Sigur Króatíu sá næst óvæntasti í sögu útsláttarkeppni HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2022 07:01 Króatar höfðu ærna ástæðu til að fagna í gær. Etsuo Hara/Getty Images Heimsmeistaramótið í Katar heldur áfram að koma á óvart og sigur Króatíu gegn Brasilíu í átta liða úrslitum í gær var sá næst óvæntasti í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Króatía og Brasilía áttust við í háspennuleik í átta liða úrslitum í gær þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma, en liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það Króatarnir sem reyndust sterkari og liðið því á leið í undanúrslit í annað skiptið í röð þar sem Argentína verður mótherjinn. Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur haldið vel utan um öll gögn á þessu heimsmeistaramóti eins og svo oft áður. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins var Brasilía sigurstranglegasta þjóðin áður en mótið hófst. Nú eru Brassar hins vegar úr leik og þjóðin þarf því að bíða enn lengur eftir sínum sjötta heimsmeistaratitli. Samkvæmt gögnum Gracenote átti Króatía aðeins 30,3 prósent möguleika á því að slá Brasilíu úr leik, sem gerir þetta að næst óvæntustu úrslitum í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Óvæntustu úrslit útsláttarkeppni HM frá upphafi komu árið 1994 þegar Búlgaría sló Þýskaland úr leik, en samkvæmt Gracenote voru aðeins 30 prósent líkur á því að það myndi gerast. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Gracenote á tíu óvæntustu úrslitum útsláttarkeppni HM frá upphafi. 1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur HM 2022 í Katar Króatía Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Króatía og Brasilía áttust við í háspennuleik í átta liða úrslitum í gær þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma, en liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það Króatarnir sem reyndust sterkari og liðið því á leið í undanúrslit í annað skiptið í röð þar sem Argentína verður mótherjinn. Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur haldið vel utan um öll gögn á þessu heimsmeistaramóti eins og svo oft áður. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins var Brasilía sigurstranglegasta þjóðin áður en mótið hófst. Nú eru Brassar hins vegar úr leik og þjóðin þarf því að bíða enn lengur eftir sínum sjötta heimsmeistaratitli. Samkvæmt gögnum Gracenote átti Króatía aðeins 30,3 prósent möguleika á því að slá Brasilíu úr leik, sem gerir þetta að næst óvæntustu úrslitum í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Óvæntustu úrslit útsláttarkeppni HM frá upphafi komu árið 1994 þegar Búlgaría sló Þýskaland úr leik, en samkvæmt Gracenote voru aðeins 30 prósent líkur á því að það myndi gerast. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Gracenote á tíu óvæntustu úrslitum útsláttarkeppni HM frá upphafi. 1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur
1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur
HM 2022 í Katar Króatía Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira