Baldur Sig sá mikinn mun á fjármagni, leikmannaveltu og leikstíl félaganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 11:01 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari nýliða Fylkis, á skrifstofu sinni í Árbænum. S2 Sport Baldur Sigurðsson hefur nú heimsótt tvö lið í þáttaröðinni „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ sem er á dagskrá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 Sport fram að Íslandsmótinu. Kattspyrnusérfræðingurinn tekur þátt í æfingum liðanna og ræðir svo við þjálfara og aðra sem tengjast liðunum. Í fyrstu tveimur þáttunum heimsótti hann Íslandsmeistara Breiðabliks og svo nýliða Fylkis. Hann sér mikinn mun á þessum félögum sem þarf ekki að koma á óvart. Annað liðið hefur verið í hópi allra bestu liða landsins í nokkurn tíma en hitt að mæta aftur í hóp þeirra bestu. „Við erum búinn að sjá Breiðablik og Fylki í fyrstu tveimur þáttunum og óhætt að segja að það er mikill munur á þeim. Við getum horft á fjármagn, leikmannaveltu og leikstíl svo eitthvað sé nefnt. Á meðan Blikar eru búnir að fá inn mikið af leikmönnum og misst þó nokkra líka að þá sjáum við að Rúnar og Fylkismenn eru að vinna með töluvert minna fjármagn og ætla sér að treysta, að mestu, á liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góða aðstöðu Fylkismenn hafa og Rúnar hefur verið duglegur að bæta hana síðan hann kom. Það eru nefnilega oft svona smáatriði hér og þar eins og í aðstöðumálum sem geta fært allt upp á næsta stig,“ sagði Baldur. „Svo er nokkuð ljóst að það er mikill hagur í því að hafa höll innan seilingar eins og veðrið hefur verið í vetur. Blikarnir gátu tekið ákvörðun um að færa æfinguna inn í Fífuna á meðan Fylkir höfðu í raun engra annarra kosta völ en að fara út í bylinn eða fara bara inn og lyfta,“ sagði Baldur. Það má sjá brot úr þættinum um Fylki hér fyrir neðan. Þar fer Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, yfir aðstöðuna hjá Fylkismönnum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga en þú ert bankandi á hurðina hjá stjórnarmönnum. Þú vilt fá tvo til þrjá leikmenn í viðbót,“ sagði Baldur Rúnar en svarið og framhaldið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga Besta deild karla Fylkir Breiðablik Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Kattspyrnusérfræðingurinn tekur þátt í æfingum liðanna og ræðir svo við þjálfara og aðra sem tengjast liðunum. Í fyrstu tveimur þáttunum heimsótti hann Íslandsmeistara Breiðabliks og svo nýliða Fylkis. Hann sér mikinn mun á þessum félögum sem þarf ekki að koma á óvart. Annað liðið hefur verið í hópi allra bestu liða landsins í nokkurn tíma en hitt að mæta aftur í hóp þeirra bestu. „Við erum búinn að sjá Breiðablik og Fylki í fyrstu tveimur þáttunum og óhætt að segja að það er mikill munur á þeim. Við getum horft á fjármagn, leikmannaveltu og leikstíl svo eitthvað sé nefnt. Á meðan Blikar eru búnir að fá inn mikið af leikmönnum og misst þó nokkra líka að þá sjáum við að Rúnar og Fylkismenn eru að vinna með töluvert minna fjármagn og ætla sér að treysta, að mestu, á liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góða aðstöðu Fylkismenn hafa og Rúnar hefur verið duglegur að bæta hana síðan hann kom. Það eru nefnilega oft svona smáatriði hér og þar eins og í aðstöðumálum sem geta fært allt upp á næsta stig,“ sagði Baldur. „Svo er nokkuð ljóst að það er mikill hagur í því að hafa höll innan seilingar eins og veðrið hefur verið í vetur. Blikarnir gátu tekið ákvörðun um að færa æfinguna inn í Fífuna á meðan Fylkir höfðu í raun engra annarra kosta völ en að fara út í bylinn eða fara bara inn og lyfta,“ sagði Baldur. Það má sjá brot úr þættinum um Fylki hér fyrir neðan. Þar fer Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, yfir aðstöðuna hjá Fylkismönnum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga en þú ert bankandi á hurðina hjá stjórnarmönnum. Þú vilt fá tvo til þrjá leikmenn í viðbót,“ sagði Baldur Rúnar en svarið og framhaldið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga
Besta deild karla Fylkir Breiðablik Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira