Stjörnurnar hver annarri skærari á rauða dreglinum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 13:30 Stjörnurnar voru hver annarri glæsilegri á rauða dreglinum í nótt. Samsett Grammy verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt. Þetta var í 65. sinn sem verðlaunin voru veitt. Að venju var öllu tjaldað til og skinu stjörnurnar sínu skærasta á rauða dreglinum. Tónlistarkonan Beyoncé var klárlega sigurvegari kvöldsins en hún hlaut fjögur verðlaun. Nú á hún hvorki meira né minna en 32 Grammy-verðlaunagripi og er hún því orðinn sá einstaklingur sem hlotið hefur flest Grammy-verðlaun. Aðrir verðlaunahafar kvöldsins voru meðal annars Harry Styles, Adele, Lizzo, Kendrick Lamar, Sam Smith og Kim Petras. Þó svo að það sé mikill sigur fyrir tónlistarfólk að fara heim með Grammy verðlaun, getur gott augnablik á rauða dreglinum verið sigur út af fyrir sig. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af best klæddu stjörnum kvöldsins. Tónlistarkonan Taylor Swift var tilnefnd til fjögurra verðlauna og fór heim með verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið fyrir stuttmynd sína við lagið All Too Well. Swift klæddist dökkbláu setti frá Roberto Cavalli sem þakið var kristöllum. Hún toppaði svo dressið með skarti frá Lorraine Schwartz sem talið er að kosti rúmar 400 milljónir íslenskar krónur.Getty/Jeff Kravitz Harry Styles var stórglæsilegur að venju. Hann klæddist þessum litríka samfesting, sem þakinn var Swarovski kristöllum, á rauða dreglinum. Hann hafði svo fataskipti áður en hann steig á svið og flutti lagið As It Was. Styles fór heim með verðlaun fyrir plötu ársins og bestu poppplötuna.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly og unnusta hans Megan Fox voru í stíl á Grammy verðlaunahátíðinni eins og svo oft áður. Kelly klæddist silfurlituðum jakkafötum frá Dolce & Gabbana, á meðan Fox klæddist hvítum kjól með silfurlituðum smáatriðum frá Zuhair Murad. Kelly var tilnefndur fyrir rokkplötu ársins.Getty/Kevin Mazur Stórsöngkonan Adele var stórglæsileg í rauðum kjól úr smiðju Louis Vuitton. Hér stillir hún sér upp með Grammy verðlaunum sem hún vann fyrir besta poppsóló flutninginn fyrir lagið Easy On Me. Adele hafði ekki verið tilnefnd til verðlaunanna síðan hún sópaði að sér verðlaunum árið 2017.Getty/Alberto E. Rodriguez Jennifer Lopez mætti ekki á rauða dregilinn, heldur mætti hún rétt áður en hún átti að kynna fyrstu verðlaun kvöldsins. Hún var stórglæsileg að venju, að þessu sinni klædd í bláan Gucci kjól með síðu slöri. J.Lo mætti á hátíðina með eiginmanni sínum Ben Affleck.Getty/Phillip Faraone Það er óhætt að segja að tónlistarkoan Lizzo hafi stolið senunni á rauða dreglinum í þessu Dolce & Gabbana dressi. Undir skikkjunni var Lizzo í klassískum, appelsínugulum kjól og var hún stórglæsileg.Getty/Axelle/Bauer-Griffin Stórstjarnan Sam Smith átti eitt af eftirtektarverðustu lúkkum kvöldsins. Hán mætti ásamt tónlistarkonunni Kim Petras og dragdrottningunum Violet Chachki og Gottmilk. Smith og Petras unnu til verðlauna fyrir popp dúett ársins fyrir lag sitt Unholy sem þau fluttu á hátíðinni.Getty/Jeff Kravitz Cardi B var klárlega ein af best klæddu stjörnum kvöldsins. Tónlistarkonan var klædd í bláan kjól úr smiðju indverska hönnuðarins Gaurav Gupta. Hún mætti ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Offset. Cardi B var vissulega ekki tilnefnd til verðlauna í þetta skiptið en það má þó segja að hún hafi komið, séð og sigrað rauða dregilinn.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarkonan Doja Cat er óhrædd við að fara nýjar leiðir í klæðaburði og því er alltaf spennandi að sjá hverju hún klæðist. Að þessu sinni var hún klædd í svartan vilyn síðkjól í hafmeyjustíl frá Atelier Versace.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarkonan Bebe Rexha minnti á Barbie dúkku frá áttunda áratugnum en það var innblásturinn að hennar eigin sögn. Hún var stórglæsileg í bleikum kjól frá Moschino, með hanska í stíl og stóra hringeyrnalokka.Getty/Matt Winkelmeyer Kántrísöngkonan Shania Twain vakti mikla athygli í þessu áhugaverða pallíettu dressi frá Harris Reed, með hatt í stíl. Getty/Jeff Kravitz Hin nýbakaða móðir Paris Hilton lét sig ekki vanta á Grammy verðlaunahátíðina. Hilton klæddist glitrandi síðkjól úr smiðju Celine.Getty/Lester Cohen Tónlistarmaðurinn Pharrel Williams klæddist setti frá Ernest W. Baker og toppaði lúkkið með sólgleraugum.Getty/Jon Kopaloff Tónlistarkonan Mary J. Blige var sérstakur gestur á hátíðinni þar sem haldið var upp á 50 ára afmæli hip-hopsins.Getty/Jeff Kravitz Ofurfyrirsætan Heidi Klum glitraði í þessum glæsilega kjól frá hönnuðunum The Blonds. Þá var hún með fallega strandarliði í hárinu sem passaði vel við kjólinn.Getty/Allen J. Schaben Hollywood Tíska og hönnun Grammy-verðlaunin Tengdar fréttir Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. 6. febrúar 2023 06:35 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé var klárlega sigurvegari kvöldsins en hún hlaut fjögur verðlaun. Nú á hún hvorki meira né minna en 32 Grammy-verðlaunagripi og er hún því orðinn sá einstaklingur sem hlotið hefur flest Grammy-verðlaun. Aðrir verðlaunahafar kvöldsins voru meðal annars Harry Styles, Adele, Lizzo, Kendrick Lamar, Sam Smith og Kim Petras. Þó svo að það sé mikill sigur fyrir tónlistarfólk að fara heim með Grammy verðlaun, getur gott augnablik á rauða dreglinum verið sigur út af fyrir sig. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af best klæddu stjörnum kvöldsins. Tónlistarkonan Taylor Swift var tilnefnd til fjögurra verðlauna og fór heim með verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið fyrir stuttmynd sína við lagið All Too Well. Swift klæddist dökkbláu setti frá Roberto Cavalli sem þakið var kristöllum. Hún toppaði svo dressið með skarti frá Lorraine Schwartz sem talið er að kosti rúmar 400 milljónir íslenskar krónur.Getty/Jeff Kravitz Harry Styles var stórglæsilegur að venju. Hann klæddist þessum litríka samfesting, sem þakinn var Swarovski kristöllum, á rauða dreglinum. Hann hafði svo fataskipti áður en hann steig á svið og flutti lagið As It Was. Styles fór heim með verðlaun fyrir plötu ársins og bestu poppplötuna.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly og unnusta hans Megan Fox voru í stíl á Grammy verðlaunahátíðinni eins og svo oft áður. Kelly klæddist silfurlituðum jakkafötum frá Dolce & Gabbana, á meðan Fox klæddist hvítum kjól með silfurlituðum smáatriðum frá Zuhair Murad. Kelly var tilnefndur fyrir rokkplötu ársins.Getty/Kevin Mazur Stórsöngkonan Adele var stórglæsileg í rauðum kjól úr smiðju Louis Vuitton. Hér stillir hún sér upp með Grammy verðlaunum sem hún vann fyrir besta poppsóló flutninginn fyrir lagið Easy On Me. Adele hafði ekki verið tilnefnd til verðlaunanna síðan hún sópaði að sér verðlaunum árið 2017.Getty/Alberto E. Rodriguez Jennifer Lopez mætti ekki á rauða dregilinn, heldur mætti hún rétt áður en hún átti að kynna fyrstu verðlaun kvöldsins. Hún var stórglæsileg að venju, að þessu sinni klædd í bláan Gucci kjól með síðu slöri. J.Lo mætti á hátíðina með eiginmanni sínum Ben Affleck.Getty/Phillip Faraone Það er óhætt að segja að tónlistarkoan Lizzo hafi stolið senunni á rauða dreglinum í þessu Dolce & Gabbana dressi. Undir skikkjunni var Lizzo í klassískum, appelsínugulum kjól og var hún stórglæsileg.Getty/Axelle/Bauer-Griffin Stórstjarnan Sam Smith átti eitt af eftirtektarverðustu lúkkum kvöldsins. Hán mætti ásamt tónlistarkonunni Kim Petras og dragdrottningunum Violet Chachki og Gottmilk. Smith og Petras unnu til verðlauna fyrir popp dúett ársins fyrir lag sitt Unholy sem þau fluttu á hátíðinni.Getty/Jeff Kravitz Cardi B var klárlega ein af best klæddu stjörnum kvöldsins. Tónlistarkonan var klædd í bláan kjól úr smiðju indverska hönnuðarins Gaurav Gupta. Hún mætti ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Offset. Cardi B var vissulega ekki tilnefnd til verðlauna í þetta skiptið en það má þó segja að hún hafi komið, séð og sigrað rauða dregilinn.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarkonan Doja Cat er óhrædd við að fara nýjar leiðir í klæðaburði og því er alltaf spennandi að sjá hverju hún klæðist. Að þessu sinni var hún klædd í svartan vilyn síðkjól í hafmeyjustíl frá Atelier Versace.Getty/Jeff Kravitz Tónlistarkonan Bebe Rexha minnti á Barbie dúkku frá áttunda áratugnum en það var innblásturinn að hennar eigin sögn. Hún var stórglæsileg í bleikum kjól frá Moschino, með hanska í stíl og stóra hringeyrnalokka.Getty/Matt Winkelmeyer Kántrísöngkonan Shania Twain vakti mikla athygli í þessu áhugaverða pallíettu dressi frá Harris Reed, með hatt í stíl. Getty/Jeff Kravitz Hin nýbakaða móðir Paris Hilton lét sig ekki vanta á Grammy verðlaunahátíðina. Hilton klæddist glitrandi síðkjól úr smiðju Celine.Getty/Lester Cohen Tónlistarmaðurinn Pharrel Williams klæddist setti frá Ernest W. Baker og toppaði lúkkið með sólgleraugum.Getty/Jon Kopaloff Tónlistarkonan Mary J. Blige var sérstakur gestur á hátíðinni þar sem haldið var upp á 50 ára afmæli hip-hopsins.Getty/Jeff Kravitz Ofurfyrirsætan Heidi Klum glitraði í þessum glæsilega kjól frá hönnuðunum The Blonds. Þá var hún með fallega strandarliði í hárinu sem passaði vel við kjólinn.Getty/Allen J. Schaben
Hollywood Tíska og hönnun Grammy-verðlaunin Tengdar fréttir Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. 6. febrúar 2023 06:35 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. 6. febrúar 2023 06:35