Ótrúlega flott röðun á heyrúllum á bænum Bjarnanesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. nóvember 2022 22:00 Heyrúllurnar á Bjarnanesi, sem er svona listavel raðað upp af Eyjólfi bónda á bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið heilmikil kúnst að raða heyrúllum heim við bæi hjá bændum svo sómi sé af. Bóndinn á bænum Bjarnanesi rétt við Höfn í Hornafirði kann réttu handabrögðin við röðun rúlla því hann hefur raðað rúllunum sínum fimmtán hundruð við fjárhúsið af miklum myndarskap með dráttarvél. Á bænum Bjarnanesi eru þau Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson með um 900 fjár. Það þarf mikið hey í allar kindurnar og því er planið við fjárhúsið fullt af heyrúllum. Heyrúllurnar eru keyrðar inn í sérstaka matara og fara þaðan í sérstakan vagn, sem fénu er gefið úr. Bærinn er staðsettur við þjóðveg eitt og þeir, sem fara þar um komast ekki hjá því að sjá hvað heyrúllunum er raðað snyrtilega upp, allar í hvítu plasti og sóma sér vel við bæinn. Eyjólfur bóndi á heiðurinn af því. „Hann er bara svo nákvæmur karlinn, það er allt svona, sem gerir. Mér finnst mikilvægt að rúllunum sé vel raðað því það er ekki bara það að þetta lítur betur út, heldur er þetta líka ásýndin út á við. Það er búið að sýna sig, allavega upp á síðkastið að ásýnd bænda þarf líka að vera svolítið jákvæð,” segir Sigrún Harpa. Það er unun að fylgjast með Eyjólfi raða rúllunum upp á dráttarvél, allt eftir kúnstarinnar reglum. „Mér var kennt það að það, sem ég reyndi að gera ætti ég að gera vel. Ég reyni alltaf að gera alla hluti sæmilega vel,” segir Eyjólfur. Og þetta er rosalega flott hjá þér? „Já, þakka þér fyrir það. Svona er þetta bara og svona hefur þetta bara verð hjá okkur og við viljum hafa þetta svona. Okkur finnst ekkert prýði af því að sjá rúllur við bæi eins og þeim hafi verið sturtað af bíl. Þetta tekur ekkert meiri tíma þó maður reyni aðeins að vanda sig,” bætir Eyjólfur við. Eyjólfur segist stundum vera beðin um að raða upp rúllum við aðra bæi en heima hjá sér og að hann hafi bara gaman af því. En væri ekki ástæða til að efna til röðunarheyrúllukeppni á meðal bænda til gamans? „Jú, jú, það væri allt í lagi í góðu tómi. Það eru rúningskeppnir og það eru allskonar keppnir, það má alveg eins raða rúllum,” segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur og Sigrún Harpa, sauðfjárbændur á Bjarnanesi, ásamt Þorsteini Sigurjónssyni, sem býr líka á staðnum en hann verður 83 ára eftir nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Á bænum Bjarnanesi eru þau Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson með um 900 fjár. Það þarf mikið hey í allar kindurnar og því er planið við fjárhúsið fullt af heyrúllum. Heyrúllurnar eru keyrðar inn í sérstaka matara og fara þaðan í sérstakan vagn, sem fénu er gefið úr. Bærinn er staðsettur við þjóðveg eitt og þeir, sem fara þar um komast ekki hjá því að sjá hvað heyrúllunum er raðað snyrtilega upp, allar í hvítu plasti og sóma sér vel við bæinn. Eyjólfur bóndi á heiðurinn af því. „Hann er bara svo nákvæmur karlinn, það er allt svona, sem gerir. Mér finnst mikilvægt að rúllunum sé vel raðað því það er ekki bara það að þetta lítur betur út, heldur er þetta líka ásýndin út á við. Það er búið að sýna sig, allavega upp á síðkastið að ásýnd bænda þarf líka að vera svolítið jákvæð,” segir Sigrún Harpa. Það er unun að fylgjast með Eyjólfi raða rúllunum upp á dráttarvél, allt eftir kúnstarinnar reglum. „Mér var kennt það að það, sem ég reyndi að gera ætti ég að gera vel. Ég reyni alltaf að gera alla hluti sæmilega vel,” segir Eyjólfur. Og þetta er rosalega flott hjá þér? „Já, þakka þér fyrir það. Svona er þetta bara og svona hefur þetta bara verð hjá okkur og við viljum hafa þetta svona. Okkur finnst ekkert prýði af því að sjá rúllur við bæi eins og þeim hafi verið sturtað af bíl. Þetta tekur ekkert meiri tíma þó maður reyni aðeins að vanda sig,” bætir Eyjólfur við. Eyjólfur segist stundum vera beðin um að raða upp rúllum við aðra bæi en heima hjá sér og að hann hafi bara gaman af því. En væri ekki ástæða til að efna til röðunarheyrúllukeppni á meðal bænda til gamans? „Jú, jú, það væri allt í lagi í góðu tómi. Það eru rúningskeppnir og það eru allskonar keppnir, það má alveg eins raða rúllum,” segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur og Sigrún Harpa, sauðfjárbændur á Bjarnanesi, ásamt Þorsteini Sigurjónssyni, sem býr líka á staðnum en hann verður 83 ára eftir nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira