Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 12:31 Arnar Þór Viðarsson er eini landsliðþjálfari karlaliðs Íslands í þrjá áratugi sem hefur kvatt með sigri. Getty/Cristian Preda Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. Arnar tók pokann sinn í gær en síðasti leikur hans var 7-0 sigur Liechtenstein í undankeppni EM. Arnar endaði því bæði landsliðsferil sinn sem leikmaður og sem þjálfari á útileik í Liechtenstein. Síðasti leikurinn sem leikmaður endaði þó með 3-0 tapi í október 2007 sem jafnframt var síðasti leikur Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Það er allt annað en algengt að íslenskur landsliðsþjálfari endi á sigri. Í raun þarf að fara allt til ársins 1989 til að finna landsliðsþjálfara sem kvaddi með sigri. Í því tilfelli var ekki um fastráðinn landsliðsþjálfara að ræða heldur stýrði Guðni Kjartansson íslenska liðinu í einum leik eftir að Sigfried Held hætti og tók við tyrkneska félaginu Galatasaray. Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í þessum eina leik Guðna, sem hafði áður þjálfað íslenska liðinu á árunum 1980 til 1989. Pétur Pétursson hafði verið út í kuldanum hjá Held en skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta var líka 45. og síðasta landsleikurinn hjá Ásgeiri Sigurvinssyni. Bo Johansson tók við landsliðinu og hann endaði með markalausu jafntefli á móti Dönum. Allir landsliðsþjálfarar síðan þá nema einn (Logi Ólafsson marklaust jafntefli 1997) höfðu hins vegar endað með því að tapa síðasta leiknum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira
Arnar tók pokann sinn í gær en síðasti leikur hans var 7-0 sigur Liechtenstein í undankeppni EM. Arnar endaði því bæði landsliðsferil sinn sem leikmaður og sem þjálfari á útileik í Liechtenstein. Síðasti leikurinn sem leikmaður endaði þó með 3-0 tapi í október 2007 sem jafnframt var síðasti leikur Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Það er allt annað en algengt að íslenskur landsliðsþjálfari endi á sigri. Í raun þarf að fara allt til ársins 1989 til að finna landsliðsþjálfara sem kvaddi með sigri. Í því tilfelli var ekki um fastráðinn landsliðsþjálfara að ræða heldur stýrði Guðni Kjartansson íslenska liðinu í einum leik eftir að Sigfried Held hætti og tók við tyrkneska félaginu Galatasaray. Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í þessum eina leik Guðna, sem hafði áður þjálfað íslenska liðinu á árunum 1980 til 1989. Pétur Pétursson hafði verið út í kuldanum hjá Held en skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta var líka 45. og síðasta landsleikurinn hjá Ásgeiri Sigurvinssyni. Bo Johansson tók við landsliðinu og hann endaði með markalausu jafntefli á móti Dönum. Allir landsliðsþjálfarar síðan þá nema einn (Logi Ólafsson marklaust jafntefli 1997) höfðu hins vegar endað með því að tapa síðasta leiknum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi
Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Sjá meira