Sævar Atli og Kolbeinn allt í öllu í sigri Lyngby Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 14:57 Sævar Atli Magnússon fagnar hér öðru marka sinna í dag. Vísir/Getty Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson voru mennirnir á bakvið 3-1 sigur Lyngby á Midyjylland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lyngby er í neðsta sæti dönsku deildarinnar en gat með sigri jafnað Álaborg að stigum í töflunni. Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnsson og Alfreð Finnbogason voru allir í byrjunarliði Lyngby í dag og tveir þeir fyrstnefndu áttu heldur betur eftir að koma við sögu. Freyr Alexandersson er knattspyrnustjóri Lyngby. Sævar Atli opnaði markareikninginn þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0. Midtjylland jafnaði metin í 1-1 á 57. mínútu en ellefu mínútum fyrir leikslok skoraði Sævar Atli sitt annað mark eftir sendingu frá Kolbeini og kom Lyngby í forystu á nýjan leik. LYNGBY BOLDKLUB FORAN 0-1 VED PAUSEN Fantastisk flot første halvleg af De Kongeblå, hvor Sævar Magnusson har stået for vores føringsmål efter et sandt mønsterangreb Mere af det samme i anden halvleg, drenge #SammenForLyngby pic.twitter.com/wann9HPwNh— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) March 12, 2023 Þremur mínútum síðar fékk Junior Brumado, leikmaður Midtjylland, rautt spjald og Frederik Gytkjær innsiglaði sigur Lyngby fjórum mínútum fyrir leikslok eftir sendingu Kolbeins, hans önnur stoðsending í leiknum. Sigurinn er kærkominn fyrir Lyngby sem nú er jafnt Álaborg að stigum en liðin eru með 15 stig í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Horsens er í þriðja neðsta sætinu sjö stigum ofar. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á varamannabekk Midtjylland. Þá voru Orri Óskarsson og Atli Barkarson báðir í byrjunarliði Sönderjyske sem vann 3-2 sigur á Vendsyssel í næst efstu deild í Danmörku. Orri nældi sér í gult spjald í leiknum en báðir léku þeir félagar allan leikinn með Sönderjyske sem er í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn. Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira
Lyngby er í neðsta sæti dönsku deildarinnar en gat með sigri jafnað Álaborg að stigum í töflunni. Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnsson og Alfreð Finnbogason voru allir í byrjunarliði Lyngby í dag og tveir þeir fyrstnefndu áttu heldur betur eftir að koma við sögu. Freyr Alexandersson er knattspyrnustjóri Lyngby. Sævar Atli opnaði markareikninginn þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0. Midtjylland jafnaði metin í 1-1 á 57. mínútu en ellefu mínútum fyrir leikslok skoraði Sævar Atli sitt annað mark eftir sendingu frá Kolbeini og kom Lyngby í forystu á nýjan leik. LYNGBY BOLDKLUB FORAN 0-1 VED PAUSEN Fantastisk flot første halvleg af De Kongeblå, hvor Sævar Magnusson har stået for vores føringsmål efter et sandt mønsterangreb Mere af det samme i anden halvleg, drenge #SammenForLyngby pic.twitter.com/wann9HPwNh— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) March 12, 2023 Þremur mínútum síðar fékk Junior Brumado, leikmaður Midtjylland, rautt spjald og Frederik Gytkjær innsiglaði sigur Lyngby fjórum mínútum fyrir leikslok eftir sendingu Kolbeins, hans önnur stoðsending í leiknum. Sigurinn er kærkominn fyrir Lyngby sem nú er jafnt Álaborg að stigum en liðin eru með 15 stig í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Horsens er í þriðja neðsta sætinu sjö stigum ofar. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á varamannabekk Midtjylland. Þá voru Orri Óskarsson og Atli Barkarson báðir í byrjunarliði Sönderjyske sem vann 3-2 sigur á Vendsyssel í næst efstu deild í Danmörku. Orri nældi sér í gult spjald í leiknum en báðir léku þeir félagar allan leikinn með Sönderjyske sem er í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn.
Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira