Greenwood æfir hvorki né spilar fyrr en rannsókn United lýkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2023 18:01 Mason Greenwood er laus allra mála en fær hvorki að æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli hans. Visionhaus/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun hvorki æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli leikmannsins. Þetta fullyrðir íþróttablaðamaðurinn Rob Dawson hjá ESPN. Fyrr í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafi verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood will not be play or train with United until the club have completed their own internal investigation. No timeframe for how long that will last.— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) February 2, 2023 Manchester United sendi svo frá sér stuttorða yfirlýsingu á heimasíðu sinni eftir að mál Greenwoods var fellt niður þar sem kemur fram að félagið taki til greina að mál leikmannsins hafi verið fellt niður, en að félagið muni nú fara í gegnum sitt eigið ferli áður en tekin verði ákvörðun um næstu skref. Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Hann var svo handtekinn þann 15. október á síðasta ári áður en honum var sleppt gegn því skilyrði að hann yrði ekki í sambandi við nein vitni. Þar á meðal samþykkti hann að vera ekki í sambandi við konuna sem hin meintu brot beindust gegn. Þá var Greenwood einnig gert að halda til á heimili sínu í Bowdon. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Greenwood sleppt gegn tryggingu Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu. 19. október 2022 09:16 Greenwood í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi. 17. október 2022 17:46 Greenwood ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári. 15. október 2022 16:10 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira
Þetta fullyrðir íþróttablaðamaðurinn Rob Dawson hjá ESPN. Fyrr í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafi verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood will not be play or train with United until the club have completed their own internal investigation. No timeframe for how long that will last.— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) February 2, 2023 Manchester United sendi svo frá sér stuttorða yfirlýsingu á heimasíðu sinni eftir að mál Greenwoods var fellt niður þar sem kemur fram að félagið taki til greina að mál leikmannsins hafi verið fellt niður, en að félagið muni nú fara í gegnum sitt eigið ferli áður en tekin verði ákvörðun um næstu skref. Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Hann var svo handtekinn þann 15. október á síðasta ári áður en honum var sleppt gegn því skilyrði að hann yrði ekki í sambandi við nein vitni. Þar á meðal samþykkti hann að vera ekki í sambandi við konuna sem hin meintu brot beindust gegn. Þá var Greenwood einnig gert að halda til á heimili sínu í Bowdon.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Greenwood sleppt gegn tryggingu Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu. 19. október 2022 09:16 Greenwood í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi. 17. október 2022 17:46 Greenwood ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári. 15. október 2022 16:10 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira
Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29
Greenwood sleppt gegn tryggingu Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu. 19. október 2022 09:16
Greenwood í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi. 17. október 2022 17:46
Greenwood ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári. 15. október 2022 16:10