„Snýst um að mjólka hverja einustu tilfinningu sem ég finn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. janúar 2023 20:00 Tónlistarkonan Kristín Sesselja semur og syngur tilfinningaríkt popp. Ingrid Marie „Ég var búin að vera að ganga í gegnum ástarsorg og fannst þetta mjög erfitt allt saman. En á sama tíma var það líka pirrandi því ég nennti ekkert að mér liði illa lengur,“ segir tónlistarkonan Kristín Sesselja sem var að senda frá sér lagið „I'm Still Me“. Kristín Sesselja hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og var sem dæmi valin Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum árið 2021. Í fyrra flutti Kristín til Osló þar sem hún er búin að skrifa undir samning við plötufyrirtækið Balance It Out. Hér má heyra lagið I'm Still Me: Klippa: Kristín Sesselja - I'm Still Me Mun alltaf getað stólað á sig Kristín Sesselja samdi bæði lag og texta fyrir I’m still me sem hún lýsir sem sjálfseflandi popp/pönk lagi. Í gegnum lagið tjáir Kristín sig um ástarsorg sem hún hefur fengið nóg af og ákveður að nú sé komin tími til að hætta að gráta og rífa sig upp úr þessum leiðindum, eftir allt saman sé hún jú enn þá hún sjálf og mun alltaf getað stólað á sjálfa sig. Kristín Sesselja samdi lagið um ástarsorg og að rísa upp.Ingrid Marie Lagið er húmorískt en hvetur hlustandann líka til að finna allar tilfinningar sínar því að það sé eina leiðin til að komast yfir ástarsorgina. „Ég ákvað að semja þetta lag um hvað ég væri frábær og að ég gæti komist í gegnum þetta, eiginlega bara smá til að manifesta að það yrði allt í lagi. Ég hugsaði bara að ég hefði komist í gegnum svo margt og að þrátt fyrir að ég hefði ekki hann þá hafði ég mig,“ segir Kristín og bætir við: „Mér fannst líka gaman að setja eitthvað svona létt twist á alla sorgina. Lagið byrjar á línunni „I’ve been doing yoga, well I only did it twice“, sem mér finnst fyndin lína. Það er kannski meira bak við hana því ég prófaði að fara í jóga með mömmu því ég var með svo mikinn kvíða eftir sambandsslitin. Boðskapurinn er svolítið um að það sé gott að tala um erfiðu hlutina, maður þurfi að díla við þá og ekki ýta þeim niður til þess að komast yfir þá.“ Kristín Sesselja segir mikilvægt að tala um erfiðu hlutina.Ingrid Marie Kristín segir textana sína alltaf vera mjög persónulega og sækir hún innblástur í það sem hún er að ganga í gegnum hverju sinni. „Þegar það er aðeins rólegra í mínu lífi þá lít ég á líf annara til að fá innblástur. Til dæmis hjá vinum og svo líka bara í bókum eða þáttum og reyni að finna einhvern vinkil á það sem annað fólk er að ganga í gegnum. Svo snýst þetta líka bara svolítið um að mjólka hverja einustu tilfinningu sem ég finn og gera hana að einhverju meira en hún er ef mig vantar eitthvað til að semja um.“ Kristín Sesselja stefnir á nýja EP plötu á árinu.Ingrid Marie Það er ýmislegt fram undan hjá þessari tónlistarkonu. „Ég er að fara að gefa út EP plötu á árinu með fullt af lögum um þennan tilfinningarússíbana. Svo er ég aðeins komin aðeins heim frá Osló, þar sem er búin að búa í eitt ár, til að vinna í verkefnum á Íslandi,“ segir Kristín Sesselja að lokum. Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir „Lagið er algjör ástarjátning“ Söngkonan Kristín Sesselja gaf út lagið Rectangular Bathroom Tiles síðastliðinn föstudag. Í laginu sækir hún meðal annars innblástur í ástina, samtöl við fyrrverandi kærastann sinn og hornréttar baðherbergis flísar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og lífinu. 11. október 2022 14:31 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Kristín Sesselja hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og var sem dæmi valin Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum árið 2021. Í fyrra flutti Kristín til Osló þar sem hún er búin að skrifa undir samning við plötufyrirtækið Balance It Out. Hér má heyra lagið I'm Still Me: Klippa: Kristín Sesselja - I'm Still Me Mun alltaf getað stólað á sig Kristín Sesselja samdi bæði lag og texta fyrir I’m still me sem hún lýsir sem sjálfseflandi popp/pönk lagi. Í gegnum lagið tjáir Kristín sig um ástarsorg sem hún hefur fengið nóg af og ákveður að nú sé komin tími til að hætta að gráta og rífa sig upp úr þessum leiðindum, eftir allt saman sé hún jú enn þá hún sjálf og mun alltaf getað stólað á sjálfa sig. Kristín Sesselja samdi lagið um ástarsorg og að rísa upp.Ingrid Marie Lagið er húmorískt en hvetur hlustandann líka til að finna allar tilfinningar sínar því að það sé eina leiðin til að komast yfir ástarsorgina. „Ég ákvað að semja þetta lag um hvað ég væri frábær og að ég gæti komist í gegnum þetta, eiginlega bara smá til að manifesta að það yrði allt í lagi. Ég hugsaði bara að ég hefði komist í gegnum svo margt og að þrátt fyrir að ég hefði ekki hann þá hafði ég mig,“ segir Kristín og bætir við: „Mér fannst líka gaman að setja eitthvað svona létt twist á alla sorgina. Lagið byrjar á línunni „I’ve been doing yoga, well I only did it twice“, sem mér finnst fyndin lína. Það er kannski meira bak við hana því ég prófaði að fara í jóga með mömmu því ég var með svo mikinn kvíða eftir sambandsslitin. Boðskapurinn er svolítið um að það sé gott að tala um erfiðu hlutina, maður þurfi að díla við þá og ekki ýta þeim niður til þess að komast yfir þá.“ Kristín Sesselja segir mikilvægt að tala um erfiðu hlutina.Ingrid Marie Kristín segir textana sína alltaf vera mjög persónulega og sækir hún innblástur í það sem hún er að ganga í gegnum hverju sinni. „Þegar það er aðeins rólegra í mínu lífi þá lít ég á líf annara til að fá innblástur. Til dæmis hjá vinum og svo líka bara í bókum eða þáttum og reyni að finna einhvern vinkil á það sem annað fólk er að ganga í gegnum. Svo snýst þetta líka bara svolítið um að mjólka hverja einustu tilfinningu sem ég finn og gera hana að einhverju meira en hún er ef mig vantar eitthvað til að semja um.“ Kristín Sesselja stefnir á nýja EP plötu á árinu.Ingrid Marie Það er ýmislegt fram undan hjá þessari tónlistarkonu. „Ég er að fara að gefa út EP plötu á árinu með fullt af lögum um þennan tilfinningarússíbana. Svo er ég aðeins komin aðeins heim frá Osló, þar sem er búin að búa í eitt ár, til að vinna í verkefnum á Íslandi,“ segir Kristín Sesselja að lokum.
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir „Lagið er algjör ástarjátning“ Söngkonan Kristín Sesselja gaf út lagið Rectangular Bathroom Tiles síðastliðinn föstudag. Í laginu sækir hún meðal annars innblástur í ástina, samtöl við fyrrverandi kærastann sinn og hornréttar baðherbergis flísar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og lífinu. 11. október 2022 14:31 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Lagið er algjör ástarjátning“ Söngkonan Kristín Sesselja gaf út lagið Rectangular Bathroom Tiles síðastliðinn föstudag. Í laginu sækir hún meðal annars innblástur í ástina, samtöl við fyrrverandi kærastann sinn og hornréttar baðherbergis flísar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og lífinu. 11. október 2022 14:31