Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2022 09:26 Sam Bankman-Fried var eigandi bæði FTX og vogunarsjóðsins Alameda Research. Til rannsóknar er hvort hann hafi stundað sýndarviðskipti til að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta til að hjálpa fyrirtækjunum tveimur. Vísir/Getty Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. FTX, þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims, óskaði eftir gjaldþrotameðferð í kjölfar lausafjárþurrðar í síðasta mánuði. Viðskiptavinir fyrirtækisins gerðu áhlaup og tóku út innistæður sína upp á milljarða dollara eftir að fréttir bárust af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Fall FTX er til rannsóknar hjá saksóknurum og fjármálayfirvöldum vestanhafs. Til skoðunar er hvort að FTX hafi notað innistæður viðskiptavina á ólöglegan hátt. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Bankman-Fried hafi látið FTX bjarga Alameda Research, vogunarsjóði sem hann átti, fyrir horn þegar fyrirtækið lenti í greiðsluvanda fyrr á þessu ári. Nú segir New York Times að saksóknarar á Manhattan rannsaki einnig hvort að Bankman-Fried hafi stýrt gengi tveggja tengdra rafmynta, TerraUSD og Luna, í þágu FTX og Alameda. Blaðið segir rannsóknina á frumstigi og óljóst hvort að Bankman-Fried sé talinn hafa framið glæp. Bankman-Fried segir blaðinu að hann hafi ekki vitað af neinni markaðsmisnotkun og að hann hafi sannarlega aldrei ætlað sér að stunda hana. FTX er einnig til rannsóknar vegna hugsanlegra brota á bandarískum peningaþvottarlögum. Samkvæmt þeim verða fyrirtæki sem millifæra fjármuni að vita hverir viðskiptavinir þeirra eru og tilkynna yfirvöldum um grunsamlega gjörninga. Sú rannsókn er sögð hafa hafist nokkrum mánuðum áður en FTX féll. Talið er að FTX skuldi fimmtíu stærstu kröfuhöfum sínum hátt á fjórða milljarð dollara. Keppinauturinn hann sakaði um að vega að annarri mynt Nokkrum dögum áður en FTX óskaði eftir gjaldþrotameðferð virtist Binance, stærsta rafmyntakauphöll heims, ætla að koma fyrirtækinu til bjargar. Þau kaup fóru þó nánast samstundis út um þúfur þar sem stjórnendum Binance leist ekki á blikuna eftir að hafa fengið að líta í bókhald FTX. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, virðist hafa verið ósáttur við Bankman-Fried og talið að hann stundaði sýndarviðskipti sem gætu grafið undan rafmyntariðnaðinum. „Hættu núna, ekki valda meiri skaða. Því meira tjón sem þú veldur núna, því lengri verður fangelsisvistin,“ skrifaði Zhao í hópspjalli með Bankman-Fried og fleiri leiðtogum rafmyntafyrirtækja 10. nóvember en New York Times hefur skilaboð sem þeir sendu í dulkóðaða samskiptaforritinu Signal undir höndum. Zhao sakaði Bankman-Fried sérstaklega um að nota vogunarsjóð sinn til þess að keyra niður verðið á rafmyntinni Tether sem er sérstaklega hönnuð til þess að vera á föstu gengi gagnvart Bandaríkjadollar. Bankman-Fried segir New York Times að ásakanir Zhao væru fáránlegar. Viðskipti hans gætu ekki haft nein teljandi áhrif á gengi Tether. Hvork hann né Alameda hefði nokkru sinni reynt að rýra verðmæti Tether eða annarra fastgengisrafmynta „eftir því sem ég veit“. Rafmyntir Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. 23. nóvember 2022 09:13 Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
FTX, þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims, óskaði eftir gjaldþrotameðferð í kjölfar lausafjárþurrðar í síðasta mánuði. Viðskiptavinir fyrirtækisins gerðu áhlaup og tóku út innistæður sína upp á milljarða dollara eftir að fréttir bárust af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Fall FTX er til rannsóknar hjá saksóknurum og fjármálayfirvöldum vestanhafs. Til skoðunar er hvort að FTX hafi notað innistæður viðskiptavina á ólöglegan hátt. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Bankman-Fried hafi látið FTX bjarga Alameda Research, vogunarsjóði sem hann átti, fyrir horn þegar fyrirtækið lenti í greiðsluvanda fyrr á þessu ári. Nú segir New York Times að saksóknarar á Manhattan rannsaki einnig hvort að Bankman-Fried hafi stýrt gengi tveggja tengdra rafmynta, TerraUSD og Luna, í þágu FTX og Alameda. Blaðið segir rannsóknina á frumstigi og óljóst hvort að Bankman-Fried sé talinn hafa framið glæp. Bankman-Fried segir blaðinu að hann hafi ekki vitað af neinni markaðsmisnotkun og að hann hafi sannarlega aldrei ætlað sér að stunda hana. FTX er einnig til rannsóknar vegna hugsanlegra brota á bandarískum peningaþvottarlögum. Samkvæmt þeim verða fyrirtæki sem millifæra fjármuni að vita hverir viðskiptavinir þeirra eru og tilkynna yfirvöldum um grunsamlega gjörninga. Sú rannsókn er sögð hafa hafist nokkrum mánuðum áður en FTX féll. Talið er að FTX skuldi fimmtíu stærstu kröfuhöfum sínum hátt á fjórða milljarð dollara. Keppinauturinn hann sakaði um að vega að annarri mynt Nokkrum dögum áður en FTX óskaði eftir gjaldþrotameðferð virtist Binance, stærsta rafmyntakauphöll heims, ætla að koma fyrirtækinu til bjargar. Þau kaup fóru þó nánast samstundis út um þúfur þar sem stjórnendum Binance leist ekki á blikuna eftir að hafa fengið að líta í bókhald FTX. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, virðist hafa verið ósáttur við Bankman-Fried og talið að hann stundaði sýndarviðskipti sem gætu grafið undan rafmyntariðnaðinum. „Hættu núna, ekki valda meiri skaða. Því meira tjón sem þú veldur núna, því lengri verður fangelsisvistin,“ skrifaði Zhao í hópspjalli með Bankman-Fried og fleiri leiðtogum rafmyntafyrirtækja 10. nóvember en New York Times hefur skilaboð sem þeir sendu í dulkóðaða samskiptaforritinu Signal undir höndum. Zhao sakaði Bankman-Fried sérstaklega um að nota vogunarsjóð sinn til þess að keyra niður verðið á rafmyntinni Tether sem er sérstaklega hönnuð til þess að vera á föstu gengi gagnvart Bandaríkjadollar. Bankman-Fried segir New York Times að ásakanir Zhao væru fáránlegar. Viðskipti hans gætu ekki haft nein teljandi áhrif á gengi Tether. Hvork hann né Alameda hefði nokkru sinni reynt að rýra verðmæti Tether eða annarra fastgengisrafmynta „eftir því sem ég veit“.
Rafmyntir Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. 23. nóvember 2022 09:13 Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02
Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. 23. nóvember 2022 09:13
Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47