Konurnar græða miklu meira á HM karla í ár en þegar þær unnu HM sjálfar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 09:30 Megan Rapinoe fagnar marki sínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sumarið 2019. Getty/Richard Heathcote Nýr samningur við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins sér til þess að landsliðskonurnar frá Bandaríkjunum græða miklu meira á góðum árangri karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Katar en þegar þær urðu sjálfar heimsmeistarar árið 2019. Karlalandslið Bandaríkjanna tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM á þriðjudaginn með því að vinna 1-0 sigur á Íran í lokaleik riðilsins. Í nýjum jafnréttissamningi bandaríska knattspyrnusambandsins þá skipta karla- og kvennaliðin jafnt á milli sín því sem bandaríska sambandið fær í verðlaunafé fyrir árangur landsliða sinna á HM. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Karlalandsliðið fær miklu meira frá FIFA heldur en kvennaliðið en þar sem að þessu er skipt jafn á milli leikmanna þá hækkar heildarupphæðin í hvert skipti sem karlaliðið kemst lengra í heimsmeistarakeppninni. Nú er svo komið að með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin þá hafa leikmenn karlaliðsins tryggt bæði sér og leikmönnum kvennaliðsins 380 þúsund dollara bónusgreiðslu sem jafngildir tæpum 55 milljónum íslenskra króna. Leikmenn bandaríska liðsins á HM kvenna 2023 fá því sömu upphæð og karlarnir á næsta ári en þær fengu 110 þúsund dala bónus fyrir að verða heimsmeistari 2019 eða þrisvar sinnum minna. Samkvæmt nýja samningnum þá mun bandaríska sambandið skipta níutíu prósent af verðlaunafénu á milli leikmanna sinna. FIFA gefur frá sér samtals 440 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir þau 32 lönd sem komust á HM í Katar en gaf aðeins samtals 30 milljónir til þjóðanna á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. Kvennalandsliðin munu fá hærri upphæð á næsta ári en eru samt svo langt langt á eftir enn þá. HM 2022 í Katar HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Karlalandslið Bandaríkjanna tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM á þriðjudaginn með því að vinna 1-0 sigur á Íran í lokaleik riðilsins. Í nýjum jafnréttissamningi bandaríska knattspyrnusambandsins þá skipta karla- og kvennaliðin jafnt á milli sín því sem bandaríska sambandið fær í verðlaunafé fyrir árangur landsliða sinna á HM. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Karlalandsliðið fær miklu meira frá FIFA heldur en kvennaliðið en þar sem að þessu er skipt jafn á milli leikmanna þá hækkar heildarupphæðin í hvert skipti sem karlaliðið kemst lengra í heimsmeistarakeppninni. Nú er svo komið að með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin þá hafa leikmenn karlaliðsins tryggt bæði sér og leikmönnum kvennaliðsins 380 þúsund dollara bónusgreiðslu sem jafngildir tæpum 55 milljónum íslenskra króna. Leikmenn bandaríska liðsins á HM kvenna 2023 fá því sömu upphæð og karlarnir á næsta ári en þær fengu 110 þúsund dala bónus fyrir að verða heimsmeistari 2019 eða þrisvar sinnum minna. Samkvæmt nýja samningnum þá mun bandaríska sambandið skipta níutíu prósent af verðlaunafénu á milli leikmanna sinna. FIFA gefur frá sér samtals 440 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir þau 32 lönd sem komust á HM í Katar en gaf aðeins samtals 30 milljónir til þjóðanna á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. Kvennalandsliðin munu fá hærri upphæð á næsta ári en eru samt svo langt langt á eftir enn þá.
HM 2022 í Katar HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira