekki að skrá aflann í rafrænu veiðibókina inná heiumasíðu SVFR. Öllum vorfiski er sleppt aftur Hér er frásögn frá þeim félögum: "Við félagar vorum við veiðar í Leirvogsá Mánudaginn 3. apríl. Það var mikill vindur og helli demba alveg frá því að við byrjuðum um morguninn . Það var heitt yfir daginn en vindurinn sá um að kæla okkur niður, fengum tvo fiska við stað 198 ( Nýbúi ) og misstum einn vænan líka á sama stað. Eftir klukkan 15 urðu miklar veðurbreytingar og áin for að vaxa og hún var orðin lituð og stóðum við félagar ekki það langt frá veiðistaðnum ármótum í miðju skýfalli. "
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði