Hver á að taka við landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 30. mars 2023 17:00 KSÍ hefur nú hafið leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar. Vísir Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? Erik Hamrén Svíinn var nýlega rekinn sem þjálfari Álaborgar í Danmörku. Stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021. Var áður landsliðsþjálfari Svía og hefur orðið landsmeistari í Danmörku og Noregi. Freyr Alexandersson Var aðstoðarmaður Hamréns með landsliðið og í starfsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson stýrði því. Þjálfaði kvennalandsliðið á árunum 2013-18 og er í miklum metum innan KSÍ. Er í dag þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deild. Arnar Gunnlaugsson Hefur gert frábæra hluti með Víking eftir að hann sneri aftur í þjálfun fyrir nokkrum árum. Undir stjórn Arnars hafa Víkingar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar. Lék 32 landsleiki á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson Byrjaði bara í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum. Kom Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum, tók svo við Breiðabliki og gerði liðið að Íslandsmeisturum með miklum yfirburðum í fyrra. Lars Lagerbäck Okkar allra besti Lars. Hóf endurreisn íslenska landsliðsins og kom því í átta liða úrslit á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hefur einnig þjálfað sænska og norska landsliðið en ekki komið að þjálfun landsliða eftir að Arnar sleit samstarfi við hann sumarið 2021. Åge Hareide Einn reyndasti þjálfari Norðurlandanna. Þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08 og svo það danska 2016-20. Var síðast bráðabirgðaþjálfari Malmö. Helgi Kolviðsson Var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið og fór með því á HM 2018. Var svo landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-20. Starfar í dag hjá Pfullendorf í Þýskalandi. Ole Gunnar Solskjær Kannski langsótt en Solskjær er þjálfari á lausu. Stýrði Manchester United á árunum 2018-21 og gerði þar áður góða hluti með Molde í Noregi. Lars Olsen Fyrirliði danska liðsins sem varð Evrópumeistari 1992. Stýrði færeyska landsliðinu um átta ára skeið. Hefur áður verið orðaður við íslenska landsliðið. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Erik Hamrén Svíinn var nýlega rekinn sem þjálfari Álaborgar í Danmörku. Stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021. Var áður landsliðsþjálfari Svía og hefur orðið landsmeistari í Danmörku og Noregi. Freyr Alexandersson Var aðstoðarmaður Hamréns með landsliðið og í starfsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson stýrði því. Þjálfaði kvennalandsliðið á árunum 2013-18 og er í miklum metum innan KSÍ. Er í dag þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deild. Arnar Gunnlaugsson Hefur gert frábæra hluti með Víking eftir að hann sneri aftur í þjálfun fyrir nokkrum árum. Undir stjórn Arnars hafa Víkingar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar. Lék 32 landsleiki á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson Byrjaði bara í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum. Kom Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum, tók svo við Breiðabliki og gerði liðið að Íslandsmeisturum með miklum yfirburðum í fyrra. Lars Lagerbäck Okkar allra besti Lars. Hóf endurreisn íslenska landsliðsins og kom því í átta liða úrslit á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hefur einnig þjálfað sænska og norska landsliðið en ekki komið að þjálfun landsliða eftir að Arnar sleit samstarfi við hann sumarið 2021. Åge Hareide Einn reyndasti þjálfari Norðurlandanna. Þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08 og svo það danska 2016-20. Var síðast bráðabirgðaþjálfari Malmö. Helgi Kolviðsson Var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið og fór með því á HM 2018. Var svo landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-20. Starfar í dag hjá Pfullendorf í Þýskalandi. Ole Gunnar Solskjær Kannski langsótt en Solskjær er þjálfari á lausu. Stýrði Manchester United á árunum 2018-21 og gerði þar áður góða hluti með Molde í Noregi. Lars Olsen Fyrirliði danska liðsins sem varð Evrópumeistari 1992. Stýrði færeyska landsliðinu um átta ára skeið. Hefur áður verið orðaður við íslenska landsliðið.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira