Messi hótað og fjórtán byssukúlum skotið á verslun tengdaforeldranna Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2023 08:31 Skotið var í gegnum gler verslunarinnar sem tengdaforeldrar Lionels Messi eiga. Hann var sjálfur í París í gær og æfði með liði sínu PSG. AP/Getty Byssumenn skutu á verslun tengdaforeldra Lionels Messi í Rosario í Argentínu í gær. Þeir skildu eftir hótunarbréf til argentínska knattspyrnugoðsins. Þetta hefur lögreglan í Rosario staðfest. Talið er að tveir byssumenn á mótorhjólum hafi skotið samtals fjórtán skotum að Unico-matvöruverslun snemma í gærmorgun. Foreldrar Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Messis, eiga verslunina. Engan sakaði í árásinni og ekki liggur fyrir hvers vegna byssumennirnir skutu á verslunina eða hvers vegna þeir skildu eftir hótunarbréfið til Messis. Í því stóð: „Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er dópsali. Hann mun ekki passa upp á þig.“ Javkin þessi er Pablo Javkin, borgarstjóri Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu. Hann ræddi við fjölmiðla eftir árásina í gær um aukið ofbeldi í borginni og þörfina fyrir að auka löggæslu. Hvorki Messi né Roccuzzo hafa tjáð sig um árásina að svo stöddu. Þau eru bæði frá Rosario og heimsækja borgina reglulega en eru búsett í Frakklandi þar sem Messi spilar fyrir Paris Saint-Germain. Hann mætti þar til æfinga í gærmorgun. Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í desember og var á mánudaginn kjörinn besti leikmaður heims 2022. Samningur þessa 35 ára leikmanns við PSG rennur út í sumar en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þeim möguleika hefur þó verið velt upp að ferli hans gæti lokið hjá einu af félögunum í Rosario; Newell‘s Old Boys. Argentína Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Sjá meira
Þetta hefur lögreglan í Rosario staðfest. Talið er að tveir byssumenn á mótorhjólum hafi skotið samtals fjórtán skotum að Unico-matvöruverslun snemma í gærmorgun. Foreldrar Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Messis, eiga verslunina. Engan sakaði í árásinni og ekki liggur fyrir hvers vegna byssumennirnir skutu á verslunina eða hvers vegna þeir skildu eftir hótunarbréfið til Messis. Í því stóð: „Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er dópsali. Hann mun ekki passa upp á þig.“ Javkin þessi er Pablo Javkin, borgarstjóri Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu. Hann ræddi við fjölmiðla eftir árásina í gær um aukið ofbeldi í borginni og þörfina fyrir að auka löggæslu. Hvorki Messi né Roccuzzo hafa tjáð sig um árásina að svo stöddu. Þau eru bæði frá Rosario og heimsækja borgina reglulega en eru búsett í Frakklandi þar sem Messi spilar fyrir Paris Saint-Germain. Hann mætti þar til æfinga í gærmorgun. Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í desember og var á mánudaginn kjörinn besti leikmaður heims 2022. Samningur þessa 35 ára leikmanns við PSG rennur út í sumar en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þeim möguleika hefur þó verið velt upp að ferli hans gæti lokið hjá einu af félögunum í Rosario; Newell‘s Old Boys.
Argentína Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Sjá meira