Var kallaður svikari og rekinn í beinni: „Þetta er týpískur Mourinho“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2022 13:01 José Mourinho og Rick Karsdorp áður en þeim sinnaðist. getty/Alessandro Sabattini Lögmaður Ricks Karsdorp, leikmanns Roma, gagnrýndi José Mourinho fyrir meðferð hans á leikmanninum. Eftir 1-1 jafntefli Roma við Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði kallaði Mourinho einn leikmann sinn svikara og rak hann nánast í beinni. „Við erum með svikara í liðinu sem sveik alla aðra. Það er synd,“ sagði Mourinho hundfúll eftir leikinn gegn Sassuolo. „Heilt yfir er ég sáttur við liðið en þetta er stakur leikmaður sem ég er að tala um. Í dag notaði ég sextán leikmenn. Ég var ánægður með fimmtán þeirra.“ Þótt Mourinho hafi ekki sagt hver svikarinn væri greindu ítalskir fjölmiðlar frá því að hann hefði beint spjótum sínum af Karsdorp sem honum fannst verjast illa í jöfnunarmarki Sassuolo. Karsdorp hefur ekki spilað fyrir Roma frá leiknum 10. nóvember. Lögmaður Karsdorp, Salvatore Civale, skaut á Mourinho í viðtali við Calciomercato. „Stuðningsmennirnir tóku ummæli hans bókstaflega og sóttu að Karsdorp á flugvellinum sem og á samfélagsmiðlum. Þegar leikmaðurinn sér 40-50 stuðningsmenn fyrir utan heimili sitt til að hvetja hann til að yfirgefa félagið skiptir ekki máli þótt Mourinho hafi ekki nafngreint hann,“ sagði lögmaðurinn. „Félagið hefur ekkert gert til að verja hann. Þetta er týpískur Mourinho,“ bætti Civale við. Roma keypti Karsdorp eftir að hann varð hollenskur meistari með Feyenoord 2017. Hann hefur leikið 121 leik fyrir Roma en afar ólíklegt þykir að þeir verði fleiri. Ítalski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Eftir 1-1 jafntefli Roma við Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði kallaði Mourinho einn leikmann sinn svikara og rak hann nánast í beinni. „Við erum með svikara í liðinu sem sveik alla aðra. Það er synd,“ sagði Mourinho hundfúll eftir leikinn gegn Sassuolo. „Heilt yfir er ég sáttur við liðið en þetta er stakur leikmaður sem ég er að tala um. Í dag notaði ég sextán leikmenn. Ég var ánægður með fimmtán þeirra.“ Þótt Mourinho hafi ekki sagt hver svikarinn væri greindu ítalskir fjölmiðlar frá því að hann hefði beint spjótum sínum af Karsdorp sem honum fannst verjast illa í jöfnunarmarki Sassuolo. Karsdorp hefur ekki spilað fyrir Roma frá leiknum 10. nóvember. Lögmaður Karsdorp, Salvatore Civale, skaut á Mourinho í viðtali við Calciomercato. „Stuðningsmennirnir tóku ummæli hans bókstaflega og sóttu að Karsdorp á flugvellinum sem og á samfélagsmiðlum. Þegar leikmaðurinn sér 40-50 stuðningsmenn fyrir utan heimili sitt til að hvetja hann til að yfirgefa félagið skiptir ekki máli þótt Mourinho hafi ekki nafngreint hann,“ sagði lögmaðurinn. „Félagið hefur ekkert gert til að verja hann. Þetta er týpískur Mourinho,“ bætti Civale við. Roma keypti Karsdorp eftir að hann varð hollenskur meistari með Feyenoord 2017. Hann hefur leikið 121 leik fyrir Roma en afar ólíklegt þykir að þeir verði fleiri.
Ítalski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira