Bönnuðu konum að mæta á leiki en ætla nú að vera styrktaraðili HM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 10:30 Sveindís Jane Jónsdóttir umkringd leikmönnum Portúgals þegar þær portúgölsku gerðu út um HM-drauma íslensku stelpnanna. Vísir/Vilhelm Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að styrkja enn frekar tengsl sín við Sádi-Arabíu með því að taka Sáda inn í hóp styrktaraðila sína á komandi heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Ferðamálaráð Sádi-Arabíu mun styrkja HM kvenna sem fer fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar. Mörgum finnst þetta frekar hjákátlegt vegna hryllilegrar sögu landsins að kúga konur sínar. Þekkt dæmi var þegar konur máttu ekki einu sinni fá að að mæta á fótboltaleiki. Saudia Arabia s tourist authority is to sponsor the Women s World Cup in Australia and New Zealand this year, despite the country s history of oppression of women s rights.Story: @PaulMac https://t.co/mkdPBTqIk0— Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2023 Engu að síður mun Sádi-Arabía bætast í hóp styrktaraðila HM eins og Adidas, Coca-Cola og Visa. 32 þjóðir keppa á HM 2023 og fyrsti leikurinn fer fram á Eden Park í Auckland borg á Nýja Sjáland fyrir framan fimmtíu þúsund manns. Konur í Sádi-Arabíu hafa öðlast mun fleiri réttindi á síðustu árum eins og að mega keyra bíla og mæta á fótboltaleiki. Þær mega líka loksins sækja um vegabréf og ferðast sjálfar án þess að vera alltaf í fylgd karlkyns forráðamanns. Það eru samt margar hömlur á sjálfsögðum mannréttindum kvenna í landinu. Þær þurfa þannig að fá leyfi til að giftast eða leita ákveðnar læknishjálpar. Karlmenn geta líka leitað réttar síns ef konur hlýða þeim ekki eða skila sér ekki heim á vissum tíma. Fyrsta kvennadeildin í fótbolta var stofnuð í Sádi-Arabíu árið 2020 og kvennalandslið Sádi-Arabíu vann fjögurra þjóða mót á dögunum sem skilaði landsliði þjóðarinnar sæti á FIFA-listanum í fyrsta sinn. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sjá meira
Ferðamálaráð Sádi-Arabíu mun styrkja HM kvenna sem fer fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar. Mörgum finnst þetta frekar hjákátlegt vegna hryllilegrar sögu landsins að kúga konur sínar. Þekkt dæmi var þegar konur máttu ekki einu sinni fá að að mæta á fótboltaleiki. Saudia Arabia s tourist authority is to sponsor the Women s World Cup in Australia and New Zealand this year, despite the country s history of oppression of women s rights.Story: @PaulMac https://t.co/mkdPBTqIk0— Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2023 Engu að síður mun Sádi-Arabía bætast í hóp styrktaraðila HM eins og Adidas, Coca-Cola og Visa. 32 þjóðir keppa á HM 2023 og fyrsti leikurinn fer fram á Eden Park í Auckland borg á Nýja Sjáland fyrir framan fimmtíu þúsund manns. Konur í Sádi-Arabíu hafa öðlast mun fleiri réttindi á síðustu árum eins og að mega keyra bíla og mæta á fótboltaleiki. Þær mega líka loksins sækja um vegabréf og ferðast sjálfar án þess að vera alltaf í fylgd karlkyns forráðamanns. Það eru samt margar hömlur á sjálfsögðum mannréttindum kvenna í landinu. Þær þurfa þannig að fá leyfi til að giftast eða leita ákveðnar læknishjálpar. Karlmenn geta líka leitað réttar síns ef konur hlýða þeim ekki eða skila sér ekki heim á vissum tíma. Fyrsta kvennadeildin í fótbolta var stofnuð í Sádi-Arabíu árið 2020 og kvennalandslið Sádi-Arabíu vann fjögurra þjóða mót á dögunum sem skilaði landsliði þjóðarinnar sæti á FIFA-listanum í fyrsta sinn.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sjá meira