Segir dauðann vera „náttúrulegan hluta af lífinu“ eftir andlát verkamanns Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. desember 2022 23:01 Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í knattspyrnu hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um andlát verkamanns í Katar. Jan Kruger/Getty Images Nasser Al Khater, framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í Katar, hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu hópum sem berjast fyrir mannréttindum fyrir ummæli sín um filippeyskan verkamann sem lét lífið í vinnuslysi eftir að HM hófst. Maðurinn lést í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag segja vitni að slysinu að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var spurður út í þetta skelfilega atvik í viðtali við Reuters fréttastofuna. Hann virkaði þó pirraður yfir því að hafa yfir höfuð verið spurður út í þetta. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Auðvitað var verkamaður að láta lífið og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hins vegar finnst mér skrýtið að þetta sé það sem þú vilt einblína á í þinni fyrstu spurningu.“ „Dauðsföll verkamanna hafa verið stórt umræðuefni í kringum heimsmeistaramótið. En allt sem hefur verið sagt og skrifað um dauðsföll þeirra er kolrangt.“ „Þetta þema, þessi neikvæðni í kringum heimsmeistaramótið, er eitthvað sem við höfum þurft að þola. Við erum mjög vonsvikin með það að fjölmiðlafólk sé að láta þetta líta verr út en það er. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að margt af þessu fjölmiðlafólki megi skoða það af hverju þau hafi haldi áfram að tönglast á þessu umræðuefni svona lengi,“ sagði Al Khater að lokum. Kjánalegt tillitsleysi Eins og áður segir hefur Al Khater mátt þola mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Meðal þeirra sem gagnrýnir Al Khater er Rothna Begum, talsmaður Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). „Ummæli þessa embættismanns í Katar sýnir kjánalegt tillitsleysi í garð verkamannsins sem lést,“ sagði Begum. „Yfirlýsing hans um að dauðsföll sé eitthvað sem gerist og að það sé náttúrulegt hunsar algjörlega þá staðreynd að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla verkamanna.“ Þá hefur Ella Knight hjá Amnesty International einnig farið hörðum orðum um ummælin. Hún segir til að mynda að það sé ekkert til í því að öll þessi dauðsföll séu rannsökuð. „Því miður hefur Hr. Al Khater rangt fyrir sér þegar hann segir að öll dauðsföll séu rannsökuð. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Knight. „Við, og aðrir, höfum kallað eftir því í mörg ár að yfirvöld í Katar framkvæmi slíkar rannsóknir á dauðsföllum verkamanna, en höfum talað fyrir daufum eyrum.“ „Í staðinn hafa þeir einfaldlega haldið áfram að afskrifa stórar tölur um dauðsföll og segja þau „af náttúrulegum orsökum“, þrátt fyrir þær augljósu heilsufarsáhættur sem fylgja því að vinna í gríðarlegum hita.“ HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira
Maðurinn lést í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag segja vitni að slysinu að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var spurður út í þetta skelfilega atvik í viðtali við Reuters fréttastofuna. Hann virkaði þó pirraður yfir því að hafa yfir höfuð verið spurður út í þetta. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Auðvitað var verkamaður að láta lífið og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hins vegar finnst mér skrýtið að þetta sé það sem þú vilt einblína á í þinni fyrstu spurningu.“ „Dauðsföll verkamanna hafa verið stórt umræðuefni í kringum heimsmeistaramótið. En allt sem hefur verið sagt og skrifað um dauðsföll þeirra er kolrangt.“ „Þetta þema, þessi neikvæðni í kringum heimsmeistaramótið, er eitthvað sem við höfum þurft að þola. Við erum mjög vonsvikin með það að fjölmiðlafólk sé að láta þetta líta verr út en það er. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að margt af þessu fjölmiðlafólki megi skoða það af hverju þau hafi haldi áfram að tönglast á þessu umræðuefni svona lengi,“ sagði Al Khater að lokum. Kjánalegt tillitsleysi Eins og áður segir hefur Al Khater mátt þola mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Meðal þeirra sem gagnrýnir Al Khater er Rothna Begum, talsmaður Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). „Ummæli þessa embættismanns í Katar sýnir kjánalegt tillitsleysi í garð verkamannsins sem lést,“ sagði Begum. „Yfirlýsing hans um að dauðsföll sé eitthvað sem gerist og að það sé náttúrulegt hunsar algjörlega þá staðreynd að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla verkamanna.“ Þá hefur Ella Knight hjá Amnesty International einnig farið hörðum orðum um ummælin. Hún segir til að mynda að það sé ekkert til í því að öll þessi dauðsföll séu rannsökuð. „Því miður hefur Hr. Al Khater rangt fyrir sér þegar hann segir að öll dauðsföll séu rannsökuð. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Knight. „Við, og aðrir, höfum kallað eftir því í mörg ár að yfirvöld í Katar framkvæmi slíkar rannsóknir á dauðsföllum verkamanna, en höfum talað fyrir daufum eyrum.“ „Í staðinn hafa þeir einfaldlega haldið áfram að afskrifa stórar tölur um dauðsföll og segja þau „af náttúrulegum orsökum“, þrátt fyrir þær augljósu heilsufarsáhættur sem fylgja því að vinna í gríðarlegum hita.“
HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira