„Lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2022 11:31 Óskar Bjarni Óskarsson segir Valsmenn fagna fríinu. Lukkulega virðist þá stutt í að sonur hans snúi aftur á völlinn, þar sem hann var slappur í tölfræðiskráningu á bekknum um helgina. Vísir/Daníel Þór Karlalið Vals í handbolta fagnar fríinu eftir mikið álag síðustu vikur. Meiðsli hafa hrjáð liðið síðustu vikur en liðið er þrátt fyrir það efst í Olís-deildinni, komið áfram í bikarnum og á góðan möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni á nýju ári. Mikið hefur mætt á Völsurum síðustu vikur þar sem þeir hafa að jafnaði spilað tvisvar til þrisvar sinnum í viku vegna þátttöku þeirra í Evrópudeildinni. Þá hafa þeir ferðast til Búdapest, Benidorm og Parísar á milli útileikja á Ísafirði og í Vestmannaeyjum hér heima. Meiðsli hafa gert vart við sig en þeir Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert hafa þjösnast meiddir í gegnum leiki undanfarið. Báðir spiluðu þeir gegn ÍBV í bikarnum um helgina og var Magnús markahæstur þrátt fyrir að glíma við erfið bakmeiðsli. „Hann er með brjósklos,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Vals, sem stýrði liðinu í fjarveru Snorra Steins Guðjónssonar. „Það er búið aðeins að hvíla hann og vinna með hann til að hann gæti allavega hjálpað okkur í einhverjar mínútur hérna. Hann spilaði alltof mikið, það er örugglega mér að kenna,“ „Svo var Aron Dagur kominn með tvisvar tvær mínútur svo hann þurfti að spila meiri vörn. En hálfur Magnús er náttúrulega bara gæðaleikmaður og Róbert Aron hjálpaði okkur líka, en hann mátti ekki spila,“ segir Óskar Bjarni. Slakur í tölfræðinni en þarf ekki að sinna henni lengi Sonur Óskars, Benedikt Gunnar Óskarsson, var þá frá í leiknum vegna meiðsla. Hann var í staðinn föður sínum til aðstoðar á bekknum. Benedikt Gunnar er öflugri innan vallar en í tölfræðinni.Vísir/Diego „Hann var með tölfræðina. En tölfræðin, eins og hann er nú góður leikmaður, þá er þetta lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér,“ segir Óskar kíminn en meiðsli Benedikts eru lukkulega ekki eins alvarleg og útlit var fyrir. „En það eru jákvæðar fréttir. Hann er ekki ristarbrotinn, þetta eru liðböndin í ristinni og það er ekkert eitthvað slitið eða vesen í þeim. Þannig að það lítur út fyrir að þetta séu tvær vikur í staðinn fyrir tólf til sextán“. Langþráð frí Valsmenn fagna því fríinu en líkt og önnur innlend lið spila þeir ekki fyrr en í febrúar vegna komandi heimsmeistaramóts í handbolta, sem hefst snemma á nýju ári. „Strákarnir þurfa frí. Við þurfum að ná að koma þeim í gírinn og það væri rosalega gaman að hafa þá heila, þessa snillinga, í febrúar þegar við förum aftur í pakkann,“ segir Óskar Bjarni. Besta liðið og besti þjálfarinn Valsmenn tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar með sigrinum á laugardaginn var og eru efstir í Olís-deildinni. Liðið hefur unnið alla titla sem í boði eru síðustu tvö ár og eiga enn góða möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni sem heldur áfram eftir áramót. Þjálfari ársins samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni.Vísir/Hulda Margrét Óskar segir liðið vera það besta á landinu, burt séð frá íþróttagrein. „Ég held að þegar þeir ert búinn að vinna dálítið af titlum, þá eru þetta orðnir miklir sigurvegarar. Það hefur komið okkur í gegnum ansi mikið. Maður fann það á leikmönnum að þeir ætluðu bara að koma sér í gegnum leikinn,“ „Ég held þeir séu búnir að taka einhverja sjö titla í röð. Að mínu mati er þetta bara lið ársins og Snorri Steinn er þjálfari ársins á Íslandi. Þannig að ég er mjög stoltur af Snorra og strákunum,“ segir Óskar Bjarni. Valur Olís-deild karla Coca-Cola bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Mikið hefur mætt á Völsurum síðustu vikur þar sem þeir hafa að jafnaði spilað tvisvar til þrisvar sinnum í viku vegna þátttöku þeirra í Evrópudeildinni. Þá hafa þeir ferðast til Búdapest, Benidorm og Parísar á milli útileikja á Ísafirði og í Vestmannaeyjum hér heima. Meiðsli hafa gert vart við sig en þeir Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert hafa þjösnast meiddir í gegnum leiki undanfarið. Báðir spiluðu þeir gegn ÍBV í bikarnum um helgina og var Magnús markahæstur þrátt fyrir að glíma við erfið bakmeiðsli. „Hann er með brjósklos,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Vals, sem stýrði liðinu í fjarveru Snorra Steins Guðjónssonar. „Það er búið aðeins að hvíla hann og vinna með hann til að hann gæti allavega hjálpað okkur í einhverjar mínútur hérna. Hann spilaði alltof mikið, það er örugglega mér að kenna,“ „Svo var Aron Dagur kominn með tvisvar tvær mínútur svo hann þurfti að spila meiri vörn. En hálfur Magnús er náttúrulega bara gæðaleikmaður og Róbert Aron hjálpaði okkur líka, en hann mátti ekki spila,“ segir Óskar Bjarni. Slakur í tölfræðinni en þarf ekki að sinna henni lengi Sonur Óskars, Benedikt Gunnar Óskarsson, var þá frá í leiknum vegna meiðsla. Hann var í staðinn föður sínum til aðstoðar á bekknum. Benedikt Gunnar er öflugri innan vallar en í tölfræðinni.Vísir/Diego „Hann var með tölfræðina. En tölfræðin, eins og hann er nú góður leikmaður, þá er þetta lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér,“ segir Óskar kíminn en meiðsli Benedikts eru lukkulega ekki eins alvarleg og útlit var fyrir. „En það eru jákvæðar fréttir. Hann er ekki ristarbrotinn, þetta eru liðböndin í ristinni og það er ekkert eitthvað slitið eða vesen í þeim. Þannig að það lítur út fyrir að þetta séu tvær vikur í staðinn fyrir tólf til sextán“. Langþráð frí Valsmenn fagna því fríinu en líkt og önnur innlend lið spila þeir ekki fyrr en í febrúar vegna komandi heimsmeistaramóts í handbolta, sem hefst snemma á nýju ári. „Strákarnir þurfa frí. Við þurfum að ná að koma þeim í gírinn og það væri rosalega gaman að hafa þá heila, þessa snillinga, í febrúar þegar við förum aftur í pakkann,“ segir Óskar Bjarni. Besta liðið og besti þjálfarinn Valsmenn tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar með sigrinum á laugardaginn var og eru efstir í Olís-deildinni. Liðið hefur unnið alla titla sem í boði eru síðustu tvö ár og eiga enn góða möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni sem heldur áfram eftir áramót. Þjálfari ársins samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni.Vísir/Hulda Margrét Óskar segir liðið vera það besta á landinu, burt séð frá íþróttagrein. „Ég held að þegar þeir ert búinn að vinna dálítið af titlum, þá eru þetta orðnir miklir sigurvegarar. Það hefur komið okkur í gegnum ansi mikið. Maður fann það á leikmönnum að þeir ætluðu bara að koma sér í gegnum leikinn,“ „Ég held þeir séu búnir að taka einhverja sjö titla í röð. Að mínu mati er þetta bara lið ársins og Snorri Steinn er þjálfari ársins á Íslandi. Þannig að ég er mjög stoltur af Snorra og strákunum,“ segir Óskar Bjarni.
Valur Olís-deild karla Coca-Cola bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn