„Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 21:30 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn toppliði Vals í Subway-deild karla kvöld. Hann getur þó verið ánægður með margt í leik sinna manna. „Við töpuðum og maður er svekktur að hafa ekki náð að landa þessu,“ segir Viðar. „Við komumst aftur inn í þetta í fjórða leikhluta þegar vörnin herðist. Þá vorum við að framkvæma það sem við lögðum upp með.“ Hvernig var að sjá liðið koma til baka eftir að hafa lent tólf stigum undir? „Við höfum komið til baka áður og misst niður forystur. Körfuboltaleikur er 40 mínútur og tólf stiga forysta er enginn munur. Við tókum eitt áhlaup og settum leikinn í naglbít. Það þarf ekkert ofboðslegt hjarta til þess. Ég er ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum en það var ekki alveg nóg. Þetta er eitt skot hér eða þar. Það er erfitt að taka þessu.“ Þegar Viðar var spurður hvað hefði vantað upp á svo Höttur myndi vinna leikinn þá sagði hann: „Hvað, voru það ekki þrjú stig?“ „Þetta er bara eitt skot. Tim fékk gott færi. Þetta eru litlir hlutir. Við erum að spila við besta lið landsins. Ég er tilbúinn að segja það á þessu augnabliki að Valur er langbesta liðið sem við höfum spilað. Hér í dag voru tvö bestu varnarlið deildarinnar að spila. Þetta fellur með einu skoti eða einu stoppi. Við vorum ánægðir með okkar frammistöðu.“ „Í augnablikinu eru þeir betri en við. Það er svekkjandi að ná ekki að stela þessu.“ Viðar var ósáttur við það að fá ekki meiri tíma í lokin þegar Valur fékk vítaskot til að breikka muninn í þrjú stig. Það voru bara 0:09 á klukkunni þegar vítaskotin voru tekin. „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni. Ég óska eftir því að það sé IRS (endursýningar fyrir dómara) í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ Hattarmenn eru með þrjá sigra úr sjö leikjum. Hversu langt geta þeir farið á þessari leiktíð? „Við erum á fínu róli. Tveir tapleikir í röð sem eru búnir að vera mjög jafnir. Frammistaðan hefur verið flott og við verðum að halda því áfram. Við munum ná lengra en nokkru sinni fyrr. Það er klárt, við munum gera það.“ Subway-deild karla Höttur Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
„Við töpuðum og maður er svekktur að hafa ekki náð að landa þessu,“ segir Viðar. „Við komumst aftur inn í þetta í fjórða leikhluta þegar vörnin herðist. Þá vorum við að framkvæma það sem við lögðum upp með.“ Hvernig var að sjá liðið koma til baka eftir að hafa lent tólf stigum undir? „Við höfum komið til baka áður og misst niður forystur. Körfuboltaleikur er 40 mínútur og tólf stiga forysta er enginn munur. Við tókum eitt áhlaup og settum leikinn í naglbít. Það þarf ekkert ofboðslegt hjarta til þess. Ég er ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum en það var ekki alveg nóg. Þetta er eitt skot hér eða þar. Það er erfitt að taka þessu.“ Þegar Viðar var spurður hvað hefði vantað upp á svo Höttur myndi vinna leikinn þá sagði hann: „Hvað, voru það ekki þrjú stig?“ „Þetta er bara eitt skot. Tim fékk gott færi. Þetta eru litlir hlutir. Við erum að spila við besta lið landsins. Ég er tilbúinn að segja það á þessu augnabliki að Valur er langbesta liðið sem við höfum spilað. Hér í dag voru tvö bestu varnarlið deildarinnar að spila. Þetta fellur með einu skoti eða einu stoppi. Við vorum ánægðir með okkar frammistöðu.“ „Í augnablikinu eru þeir betri en við. Það er svekkjandi að ná ekki að stela þessu.“ Viðar var ósáttur við það að fá ekki meiri tíma í lokin þegar Valur fékk vítaskot til að breikka muninn í þrjú stig. Það voru bara 0:09 á klukkunni þegar vítaskotin voru tekin. „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni. Ég óska eftir því að það sé IRS (endursýningar fyrir dómara) í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ Hattarmenn eru með þrjá sigra úr sjö leikjum. Hversu langt geta þeir farið á þessari leiktíð? „Við erum á fínu róli. Tveir tapleikir í röð sem eru búnir að vera mjög jafnir. Frammistaðan hefur verið flott og við verðum að halda því áfram. Við munum ná lengra en nokkru sinni fyrr. Það er klárt, við munum gera það.“
Subway-deild karla Höttur Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. 25. nóvember 2022 21:27