Ástkært lið Selfoss jarðað í Seinni bylgjunni: „Algjör hauskúpuleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 16:00 Selfyssingar skoruðu aðeins fjögur mörk í öllum fyrri hálfleiknum, en fengu 23 mörk á sig. Stöð 2 Sport „Ástkært handknattleikslið okkar, kvennalið Selfoss, var á laugardaginn jarðað í Set-höllinni. Viðstaddir upplifðu erfiðan dag. Aðstandendur senda innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Blóm og kransar hafa verið afþakkaðir.“ Svona hóf Svava Kristín Gretarsdóttir, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, umfjöllunina um leik Selfoss og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í þætti gærdagsins. Undir ómuðu Dánarfregnir og jarðarfarir og sérfræðingunum var nánast orða vant eftir að fyrri hálfleikur leiksins var rifjaður upp, en ÍBV vann hann 23-4. Lokatölur leiksins urðu svo 40-19, og varði Marta Wawrzynkowska 28 skot í marki Eyjakvenna. Svava velti upp þeirri spurningu hvað í ósköpunum hefði gengið á hjá leikmönnum Selfoss: „Við erum búin að tala þessa leikmenn svo upp. Við skiljum ekki af hverju þessi liðsframmistaða skilar sér ekki inni á vellinum,“ sagði Svava og Sigurlaug Rúnarsdóttir tók við boltanum: „Þetta er ágætlega mannað lið en það er því miður einhvern veginn ekkert að ganga upp. Það vantar betri strúktúr og þær þurfa basically að laga um það bil allt, eftir þennan leik. Þetta var erfitt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Jarðarför á Selfossi Blásið út eftir leik eða endursýning daginn eftir? „Ég ætla rétt að vona að botninum sé náð eftir þetta,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson og hélt áfram: „Þetta er algjör hauskúpuleikur sem þær lenda í; Marta í stuði í markinu og það gengur ekkert upp. Maður hefur haft tvenns konar þjálfara í gegnum tíðina. Önnur týpan hefði inni í klefa eftir leik blásið út og svo væri það bara búið, afgreitt og næsti leikur. Hin týpan hefði látið mann mæta klukkan 9:30 á sunnudagsmorgninum til að horfa á leikinn, frá upphafi til enda. Það er spurning hvaða leið verður farin en ég held að eina leiðin sé upp á við. Stundum þegar þú færð svona hauskúpuleik þá er það ömurlegt þegar á því stendur, en það léttir kannski ákveðnu fargi af manni.“ Sigurlaug sagði að búast mætti við því að nýliðar fái skell, þó að hún hafi ekki búist við svona slæmu tapi hjá Selfyssingum: „Ég held að þetta sé þekkt hjá nýliðum, að fá einn svona leik þar sem maður steinliggur. En ég bjóst við meira af Selfossliðinu. Mér finnst þær vel mannaðar. Þær byrjuðu tímabilið svolítið vel, á sigurleik, og svo tíndust hægt og rólega fleiri leikmenn inn. En þeim til varnar þá áttu þær ágætis sóknir í fyrri hálfleiknum en Marta var svolítið mikið fyrir þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan ÍBV UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Svona hóf Svava Kristín Gretarsdóttir, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, umfjöllunina um leik Selfoss og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í þætti gærdagsins. Undir ómuðu Dánarfregnir og jarðarfarir og sérfræðingunum var nánast orða vant eftir að fyrri hálfleikur leiksins var rifjaður upp, en ÍBV vann hann 23-4. Lokatölur leiksins urðu svo 40-19, og varði Marta Wawrzynkowska 28 skot í marki Eyjakvenna. Svava velti upp þeirri spurningu hvað í ósköpunum hefði gengið á hjá leikmönnum Selfoss: „Við erum búin að tala þessa leikmenn svo upp. Við skiljum ekki af hverju þessi liðsframmistaða skilar sér ekki inni á vellinum,“ sagði Svava og Sigurlaug Rúnarsdóttir tók við boltanum: „Þetta er ágætlega mannað lið en það er því miður einhvern veginn ekkert að ganga upp. Það vantar betri strúktúr og þær þurfa basically að laga um það bil allt, eftir þennan leik. Þetta var erfitt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Jarðarför á Selfossi Blásið út eftir leik eða endursýning daginn eftir? „Ég ætla rétt að vona að botninum sé náð eftir þetta,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson og hélt áfram: „Þetta er algjör hauskúpuleikur sem þær lenda í; Marta í stuði í markinu og það gengur ekkert upp. Maður hefur haft tvenns konar þjálfara í gegnum tíðina. Önnur týpan hefði inni í klefa eftir leik blásið út og svo væri það bara búið, afgreitt og næsti leikur. Hin týpan hefði látið mann mæta klukkan 9:30 á sunnudagsmorgninum til að horfa á leikinn, frá upphafi til enda. Það er spurning hvaða leið verður farin en ég held að eina leiðin sé upp á við. Stundum þegar þú færð svona hauskúpuleik þá er það ömurlegt þegar á því stendur, en það léttir kannski ákveðnu fargi af manni.“ Sigurlaug sagði að búast mætti við því að nýliðar fái skell, þó að hún hafi ekki búist við svona slæmu tapi hjá Selfyssingum: „Ég held að þetta sé þekkt hjá nýliðum, að fá einn svona leik þar sem maður steinliggur. En ég bjóst við meira af Selfossliðinu. Mér finnst þær vel mannaðar. Þær byrjuðu tímabilið svolítið vel, á sigurleik, og svo tíndust hægt og rólega fleiri leikmenn inn. En þeim til varnar þá áttu þær ágætis sóknir í fyrri hálfleiknum en Marta var svolítið mikið fyrir þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan ÍBV UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira