Klopp: Besta liðið í heimi fékk besta framherjann á markaðinum Atli Arason skrifar 16. október 2022 08:00 Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að ekkert félag geti ekki keppst við Manchester City og tvö önnur lið þegar það kemur að því að styrkja leikmannahóp sinn. „Þið spyrjið spurninga sem þið vitið nú þegar svarið við. Við [Liverpool] getum ekki hegðað okkur eins og þeir [Manchester City]. Það er bara ekki hægt, alls ekki hægt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í aðdraganda stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City. „Það getur enginn keppt við City. Besta lið í heimi bætti við sig besta framherja á markaðinum, sama hvað það kostaði,“ sagði Klopp en Erling Haaland gekk til liðs við Manchester City í sumar. Félagaskipti Haaland kosta City alls 85,5 milljónir punda þegar gjöld til umboðsmanna og annar kostnaður við félagaskiptin eru tekinn inn í reikninginn. Er það svipuð upphæð og Liverpool borgaði í sumar fyrir Darwin Nunez sem kom til félagsins frá Benfica á 85 milljónir punda. Tekið skal þó fram að launagreiðslur leikmannanna eru ekki með í þessum útreikningi í boði Sky Sports. „Það eru þrjú lið í þessum leik sem geta gert það sem þau vilja fjárhagslega. Það er fullkomlega löglegt en þau geta samt gert allt sem þau vilja,“ bætti Klopp við. Þar á hann sennilega við Manchester City, Paris Saint-Germain og Newcastle, sem eru öll í eigu auðmanna frá mið-austurlöndum. „Ég heyrði talað um Newcastle um daginn, að enginn takmörk væru á því hversu langt félagið gæti náð. Það er alveg hárrétt og ég óska þeim til hamingju með það. Það eru hins vegar önnur félög sem hafa takmörk,“ sagði Klopp. „Þessi lið geta bætt við leikmönnum eins og þeim sýnist. Við þurfum svo að keppast við þau og það er alls ekkert vandamál fyrir mig persónulega. Það er opnað á þessa umræðu ítrekað og leitast eftir viðbrögðum mínum við þessu þegar allir vita svörin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við blaðamenn bresku pressunnar. Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
„Þið spyrjið spurninga sem þið vitið nú þegar svarið við. Við [Liverpool] getum ekki hegðað okkur eins og þeir [Manchester City]. Það er bara ekki hægt, alls ekki hægt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í aðdraganda stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City. „Það getur enginn keppt við City. Besta lið í heimi bætti við sig besta framherja á markaðinum, sama hvað það kostaði,“ sagði Klopp en Erling Haaland gekk til liðs við Manchester City í sumar. Félagaskipti Haaland kosta City alls 85,5 milljónir punda þegar gjöld til umboðsmanna og annar kostnaður við félagaskiptin eru tekinn inn í reikninginn. Er það svipuð upphæð og Liverpool borgaði í sumar fyrir Darwin Nunez sem kom til félagsins frá Benfica á 85 milljónir punda. Tekið skal þó fram að launagreiðslur leikmannanna eru ekki með í þessum útreikningi í boði Sky Sports. „Það eru þrjú lið í þessum leik sem geta gert það sem þau vilja fjárhagslega. Það er fullkomlega löglegt en þau geta samt gert allt sem þau vilja,“ bætti Klopp við. Þar á hann sennilega við Manchester City, Paris Saint-Germain og Newcastle, sem eru öll í eigu auðmanna frá mið-austurlöndum. „Ég heyrði talað um Newcastle um daginn, að enginn takmörk væru á því hversu langt félagið gæti náð. Það er alveg hárrétt og ég óska þeim til hamingju með það. Það eru hins vegar önnur félög sem hafa takmörk,“ sagði Klopp. „Þessi lið geta bætt við leikmönnum eins og þeim sýnist. Við þurfum svo að keppast við þau og það er alls ekkert vandamál fyrir mig persónulega. Það er opnað á þessa umræðu ítrekað og leitast eftir viðbrögðum mínum við þessu þegar allir vita svörin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við blaðamenn bresku pressunnar.
Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira