Danska stórstjarnan missti mömmu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 11:30 Nadia Nadim í leik með danska fótboltalandsliðinu sem hún hefur spilað meira en hundrað leiki fyrir. Getty/Andrea Staccioli Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim fékk mjög slæmar fréttir til Katar þar sem hún er stödd í Katar sem sendiherra heimsmeistaramótsins. Hamida, móðir Nadiu, lést í umferðarslysi á þriðjudagsmorguninn. Hún vat aðeins 57 ára gömul. „Móðir mín lést eftir að hafa orðið fyrir trukk. Hún var á leiðinni heim úr líkamsræktinni,“ skrifaði Nadim. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður. Ég hef misst mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi og það gerðist svo skyndilega og svo óvænt,“ skrifaði Nadim á samfélagsmiðla sína. pic.twitter.com/d733ODYpGs— Dr Nadia Nadim (@nadia_nadim) November 23, 2022 „Hún var stríðsmaður og barðist fyrir hverjum sentímetra í sínu lífi. Hún gaf mér ekki líf bara einu sinni heldur tvisvar,“ skrifaði Nadim. „Lífið er ósanngjarnt en ég skil ekki af hverju þetta varð að vera hún og af hverju þetta endaði svona,“ skrifaði Nadim. Hin 34 ára gamla Nadim á fjórar systur en þær misstu föður sinn í Afganistan árið 1999 þegar hann var drepinn af Talíbönum. Fjölskyldan flúði til Danmerkur og hóf nýtt líf þar. Nadim byrjaði að æfa fótbolta og hefur síðan orðið ein besta knattspyrnukona í sögu dönsku þjóðarinnar. "I have lost my home and I know nothing's going to ever feel the same."Life is unfair and I don't understand why her and why this way. I love you and I will see you again." https://t.co/GYWJAMUODG— Sky News (@SkyNews) November 23, 2022 Nadim hefur skorað 38 mörk í 103 landsleikjum og hefur spilað fyrir stórlið eins og Portland Thorns, Manchester City og Paris Saint-Germain. Hún er nú leikmaður Racing Louisville í bandarísku NWSL deildinni. Nadim vakti líka mikla athygli fyrir það að hafa klárað læknisnámið með fótboltaferlinum. Hún útskrifaðist sem læknir í janúar á þessu ári. Hún fékk aftur á móti mikla gagnrýni fyrir að þiggja peningana og gerast sendiherra fyrir HM í Katar. BREAKING: ITV World Cup pundit Nadia Nadim was forced off air after learning her mother had been killed by a truck https://t.co/B3l3DhBUNQ— MailOnline Sport (@MailSport) November 23, 2022 Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira
Hamida, móðir Nadiu, lést í umferðarslysi á þriðjudagsmorguninn. Hún vat aðeins 57 ára gömul. „Móðir mín lést eftir að hafa orðið fyrir trukk. Hún var á leiðinni heim úr líkamsræktinni,“ skrifaði Nadim. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður. Ég hef misst mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi og það gerðist svo skyndilega og svo óvænt,“ skrifaði Nadim á samfélagsmiðla sína. pic.twitter.com/d733ODYpGs— Dr Nadia Nadim (@nadia_nadim) November 23, 2022 „Hún var stríðsmaður og barðist fyrir hverjum sentímetra í sínu lífi. Hún gaf mér ekki líf bara einu sinni heldur tvisvar,“ skrifaði Nadim. „Lífið er ósanngjarnt en ég skil ekki af hverju þetta varð að vera hún og af hverju þetta endaði svona,“ skrifaði Nadim. Hin 34 ára gamla Nadim á fjórar systur en þær misstu föður sinn í Afganistan árið 1999 þegar hann var drepinn af Talíbönum. Fjölskyldan flúði til Danmerkur og hóf nýtt líf þar. Nadim byrjaði að æfa fótbolta og hefur síðan orðið ein besta knattspyrnukona í sögu dönsku þjóðarinnar. "I have lost my home and I know nothing's going to ever feel the same."Life is unfair and I don't understand why her and why this way. I love you and I will see you again." https://t.co/GYWJAMUODG— Sky News (@SkyNews) November 23, 2022 Nadim hefur skorað 38 mörk í 103 landsleikjum og hefur spilað fyrir stórlið eins og Portland Thorns, Manchester City og Paris Saint-Germain. Hún er nú leikmaður Racing Louisville í bandarísku NWSL deildinni. Nadim vakti líka mikla athygli fyrir það að hafa klárað læknisnámið með fótboltaferlinum. Hún útskrifaðist sem læknir í janúar á þessu ári. Hún fékk aftur á móti mikla gagnrýni fyrir að þiggja peningana og gerast sendiherra fyrir HM í Katar. BREAKING: ITV World Cup pundit Nadia Nadim was forced off air after learning her mother had been killed by a truck https://t.co/B3l3DhBUNQ— MailOnline Sport (@MailSport) November 23, 2022
Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Fleiri fréttir Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira