„Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. janúar 2023 12:53 Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins. Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum, ég er í smá sjokki. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast en ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Dóra Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Hún segist hins vegar ekkert hafa hlegið að skaupinu í gær. „Mér er löngu hætt að finnast þetta fyndið, ég er náttúrulega búin að horfa á þetta þrjú þúsund sinnum“ segir Dóra og hlær. Viðbrögðin við áramótaskaupinu hafa verið með eindæmum góð, á Twitter að minnsta kosti. Að sögn Dóru gekk ferlið einstaklega vel. „Það sem var geggjað við þetta ferli var höfundarhópurinn, hvað við náðum að vinna vel saman. Ég tek pokasketsinn sem dæmi. Þarna var kom einn með hugmyndina að þessari tilfinningu sem maður finnur þegar maður gleymir poka og annar heldur áfram með hana. Við skrifuðum þennan skets bara öll á tíu mínutum þar sem allir komu með sitt að borðinu. Það eru nokkrir svona sketsar sem enginn á, þetta var alveg dásamlegt ferli.“ Fyrsta leikstjórnarverkefnið Spurð hvort eitthvert atriðið hafi staðið upp úr nefnir hún aftur pokasketsinn. „En ég elska alla sketsana, það var enginn sem maður hleypti inn án þess að finnast hann mjög góður.“ Dóra hefur tvisvar áður verið í handritshópi skaupsins, árin 2017 og 2019. Þetta er hins vegar hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég hef leikstýrt í leikhúsi og við Saga Garðarsdóttir stóðum að Degi rauða nefsins fyrir nokkrum árum en það var alls ekki jafn stór framleiðsla. Þannig þetta var mitt fyrsta alvöru verkefni í kvikmyndagerð,“ segir Dóra en bætir við að pressan hafi verið mikil. „Vanalega þegar maður er að gera kvikmyndir eða sjónvarpsþætti hefur maður meiri tíma í eftirvinnslu og í að liggja yfir hlutum. „Maður áttar sig betur á því eftir á hvað þetta var mikil tímapressa.“ Páskaskaup og sumarskaup Efnið sem var til eftir handritaferlið hefði dugað fyrir þrjú skaup, segir Dóra. „Það gerðist bara svo ótrúlega mikið á árinu og ég hugsa alveg með mér: „Af hverju er ekki páskaskaup? Og af hverju er ekki sumarskaup? Það elska þetta allir. Hvar er Spaugstofan? Þeir voru einu sinni með svona þátt einu sinni í viku,““ segir hún. Framundan hjá Dóru er mastersnám í ritlist ásamt ýmsum verkefnum sem Dóra vinnur nú að fyrir sjónvarp. „Svo langar mig bara ótrúlega mikið að halda áfram að leikstýra og leika og skrifa og spinna með Improv Ísland,“ segir Dóra að lokum. Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Ég bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum, ég er í smá sjokki. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast en ég sá þetta ekki fyrir,“ segir Dóra Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Hún segist hins vegar ekkert hafa hlegið að skaupinu í gær. „Mér er löngu hætt að finnast þetta fyndið, ég er náttúrulega búin að horfa á þetta þrjú þúsund sinnum“ segir Dóra og hlær. Viðbrögðin við áramótaskaupinu hafa verið með eindæmum góð, á Twitter að minnsta kosti. Að sögn Dóru gekk ferlið einstaklega vel. „Það sem var geggjað við þetta ferli var höfundarhópurinn, hvað við náðum að vinna vel saman. Ég tek pokasketsinn sem dæmi. Þarna var kom einn með hugmyndina að þessari tilfinningu sem maður finnur þegar maður gleymir poka og annar heldur áfram með hana. Við skrifuðum þennan skets bara öll á tíu mínutum þar sem allir komu með sitt að borðinu. Það eru nokkrir svona sketsar sem enginn á, þetta var alveg dásamlegt ferli.“ Fyrsta leikstjórnarverkefnið Spurð hvort eitthvert atriðið hafi staðið upp úr nefnir hún aftur pokasketsinn. „En ég elska alla sketsana, það var enginn sem maður hleypti inn án þess að finnast hann mjög góður.“ Dóra hefur tvisvar áður verið í handritshópi skaupsins, árin 2017 og 2019. Þetta er hins vegar hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. „Ég hef leikstýrt í leikhúsi og við Saga Garðarsdóttir stóðum að Degi rauða nefsins fyrir nokkrum árum en það var alls ekki jafn stór framleiðsla. Þannig þetta var mitt fyrsta alvöru verkefni í kvikmyndagerð,“ segir Dóra en bætir við að pressan hafi verið mikil. „Vanalega þegar maður er að gera kvikmyndir eða sjónvarpsþætti hefur maður meiri tíma í eftirvinnslu og í að liggja yfir hlutum. „Maður áttar sig betur á því eftir á hvað þetta var mikil tímapressa.“ Páskaskaup og sumarskaup Efnið sem var til eftir handritaferlið hefði dugað fyrir þrjú skaup, segir Dóra. „Það gerðist bara svo ótrúlega mikið á árinu og ég hugsa alveg með mér: „Af hverju er ekki páskaskaup? Og af hverju er ekki sumarskaup? Það elska þetta allir. Hvar er Spaugstofan? Þeir voru einu sinni með svona þátt einu sinni í viku,““ segir hún. Framundan hjá Dóru er mastersnám í ritlist ásamt ýmsum verkefnum sem Dóra vinnur nú að fyrir sjónvarp. „Svo langar mig bara ótrúlega mikið að halda áfram að leikstýra og leika og skrifa og spinna með Improv Ísland,“ segir Dóra að lokum.
Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Áramót Ríkisútvarpið Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“