Isiah Thomas útskýrir af hverju Jordan gerði hann svona reiðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 14:31 Isiah Thomas og óvinur hans Michael Jordan. Samsett/Getty Körfuboltagoðsögnin Isiah Thomas er enn mjög ósáttur með Michael Jordan vegna „Last Dance“ heimildarþáttanna sem slógu í gegn á sínum tíma en máluðu ekki fallega mynd af Thomas. Það lítur út fyrir að öldurnar muni aldrei lægja í deilu Zeke og MJ. Í það minnsta er Thomas alltaf að tala um óvin sinn. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa nefnilega verið litlir vinir síðan að þeir áttust svo oft við inn á körfuboltagólfinu á níunda áratugnum. Jordan náði ekki að verða NBA-meistari fyrr en hann komst í gegnum tuddana í Detriot Pistons sem gengu undir nafninu Slæmu strákarnir. Frægt var þegar Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum án þess að þakka fyrir einvígið þegar Chicago Bulls vann þá loksins. Stuttu síðar var Thomas skilinn út undan þegar valið var í draumalið Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það var fjallað um þetta í „Last Dance“ heimildarþáttunum og Jordan gerði lítið úr Zeke. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Jordan er sagður hafa spilað lykilhlutverk í því að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar í áratug var ekki valinn í liðið og það þótt að þjálfari hans hjá Pistons, Chuck Daly, væri að þjálfa landsliðið. Thomas hefur nú útskýrt betur hvað það er sem gerði hann svona reiðann út í Jordan eftir sýningu þáttanna. „Ég var mjög ósáttur með það að vera horfa á heimildarmynd um gæja sem lét eins og hálfviti við alla en kallaði mig síðan hálfvita og ég hef ekki verið neitt annað en almennilegur við þennan gaur alla tíð,“ sagði Isiah Thomas. Tímabilið 1990-91, fyrir valið á draumaliðinu þá var Isiah Thomas með 16,2 stig og 9,3 stoðsendingar í leik. Hann var ekki valinn í liðið en það var John Stockton sem var með 17,2 stig og 14,2 stoðsendingar að meðaltali þetta sama tímabil. Thomas var þarna á sínu tíunda tímabili og hafði tvisvar leitt Detroit Pistons til NBA meistaratitils. Hann var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í 979 leikjum sínum í deildarkeppni NBA og með 20,4 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. Thomas var síðan með 22,6 stig iog 7,9 stoðsendingar í leik í sextán leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn. NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Það lítur út fyrir að öldurnar muni aldrei lægja í deilu Zeke og MJ. Í það minnsta er Thomas alltaf að tala um óvin sinn. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa nefnilega verið litlir vinir síðan að þeir áttust svo oft við inn á körfuboltagólfinu á níunda áratugnum. Jordan náði ekki að verða NBA-meistari fyrr en hann komst í gegnum tuddana í Detriot Pistons sem gengu undir nafninu Slæmu strákarnir. Frægt var þegar Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum án þess að þakka fyrir einvígið þegar Chicago Bulls vann þá loksins. Stuttu síðar var Thomas skilinn út undan þegar valið var í draumalið Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það var fjallað um þetta í „Last Dance“ heimildarþáttunum og Jordan gerði lítið úr Zeke. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Jordan er sagður hafa spilað lykilhlutverk í því að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar í áratug var ekki valinn í liðið og það þótt að þjálfari hans hjá Pistons, Chuck Daly, væri að þjálfa landsliðið. Thomas hefur nú útskýrt betur hvað það er sem gerði hann svona reiðann út í Jordan eftir sýningu þáttanna. „Ég var mjög ósáttur með það að vera horfa á heimildarmynd um gæja sem lét eins og hálfviti við alla en kallaði mig síðan hálfvita og ég hef ekki verið neitt annað en almennilegur við þennan gaur alla tíð,“ sagði Isiah Thomas. Tímabilið 1990-91, fyrir valið á draumaliðinu þá var Isiah Thomas með 16,2 stig og 9,3 stoðsendingar í leik. Hann var ekki valinn í liðið en það var John Stockton sem var með 17,2 stig og 14,2 stoðsendingar að meðaltali þetta sama tímabil. Thomas var þarna á sínu tíunda tímabili og hafði tvisvar leitt Detroit Pistons til NBA meistaratitils. Hann var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í 979 leikjum sínum í deildarkeppni NBA og með 20,4 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. Thomas var síðan með 22,6 stig iog 7,9 stoðsendingar í leik í sextán leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn.
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira