Liverpool sagt vera búið að taka til hliðar peninga vegna mögulegra kaupa á Jude Bellingham Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 23:16 Jude Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Vísir/Getty Sagan um möguleg félagaskipti Jude Bellingham verður án efa fyrirferðamikil í allan vetur. Hann hefur lengi vel verið orðaður við Liverpool og nú berast fregnir af því að eigendur enska liðsins séu búnir að leggja til hliðar peninga sem nota á vegna mögulegra kaupa næsta sumar. Jude Bellingham er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur getið sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur árið 2003 og því aðeins nítján ára gamall. Hann á fast sæti í landsliðshópi Englendinga og verður vafalaust í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Qatar síðar í mánuðinum. Bellingham hefur nú þegar leikið sautján landsleiki fyrir England. Lengi vel hefur Bellingham verið orðaður við Liverpool og ljóst er að enska liðið hefur mikinn áhuga á að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar. Þeir reyndu fyrst að fá hann til liðs við sig þegar Bellingham var aðeins níu ára og hafa lengi fylgst með honum. Samkeppni frá stórveldum Þeir fá þó án efa samkeppni því Real Madrid er einnig sagt áhugasamt og við það félag er erfitt að segja nei. Þá hafa Chelsea, Manchester City og Manchester United einnig verið sögð hafa áhuga á Bellingham. Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að eigendur Liverpool, bandaríska stórveldið FSG, séu búnir að leggja til hliðar háa upphæð sem nota á til kaupa á Bellingham næsta sumar. Upphæðin nemur 86 milljónum punda sem flestir telja þó að dugi skammt til sannfæra Dortmund um að selja ungstirnið en hann er með samning við þýska stórveldið til ársins 2025 Jurgen Klopp hefur ekki farið leynt með það að hann vill endurnýja á miðsvæði liðsins. Bellingham er mikilvægur hluti af því púsli og takist það ekki er ljóst að stuðningsmenn Liverpool munu láta heyra í sér enda nú þegar töluverð óánægja innan þeirra raða vegna hversu litlum peningum þeir finnst FSG verja í leikmannakaup. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Jude Bellingham er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur getið sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur árið 2003 og því aðeins nítján ára gamall. Hann á fast sæti í landsliðshópi Englendinga og verður vafalaust í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Qatar síðar í mánuðinum. Bellingham hefur nú þegar leikið sautján landsleiki fyrir England. Lengi vel hefur Bellingham verið orðaður við Liverpool og ljóst er að enska liðið hefur mikinn áhuga á að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar. Þeir reyndu fyrst að fá hann til liðs við sig þegar Bellingham var aðeins níu ára og hafa lengi fylgst með honum. Samkeppni frá stórveldum Þeir fá þó án efa samkeppni því Real Madrid er einnig sagt áhugasamt og við það félag er erfitt að segja nei. Þá hafa Chelsea, Manchester City og Manchester United einnig verið sögð hafa áhuga á Bellingham. Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að eigendur Liverpool, bandaríska stórveldið FSG, séu búnir að leggja til hliðar háa upphæð sem nota á til kaupa á Bellingham næsta sumar. Upphæðin nemur 86 milljónum punda sem flestir telja þó að dugi skammt til sannfæra Dortmund um að selja ungstirnið en hann er með samning við þýska stórveldið til ársins 2025 Jurgen Klopp hefur ekki farið leynt með það að hann vill endurnýja á miðsvæði liðsins. Bellingham er mikilvægur hluti af því púsli og takist það ekki er ljóst að stuðningsmenn Liverpool munu láta heyra í sér enda nú þegar töluverð óánægja innan þeirra raða vegna hversu litlum peningum þeir finnst FSG verja í leikmannakaup.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn