Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 08:01 John Herdman, þjálfari kanadíska landsliðsins í knattspyrnu, hefði getað valið orð sín betur eftir tap liðsins gegn Belgum. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. Eftir tap 1-0 tap Kanada gegn Belgíu í F-riðli heimsmeistaramótsins síðastliðin miðvikudag valdi Herdman orð sín heldur óheppilega til að reyna að stappa stálinu í sína menn. „Ég sagði leikmönnunum að við ættum heima á þessu móti og að við ætlum okkur að mæta og r... Króötum,“ sagði Herdman eftir tapið. Hann hefur nú beðist afsökunar á orðavali sínu. Þessi ummæli Herdman fóru ekki sérlega vel í Zlatko Dalic, þjálfara Króata, og óskaði hann eftir því að sínu liði yrði sýnd virðing. „Hvernig hann setur þessi orð saman sýnir ekki virðingu,“ sagði Dalic, en hans menn fóru alla leið í úrslitaleik HM í Rússlandi árið 2018. „Við höfnuðum í öðru sæti á seinasta móti og við eigum skilið virðingu. Ég ætla samt ekki að einbeita mér að eða dvelja of lengi við ummæli annarra.“ „Við berum jafn mikla virðingu fyrir öllum öðrum og við búumst við því sama.“ Króatía og Kanada mætast í þriðja leik dagsins á HM klukkan 16:00 í dag og með sigri, og hagstæðum úrslitum úr leik Belga og Marokkó, eru Króatar komnir áfram í 16-liða úrslit. Kanadamenn þurfa hins vegar nauðsynlega að ná í að minnsta kosti stig til að halda vonum sínum á lífi. HM 2022 í Katar Króatía Kanada Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
Eftir tap 1-0 tap Kanada gegn Belgíu í F-riðli heimsmeistaramótsins síðastliðin miðvikudag valdi Herdman orð sín heldur óheppilega til að reyna að stappa stálinu í sína menn. „Ég sagði leikmönnunum að við ættum heima á þessu móti og að við ætlum okkur að mæta og r... Króötum,“ sagði Herdman eftir tapið. Hann hefur nú beðist afsökunar á orðavali sínu. Þessi ummæli Herdman fóru ekki sérlega vel í Zlatko Dalic, þjálfara Króata, og óskaði hann eftir því að sínu liði yrði sýnd virðing. „Hvernig hann setur þessi orð saman sýnir ekki virðingu,“ sagði Dalic, en hans menn fóru alla leið í úrslitaleik HM í Rússlandi árið 2018. „Við höfnuðum í öðru sæti á seinasta móti og við eigum skilið virðingu. Ég ætla samt ekki að einbeita mér að eða dvelja of lengi við ummæli annarra.“ „Við berum jafn mikla virðingu fyrir öllum öðrum og við búumst við því sama.“ Króatía og Kanada mætast í þriðja leik dagsins á HM klukkan 16:00 í dag og með sigri, og hagstæðum úrslitum úr leik Belga og Marokkó, eru Króatar komnir áfram í 16-liða úrslit. Kanadamenn þurfa hins vegar nauðsynlega að ná í að minnsta kosti stig til að halda vonum sínum á lífi.
HM 2022 í Katar Króatía Kanada Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira