„Svo eru Addi Pé og Erlingur búsettir í Eyjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 13:30 Magnús Stefánsson var leikmaður, er aðstoðarþjálfari og verður aðalþjálfari. Vísir/Bára Dröfn Magnús Stefánsson fær stöðuhækkun hjá ÍBV í sumar en hann tekur þá við þjálfun meistaraflokks karla í handbolta eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Erlings Richardssonar undanfarin ár. Eyjamenn tilkynntu um nýjan þjálfara sinn í vikunni en vitað var að Erlingur ætlaði að hætta með liðið eftir þetta tímabil. „Þetta leggst bara mjög vel í mig því þetta er spennandi lið og geggjað umhverfi að vera í og vinna í,“ sagði Magnús Stefánsson. Bjóst hann við því að ÍBV myndi bjóða honum þetta starf svona snemma? „Þetta kom frekar snöggt upp. Ég átti ekki endilega von á því að mér yrði boðið þetta frekar en einhverjum öðrum. Það er fullt af frambærilegum og flottum þjálfurum þarna úti. Þess vegna er þetta enn meiri heiður fyrir mig að fá þetta tækifæri,“ sagði Magnús. Magnús ætti að þekkja liðið vel enda verið í kringum það lengi, bæði sem leikmaður og svo sem aðstoðarþjálfari. „Ég kem inn í þennan fasa sem fer í gangi 2011. Ég kem inn í lið sem Addi Pé (Arnar Pétursson) er með og svo koma fleiri þjálfarar þarna inn, Gunni Magg og Erlingur. Allt eru þetta frábærir þjálfarar sem ég er búinn að læra mjög mikið af,“ sagði Magnús. „Ég reyni að nýta mér það sem ég hef lært og svo eru Addi Pé og Erlingur búsettir í Eyjum og maður getur því fengið að sækja einhverja þekkingu og annað til þeirra,“ sagði Magnús. „Þetta er bara einkennandi fyrir þetta samfélag hérna að það eru allir tilbúnir að leggja hönd á plóg ef þeir geta hjálpað á annan borð,“ sagði Magnús. Ef horft er til næsta tímabilsins hvernig lítur þetta út með mannabreytingar og annað? Er að hefjast annað uppbyggingartímabil? „Breytingin á liðinu verður ekkert mikil nema að það er kominn nýr starfsmaður A á næsta ári. Það er kannski það jákvæða við það að fá innanbúðarmann því þá er hægt að halda áfram með það sem er búið er verið að byggja á. Áherslurnar verða því ekki mikið aðrar en þær eru í dag,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Magnús Stefánsson Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira
Eyjamenn tilkynntu um nýjan þjálfara sinn í vikunni en vitað var að Erlingur ætlaði að hætta með liðið eftir þetta tímabil. „Þetta leggst bara mjög vel í mig því þetta er spennandi lið og geggjað umhverfi að vera í og vinna í,“ sagði Magnús Stefánsson. Bjóst hann við því að ÍBV myndi bjóða honum þetta starf svona snemma? „Þetta kom frekar snöggt upp. Ég átti ekki endilega von á því að mér yrði boðið þetta frekar en einhverjum öðrum. Það er fullt af frambærilegum og flottum þjálfurum þarna úti. Þess vegna er þetta enn meiri heiður fyrir mig að fá þetta tækifæri,“ sagði Magnús. Magnús ætti að þekkja liðið vel enda verið í kringum það lengi, bæði sem leikmaður og svo sem aðstoðarþjálfari. „Ég kem inn í þennan fasa sem fer í gangi 2011. Ég kem inn í lið sem Addi Pé (Arnar Pétursson) er með og svo koma fleiri þjálfarar þarna inn, Gunni Magg og Erlingur. Allt eru þetta frábærir þjálfarar sem ég er búinn að læra mjög mikið af,“ sagði Magnús. „Ég reyni að nýta mér það sem ég hef lært og svo eru Addi Pé og Erlingur búsettir í Eyjum og maður getur því fengið að sækja einhverja þekkingu og annað til þeirra,“ sagði Magnús. „Þetta er bara einkennandi fyrir þetta samfélag hérna að það eru allir tilbúnir að leggja hönd á plóg ef þeir geta hjálpað á annan borð,“ sagði Magnús. Ef horft er til næsta tímabilsins hvernig lítur þetta út með mannabreytingar og annað? Er að hefjast annað uppbyggingartímabil? „Breytingin á liðinu verður ekkert mikil nema að það er kominn nýr starfsmaður A á næsta ári. Það er kannski það jákvæða við það að fá innanbúðarmann því þá er hægt að halda áfram með það sem er búið er verið að byggja á. Áherslurnar verða því ekki mikið aðrar en þær eru í dag,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Magnús Stefánsson
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Sjá meira