Það má segja pjalla en það verður að þekkja orðið píka Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 3. mars 2023 08:03 Indiana Rós Ægisdóttir og Þórdís Björgvinsdóttir voru staddar í Smáralind að fræða fólk um píkuna. Til þess að valdefla og normalísera notkun á orðinu píka voru píkur þrívíddarprentaðar í Smáralindinni í gærkvöldi ásamt því að fólk gat fengið fræðslu um píkuna. Kynfræðingur segir fólk feimið við að segja orðið píka. Í gærkvöldi voru þær Þórdís Björgvinsdóttir þrívíddarprentari og Indiana Rós Ægisdóttir kynfræðingur staddar í Smáralind þar sem þær þrívíddarprentuðu píkur og ræddu við gesti og gangandi um þetta ótrúlega kynfæri. Viðburðurinn var á vegum Nathan & Olsen og Libresse sem standa að átakinu Lifi píkan en í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að það sé ótrúlegt hversu mörg nöfn hafi verið notuð til þess að komast hjá því að kalla píkuna píku. „Við viljum taka orðið píka til baka, píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa kíkti á Þórdísi og Indiönu í Smáralindinni. Aðspurð segir Indiana það ríkja tabú um píkuna. Klippa: Þrívíddarprentari prentar píkur í nafni valdeflingar „Það er svona að breytast með tímanum vonandi. En það er líka kannski orðanotkunin, fólk er feimið við að segja orðið píka. En að nota orðið er mikilvægt fyrir okkur því við eigum að bara að kalla hlutina það sem þeir heita. Líka sem forvörn gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ef börn verða fyrir kynferðisofbeldi verða þau að geta notað réttu orðin til þess að lýsa því sem hefur mögulega gerst,“ segir Indiana. Fræðslan var gerð í nafni valdeflingar en fólk gat fræðst um fullnægingar og fleiri frábæra hluti sem píkan getur gert, ekki bara um túr og piss. Þórdís segir þetta vera mjög spennandi og daginn hafa verið mjög skemmtilegan. Það hafi hins vegar reynst henni erfitt að finna módel af píku til að prenta. Ein þeirra píka sem prentuð var í Smáralindinni. „Þannig það er kannski eitthvað sem vantar, að sýna aðeins meiri áhuga á þessu frábæra líffæri okkar og koma því meira á framfæri. Ég hefði getað fundið þúsundir módela af typpum en píkur virðast ekki vera á hverju strái,“ segir Þórdís. Fjöldi fólks kíkti á prentuðu píkurnar og fékk fræðslu. Indiana segir því fólki ekki hafa fundist það óþægilegt en líklegast hafi fólkinu sem gekk fram hjá fundist það óþægilegt, þess vegna hafi það ekki komið og fengið fræðslu. „Fólk er oft að spurja af hverju það má ekki bara kalla þetta pjalla, það má alveg en við þurfum að þekkja réttu orðin líka. Og að börn þekki réttu orðin og að við getum talað um hlutina eins og þeir eru,“ segir Indiana. Kvenheilsa Kynlíf Smáralind Kópavogur Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Í gærkvöldi voru þær Þórdís Björgvinsdóttir þrívíddarprentari og Indiana Rós Ægisdóttir kynfræðingur staddar í Smáralind þar sem þær þrívíddarprentuðu píkur og ræddu við gesti og gangandi um þetta ótrúlega kynfæri. Viðburðurinn var á vegum Nathan & Olsen og Libresse sem standa að átakinu Lifi píkan en í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að það sé ótrúlegt hversu mörg nöfn hafi verið notuð til þess að komast hjá því að kalla píkuna píku. „Við viljum taka orðið píka til baka, píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa kíkti á Þórdísi og Indiönu í Smáralindinni. Aðspurð segir Indiana það ríkja tabú um píkuna. Klippa: Þrívíddarprentari prentar píkur í nafni valdeflingar „Það er svona að breytast með tímanum vonandi. En það er líka kannski orðanotkunin, fólk er feimið við að segja orðið píka. En að nota orðið er mikilvægt fyrir okkur því við eigum að bara að kalla hlutina það sem þeir heita. Líka sem forvörn gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ef börn verða fyrir kynferðisofbeldi verða þau að geta notað réttu orðin til þess að lýsa því sem hefur mögulega gerst,“ segir Indiana. Fræðslan var gerð í nafni valdeflingar en fólk gat fræðst um fullnægingar og fleiri frábæra hluti sem píkan getur gert, ekki bara um túr og piss. Þórdís segir þetta vera mjög spennandi og daginn hafa verið mjög skemmtilegan. Það hafi hins vegar reynst henni erfitt að finna módel af píku til að prenta. Ein þeirra píka sem prentuð var í Smáralindinni. „Þannig það er kannski eitthvað sem vantar, að sýna aðeins meiri áhuga á þessu frábæra líffæri okkar og koma því meira á framfæri. Ég hefði getað fundið þúsundir módela af typpum en píkur virðast ekki vera á hverju strái,“ segir Þórdís. Fjöldi fólks kíkti á prentuðu píkurnar og fékk fræðslu. Indiana segir því fólki ekki hafa fundist það óþægilegt en líklegast hafi fólkinu sem gekk fram hjá fundist það óþægilegt, þess vegna hafi það ekki komið og fengið fræðslu. „Fólk er oft að spurja af hverju það má ekki bara kalla þetta pjalla, það má alveg en við þurfum að þekkja réttu orðin líka. Og að börn þekki réttu orðin og að við getum talað um hlutina eins og þeir eru,“ segir Indiana.
Kvenheilsa Kynlíf Smáralind Kópavogur Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“