Heimtar afsökunarbeiðni frá Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 13:30 Michael Jordan skorar á Isiah Thomas í frægu einvígi Chicago Bulls og Detroit Pistons í úrslitakeppninni 1991. Getty/Focus Isiah Thomas er ekki búinn að fyrirgefa Michael Jordan og þá erum við ekki bara að tala um Draumaliðið í Barcelona 1992. Thomas er mjög ósáttur með hvernig hann var látinn líta út í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem slógu svo eftirminnilega í gegn þegar kórónuveiran var alls ráðandi í heiminum vorið 2020. Jordan framleiddi „The Last Dance“ sjálfur og það er löngu vitað að hann og Isiah Thomas eru engir vinir frá því að Detriot Pistons og Chicago Bulls háðu harðar rimmur á níunda áratug síðustu aldar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Þekktast er þegar Isiah Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum áður en lokaflautið gall í leiknum þar Jordan og liðsfélögum hans tókst loksins að slá þá út í úrslitakeppninni. Það tímabil fór Jordan síðan alla leið með Bulls og vann sinn fyrsta af sex meistaratitlum. Almennt er talið að þetta hafi átt mikinn þátt í því að Jordan er sagður hafa komið í veg fyrir að Thomas fengi að spila með Draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ferill Thomas og Detroit Pistons var ekki merkilegur í framhaldinu eftir mikla sigurgöngu þar á undan en ekki hjálpaði mikið til að Thomas glímdi við erfið meiðsli síðasta hluta ferils síns. Hann er enn að tala um sig og Jordan. Kannski af því að menn eru alltaf að spyrja hann að þessu. „Þangað til að ég fæ afsökunarbeiðni þá mun þetta ósætti lifa mjög mjög lengi af því að ég er frá vesturhluta Chicago borgar,“ sagði Isiah Thomas aðspurður um það hvernig hann kom út í Last Dance þáttunum. Isiah Thomas varð tvisvar sinnum NBA meistari með Detriot Pistons (1989 og 1990) og var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í 979 NBA-leikjum á ferlinum. Hann skoraði síðan 20,4 stig að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni þar af 22,6 stig í leik í þremur úrslitaeinvígum Detroit Pistons 1988, 1989 og 1990. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Thomas er mjög ósáttur með hvernig hann var látinn líta út í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem slógu svo eftirminnilega í gegn þegar kórónuveiran var alls ráðandi í heiminum vorið 2020. Jordan framleiddi „The Last Dance“ sjálfur og það er löngu vitað að hann og Isiah Thomas eru engir vinir frá því að Detriot Pistons og Chicago Bulls háðu harðar rimmur á níunda áratug síðustu aldar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Þekktast er þegar Isiah Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum áður en lokaflautið gall í leiknum þar Jordan og liðsfélögum hans tókst loksins að slá þá út í úrslitakeppninni. Það tímabil fór Jordan síðan alla leið með Bulls og vann sinn fyrsta af sex meistaratitlum. Almennt er talið að þetta hafi átt mikinn þátt í því að Jordan er sagður hafa komið í veg fyrir að Thomas fengi að spila með Draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ferill Thomas og Detroit Pistons var ekki merkilegur í framhaldinu eftir mikla sigurgöngu þar á undan en ekki hjálpaði mikið til að Thomas glímdi við erfið meiðsli síðasta hluta ferils síns. Hann er enn að tala um sig og Jordan. Kannski af því að menn eru alltaf að spyrja hann að þessu. „Þangað til að ég fæ afsökunarbeiðni þá mun þetta ósætti lifa mjög mjög lengi af því að ég er frá vesturhluta Chicago borgar,“ sagði Isiah Thomas aðspurður um það hvernig hann kom út í Last Dance þáttunum. Isiah Thomas varð tvisvar sinnum NBA meistari með Detriot Pistons (1989 og 1990) og var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í 979 NBA-leikjum á ferlinum. Hann skoraði síðan 20,4 stig að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni þar af 22,6 stig í leik í þremur úrslitaeinvígum Detroit Pistons 1988, 1989 og 1990. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins