Hugljúfur flutningur Klöru í Sundhöll Hafnarfjarðar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. desember 2022 11:31 Tónlistarkonan Klara Elias flutti lagið Desember ásamt Þormóði Eiríkssyni en þau sömdu lagið saman. Tónlistarkonan Klara Elias hélt tónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar um síðustu helgi. Henni fannst hljómburðurinn í húsinu svo fallegur að hún ákvað að taka upp „live“ flutning á nýja jólalaginu sínu Desember. „Okkur langaði að eiga live upptöku af nýja jólalaginu okkar sem væri aðeins einfaldari og enn meira kósý en sú sem við gáfum út fyrir nokkrum vikum,“ segir Klara í samtali við Vísi. Hún samdi lagið ásamt pródúsentinum Þormóði Eiríkssyni, sem hefur samið og útsett fyrir marga af fremstu tónlistarmönnum landsins. Þormóður spilar á rafmagnsgítar í myndbandinu. „Kjartan Baldursson, sem var með mér á gítar á tónleikunum, spilaði á kassagítar með mér og Þórmóði í þessari upptöku en Kjartan er reyndar ekki í mynd. Það var bara ekki pláss á brettinu fyrir hann haha! En hann var í lykilhlutverki á tónleikunum með mér, svo það vonandi bætir upp fyrir það,“ segir Klara en í myndbandinu sitja hún og Þormóður á stökkbretti í sundhöllinni. Klara hélt tónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar um síðustu helgi.Óli Már Ekki enn eitt jólalagið um hluti sem skipta engu máli Lagið Desember kom út í síðasta mánuði og segir Klara að hún hafi ekki viljað gera enn eitt jólalagið sem fjallaði um pakkana, kertin og aðra veraldlega hluti sem skipta engu máli þegar upp er staðið. Lagið fjallar því um desember mánuð, að hann sé í raun bara eins og hver annar mánuður. „Hann er dimmur og kaldur og fyrir marga er hann ekkert spes. En mín upplifun er sú að það sem gerir þennan mánuð hlýjan og fallegan eru ekki bara jólaljós og kerti heldur fólkið sem maður deilir honum með,“ segir Klara. Hér að neðan má sjá fallegan flutning Klöru og Þormóðar á laginu Desember í Sundhöll Hafnarfjarðar. Klippa: Klara flytur Desember í Sundhöll Hafnarfjarðar Jólalög Tónlist Sundlaugar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Tónlistarkonan Klara Elías heldur jólatónleika í sundlaug um helgina í sínum heimabæ Hafnarfirði. 15. desember 2022 13:31 Nýtt jólalag frá Klöru: Vonar að lagið færi fólki frið frá öllu jólastressinu „Við vissum að við vildum gera jólalag og vorum sammála um að gera ekki enn eitt jólalagið um alla pakkana og kertin og allt þetta dót sem skiptir engu máli þegar upp er staðið,“ segir tónlistarkonan Klara Elias um nýja lagið Desember sem kom út í dag. 17. nóvember 2022 07:00 Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. 21. desember 2022 10:01 Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. 12. október 2022 14:22 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Okkur langaði að eiga live upptöku af nýja jólalaginu okkar sem væri aðeins einfaldari og enn meira kósý en sú sem við gáfum út fyrir nokkrum vikum,“ segir Klara í samtali við Vísi. Hún samdi lagið ásamt pródúsentinum Þormóði Eiríkssyni, sem hefur samið og útsett fyrir marga af fremstu tónlistarmönnum landsins. Þormóður spilar á rafmagnsgítar í myndbandinu. „Kjartan Baldursson, sem var með mér á gítar á tónleikunum, spilaði á kassagítar með mér og Þórmóði í þessari upptöku en Kjartan er reyndar ekki í mynd. Það var bara ekki pláss á brettinu fyrir hann haha! En hann var í lykilhlutverki á tónleikunum með mér, svo það vonandi bætir upp fyrir það,“ segir Klara en í myndbandinu sitja hún og Þormóður á stökkbretti í sundhöllinni. Klara hélt tónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar um síðustu helgi.Óli Már Ekki enn eitt jólalagið um hluti sem skipta engu máli Lagið Desember kom út í síðasta mánuði og segir Klara að hún hafi ekki viljað gera enn eitt jólalagið sem fjallaði um pakkana, kertin og aðra veraldlega hluti sem skipta engu máli þegar upp er staðið. Lagið fjallar því um desember mánuð, að hann sé í raun bara eins og hver annar mánuður. „Hann er dimmur og kaldur og fyrir marga er hann ekkert spes. En mín upplifun er sú að það sem gerir þennan mánuð hlýjan og fallegan eru ekki bara jólaljós og kerti heldur fólkið sem maður deilir honum með,“ segir Klara. Hér að neðan má sjá fallegan flutning Klöru og Þormóðar á laginu Desember í Sundhöll Hafnarfjarðar. Klippa: Klara flytur Desember í Sundhöll Hafnarfjarðar
Jólalög Tónlist Sundlaugar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Tónlistarkonan Klara Elías heldur jólatónleika í sundlaug um helgina í sínum heimabæ Hafnarfirði. 15. desember 2022 13:31 Nýtt jólalag frá Klöru: Vonar að lagið færi fólki frið frá öllu jólastressinu „Við vissum að við vildum gera jólalag og vorum sammála um að gera ekki enn eitt jólalagið um alla pakkana og kertin og allt þetta dót sem skiptir engu máli þegar upp er staðið,“ segir tónlistarkonan Klara Elias um nýja lagið Desember sem kom út í dag. 17. nóvember 2022 07:00 Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. 21. desember 2022 10:01 Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. 12. október 2022 14:22 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Tónlistarkonan Klara Elías heldur jólatónleika í sundlaug um helgina í sínum heimabæ Hafnarfirði. 15. desember 2022 13:31
Nýtt jólalag frá Klöru: Vonar að lagið færi fólki frið frá öllu jólastressinu „Við vissum að við vildum gera jólalag og vorum sammála um að gera ekki enn eitt jólalagið um alla pakkana og kertin og allt þetta dót sem skiptir engu máli þegar upp er staðið,“ segir tónlistarkonan Klara Elias um nýja lagið Desember sem kom út í dag. 17. nóvember 2022 07:00
Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. 21. desember 2022 10:01
Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. 12. október 2022 14:22