Fjórir erlendir Stólar á vellinum og Haukar kæra líklega Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 14:33 Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu en ef boltinn hefði ekki farið ofan í hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls getað náð boltanum og hafið sókn. Skjáskot/RÚV Körfuknattleiksdeild Hauka mun sennilega kæra úrslit leiksins við Tindastól í VÍS-bikarkeppni karla á mánudagskvöld, vegna meints brots Tindastóls á reglum um fjölda erlenda leikmanna. Tindastóll vann leikinn en fari svo að Haukar kæri, og aga- og úrskurðanefnd KKÍ úrskurði þeim í vil, fá Hafnfirðingar 20-0 sigur og farseðil í 16-liða úrslitin. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum þegar Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, tók tvö vítaskot um miðjan þriðja leikhluta. Hilmar hitti úr seinna vítinu sínu og þar með tók við leikhlé sem Tindastóll hafði beðið um. Í útsendingu RÚV má sjá að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum gegn Haukum á sama tíma, ásamt Pétri Rúnari Birgissyni. Það stangast á við reglur KKÍ.Skjáskot/RÚV Það að erlendir leikmenn Tindastóls væru einum of margir inni á vellinum á sama tíma, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið í bæði deildar- og bikarkeppni hér á landi, hafði því ekki beinlínis áhrif á leikinn. Samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót virðist engu að síður um brot að ræða en þar segir meðal annars: Í úrvalsdeild karla og kvenna gildir eftirfarandi: Á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis. Á leikvelli hverju sinni mega mest vera tveir Bosman A leikmenn með erlent vegabréf í hvoru liði, eða mest þrír ef enginn leikmaður utan EES er á leikvelli innan liðs. Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í 8. greininni segir svo að komi í ljós að leikmaður sé ólöglegur þá tapi lið hans leiknum, annað hvort 20-0 eða eins og niðurstaðan varð í leiknum ef hann var hvort sem er í tapliði. Félag sem notar ólöglegan leikmann fær einnig 250.000 króna sekt. „Miðað við þær forsendur sem við erum búin að skoða þá finnst okkur þetta nokkuð skýrt, en við ætlum að vera með þessa hluti á hreinu áður en við sendum frá okkur kæru. En ég geri ráð fyrir að við látum reyna á þetta. Reglur eru reglur,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Tindastóll vann leikinn en fari svo að Haukar kæri, og aga- og úrskurðanefnd KKÍ úrskurði þeim í vil, fá Hafnfirðingar 20-0 sigur og farseðil í 16-liða úrslitin. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum þegar Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, tók tvö vítaskot um miðjan þriðja leikhluta. Hilmar hitti úr seinna vítinu sínu og þar með tók við leikhlé sem Tindastóll hafði beðið um. Í útsendingu RÚV má sjá að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum gegn Haukum á sama tíma, ásamt Pétri Rúnari Birgissyni. Það stangast á við reglur KKÍ.Skjáskot/RÚV Það að erlendir leikmenn Tindastóls væru einum of margir inni á vellinum á sama tíma, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið í bæði deildar- og bikarkeppni hér á landi, hafði því ekki beinlínis áhrif á leikinn. Samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót virðist engu að síður um brot að ræða en þar segir meðal annars: Í úrvalsdeild karla og kvenna gildir eftirfarandi: Á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis. Á leikvelli hverju sinni mega mest vera tveir Bosman A leikmenn með erlent vegabréf í hvoru liði, eða mest þrír ef enginn leikmaður utan EES er á leikvelli innan liðs. Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í 8. greininni segir svo að komi í ljós að leikmaður sé ólöglegur þá tapi lið hans leiknum, annað hvort 20-0 eða eins og niðurstaðan varð í leiknum ef hann var hvort sem er í tapliði. Félag sem notar ólöglegan leikmann fær einnig 250.000 króna sekt. „Miðað við þær forsendur sem við erum búin að skoða þá finnst okkur þetta nokkuð skýrt, en við ætlum að vera með þessa hluti á hreinu áður en við sendum frá okkur kæru. En ég geri ráð fyrir að við látum reyna á þetta. Reglur eru reglur,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka.
VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn