Sveindís Jane í þætti UEFA um stjörnur kvennaboltans: Stolt að vera blönduð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 11:30 Sveindís Jane Jónsdóttir er á myndinni fyrir annan þáttinn þar sem er fjallað um kvennafótbolta á Norðurlöndum. UEFA Íslenski landsliðsframherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir er andlit íslenskrar knattspyrnu í nýjum heimildaþáttum evrópska knattspyrnusambandsins. Sveindís Jane kemur nefnilega fram í öðrum þætti heimildarþáttarraðarinnar EQUALS (Jafningjar) sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu en þeim þætti er fjallað um Norðurlöndin. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að kvennafótboltanum og bæði Noregur og Svíþjóð hafa orðið Evrópumeistarar, Danir hafa komist alla leið í úrslitaleikinn, Finnar fóru einu sinni í undanúrslitin og Ísland hefur verið með á síðustu fjórum Evrópumótum. Í þættinum um Norðurlöndin velta menn fyrir sér hvað gerir Norðurlandaþjóðirnar einstakar og af hverju þær hafa náð svo góðum árangri á stóra sviði kvennafótboltans. Rætt er við knattspyrnukonurnar Ödu Hegerberg frá Noregi, Mögdu Erikkson frá Svíþjóð, Sveindísi Jane, Lindu Sallstrom frá Finnlandi og Pernille Harder frá Danmörku. Sveindís er því þarna í frábærum hópi. Sveindís Jane er heimsótt til Keflavíkur þar sem hún ólst upp og spilaði sín fyrstu tímabil í meistaraflokki. Hún sést heima við og í göngutúr upp að goðstöðvunum á Reykjanesi. Sveindís er fulltrúi íslenska landsliðsins í heimildarþáttunum EQUALS sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu. Hér má horfa á þáttinn um Norðurlöndin https://t.co/jJoTR5Cek9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023 „Ég held að hugarfarið okkar skiptir máli. Við viljum alltaf gera okkar besta og erum líkamlega sterkar inn á vellinum. Í sambandi við íslenska liðið þá höfum við alltaf verið þekktar fyrir að láta finna aðeins fyrir okkur en við erum að þróa okkar leik og við viljum spila góðan fótbolta líka,“ sagði Sveindís Jane. „Ég er fædd á Íslandi en mamma mín kemur frá Gana. Ég er fimmtíu-fimmtíu, ég er blönduð og ég er mjög stolt af því,“ sagði Sveindís. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og að flytja í burtu frá þeim svona ung hefur verið erfitt fyrir mig. Ég var samt heppnin að kærastinn minn kom með mér út til Þýskalands,“ sagði Sveindís. „Ég held að þetta hafi kallað á það að ég fullorðnaðist fyrr sem er gott mál,“ sagði Sveindís. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur yngri stelpurnar að hlusta á þær eldri og reyndari í landsliðinu þegar þær tala um það hvernig þetta var allt þegar þær voru yngri. Hvað mikið hefur breyst og þær voru að berjast fyrir betri dögum fyrir okkur,“ sagði Sveindís. „Þegar ég verð eldri þá ætla ég líka að berjast fyrir betri dögum fyrir yngri stelpurnar. Það er mér mjög mikilvægt að kvennafótboltinn haldi áfram að vaxa,“ sagði Sveindís. Heimildarþáttarröðin inniheldur alls sjö þætti og þar er farið yfir kvennafótboltann alls staðar að í heiminum en það eru fáar íþróttagreinar í veröldinni sem eru á jafn mikilli uppleið og hann. Það má horfa á þáttinn með því að smella hér en það þarf að skrá sig inn til að horfa. Landslið kvenna í fótbolta UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Sveindís Jane kemur nefnilega fram í öðrum þætti heimildarþáttarraðarinnar EQUALS (Jafningjar) sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu en þeim þætti er fjallað um Norðurlöndin. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að kvennafótboltanum og bæði Noregur og Svíþjóð hafa orðið Evrópumeistarar, Danir hafa komist alla leið í úrslitaleikinn, Finnar fóru einu sinni í undanúrslitin og Ísland hefur verið með á síðustu fjórum Evrópumótum. Í þættinum um Norðurlöndin velta menn fyrir sér hvað gerir Norðurlandaþjóðirnar einstakar og af hverju þær hafa náð svo góðum árangri á stóra sviði kvennafótboltans. Rætt er við knattspyrnukonurnar Ödu Hegerberg frá Noregi, Mögdu Erikkson frá Svíþjóð, Sveindísi Jane, Lindu Sallstrom frá Finnlandi og Pernille Harder frá Danmörku. Sveindís er því þarna í frábærum hópi. Sveindís Jane er heimsótt til Keflavíkur þar sem hún ólst upp og spilaði sín fyrstu tímabil í meistaraflokki. Hún sést heima við og í göngutúr upp að goðstöðvunum á Reykjanesi. Sveindís er fulltrúi íslenska landsliðsins í heimildarþáttunum EQUALS sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu. Hér má horfa á þáttinn um Norðurlöndin https://t.co/jJoTR5Cek9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023 „Ég held að hugarfarið okkar skiptir máli. Við viljum alltaf gera okkar besta og erum líkamlega sterkar inn á vellinum. Í sambandi við íslenska liðið þá höfum við alltaf verið þekktar fyrir að láta finna aðeins fyrir okkur en við erum að þróa okkar leik og við viljum spila góðan fótbolta líka,“ sagði Sveindís Jane. „Ég er fædd á Íslandi en mamma mín kemur frá Gana. Ég er fimmtíu-fimmtíu, ég er blönduð og ég er mjög stolt af því,“ sagði Sveindís. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og að flytja í burtu frá þeim svona ung hefur verið erfitt fyrir mig. Ég var samt heppnin að kærastinn minn kom með mér út til Þýskalands,“ sagði Sveindís. „Ég held að þetta hafi kallað á það að ég fullorðnaðist fyrr sem er gott mál,“ sagði Sveindís. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur yngri stelpurnar að hlusta á þær eldri og reyndari í landsliðinu þegar þær tala um það hvernig þetta var allt þegar þær voru yngri. Hvað mikið hefur breyst og þær voru að berjast fyrir betri dögum fyrir okkur,“ sagði Sveindís. „Þegar ég verð eldri þá ætla ég líka að berjast fyrir betri dögum fyrir yngri stelpurnar. Það er mér mjög mikilvægt að kvennafótboltinn haldi áfram að vaxa,“ sagði Sveindís. Heimildarþáttarröðin inniheldur alls sjö þætti og þar er farið yfir kvennafótboltann alls staðar að í heiminum en það eru fáar íþróttagreinar í veröldinni sem eru á jafn mikilli uppleið og hann. Það má horfa á þáttinn með því að smella hér en það þarf að skrá sig inn til að horfa.
Landslið kvenna í fótbolta UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira