Skýrsla Henrys: Séra Palicka sá um útför íslenska liðsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2023 23:01 Það var ekki nóg að rífa treyjur sænska liðsins í kvöld. vísir/vilhelm Draumur íslenska liðsins á HM varð að martröð í kvöld. Tap gegn Svíum og ballinu í raun lokið í Svíþjóð. Það eru gríðarleg vonbrigði. Svíagrýlan er víst ekki alveg dauð eftir allt saman. Slæm tíðindi bárust rétt fyrir leik að Aron Pálmarsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Ómar Ingi Magnússon byrjaði en kom svo ekki aftur við sögu vegna meiðsla. Þung högg. Þrátt fyrir það spilaði liðið nokkuð vel. Kom sér nánast alltaf í færi og leiddi um tíma í fyrri hálfleik. Þá héldu flestir að það væri eitthvað stórkostlegt að gerast. Því miður voru þær væntingar byggðar á sandi eins og alþjóð veit. Það er ekki nóg að skapa færi. Það þarf að nýta þau líka. Það gekk illa. Það er orðið langt síðan sænskur markvörður lék liðið grátt en sá gamli draugur lét á sér kræla í dag. Andreas Palicka var algjörlega stórkostlegur. Með fáranlega varða bolta. Algjörlega óþolandi að sjá sænskan markvörð jarða okkur á nýjan leik. Strákarnir skildu allt eftir á gólfinu en þegar upp var staðið var það einfaldlega ekki nóg. Þeir skutu sig fast í fótinn með því að klúðra öllum þessum dauðafærum. Þegar miðjuskot klikkaði hjá Elliða vissi þjóðin að þetta yrði ekki okkar kvöld. Gísli Þorgeir bar liðið á herðum sér allan leikinn. Lygileg frammistaða hjá þessum einstaka leikmanni. Bjarki Már Elísson var síðan sá eini sem virtist kunna leiðina fram hjá Palicka. Donni átti flotta innkomu og hefði mátt spila meira. Aðrar skyttur voru á köflum allt of ragar og komu með lítið að borðinu. Þetta mót tapaðist ekki í Scandinavium í kvöld. Það var átján mínútna martröðin í Kristianstad Arena gegn Ungverjum sem verður liðinu að falli. Þar féll Guðmundur á prófinu með því að grípa ekki í taumana þegar bálið logaði. Hann kom á mótið með leikáætlun sem átti að skila liðinu áfram. Hún gekk ekki upp og hann verður að axla ábyrgð á því. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Slæm tíðindi bárust rétt fyrir leik að Aron Pálmarsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Ómar Ingi Magnússon byrjaði en kom svo ekki aftur við sögu vegna meiðsla. Þung högg. Þrátt fyrir það spilaði liðið nokkuð vel. Kom sér nánast alltaf í færi og leiddi um tíma í fyrri hálfleik. Þá héldu flestir að það væri eitthvað stórkostlegt að gerast. Því miður voru þær væntingar byggðar á sandi eins og alþjóð veit. Það er ekki nóg að skapa færi. Það þarf að nýta þau líka. Það gekk illa. Það er orðið langt síðan sænskur markvörður lék liðið grátt en sá gamli draugur lét á sér kræla í dag. Andreas Palicka var algjörlega stórkostlegur. Með fáranlega varða bolta. Algjörlega óþolandi að sjá sænskan markvörð jarða okkur á nýjan leik. Strákarnir skildu allt eftir á gólfinu en þegar upp var staðið var það einfaldlega ekki nóg. Þeir skutu sig fast í fótinn með því að klúðra öllum þessum dauðafærum. Þegar miðjuskot klikkaði hjá Elliða vissi þjóðin að þetta yrði ekki okkar kvöld. Gísli Þorgeir bar liðið á herðum sér allan leikinn. Lygileg frammistaða hjá þessum einstaka leikmanni. Bjarki Már Elísson var síðan sá eini sem virtist kunna leiðina fram hjá Palicka. Donni átti flotta innkomu og hefði mátt spila meira. Aðrar skyttur voru á köflum allt of ragar og komu með lítið að borðinu. Þetta mót tapaðist ekki í Scandinavium í kvöld. Það var átján mínútna martröðin í Kristianstad Arena gegn Ungverjum sem verður liðinu að falli. Þar féll Guðmundur á prófinu með því að grípa ekki í taumana þegar bálið logaði. Hann kom á mótið með leikáætlun sem átti að skila liðinu áfram. Hún gekk ekki upp og hann verður að axla ábyrgð á því.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira