Bandaríska landsliðið tapar tveimur í röð í fyrsta sinn í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 13:00 Megan Rapinoe gengur mjög svekkt af vell á meðan þær spænsku fagna góðum sigri. Getty/ Juan Manuel Serrano Arce Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap á móti hálfgerðu varaliði Spánar í vináttulandsleik í Pamplona í gær. Spánn vann leikinn 2-0 en þetta var annað tap bandaríska landsliðsins í röð. Þær bandarísku töpuðu líka 2-1 fyrir þeim ensku á Wembley í þessum landsleikjaglugga. Laia Codina kom spænska liðinu yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og Esther Gonzalez innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Það þarf að fara alla leið aftur til mars 2017 til að finna þær bandarísku tapa tveimur leikjum í röð en þá töpuðu þær fyrir Englandi og Frakklandi í SheBelieves bikarnum. Það eru enn fremur liðin næstum því þrjú ár síðan að liðið fékk á sig mark í tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Bandaríska liðið er efst á styrkleikalista FIFA og hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Úrslitin eru sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að spænska liðið var án fimmtán öflugra landsliðskvenna sem gáfu ekki kost á sér til að mótmæla aðstöðu og umgjörð liðsins. Spænska knattspyrnusambandið leit á þetta sem tilraun landsliðskvennanna til að bola út þjálfaranum Jorge Vilda en leikmennirnir hafa þvertekið fyrir það. Jorge Vilda sagðist ekki ætla að segja af sér og kallaði bara á nýja leikmenn í staðinn. Spænski landsliðsþjálfarinn umdeildi náði þar að setja saman öflugt lið sem gerði jafntefli við sterkt lið Svía og vann svo þennan góða sigur. Nú er að sjá hver næstu skref verða hjá þessum leikmönnum sem skrópuðu í þetta verkefni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Spánn vann leikinn 2-0 en þetta var annað tap bandaríska landsliðsins í röð. Þær bandarísku töpuðu líka 2-1 fyrir þeim ensku á Wembley í þessum landsleikjaglugga. Laia Codina kom spænska liðinu yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og Esther Gonzalez innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Það þarf að fara alla leið aftur til mars 2017 til að finna þær bandarísku tapa tveimur leikjum í röð en þá töpuðu þær fyrir Englandi og Frakklandi í SheBelieves bikarnum. Það eru enn fremur liðin næstum því þrjú ár síðan að liðið fékk á sig mark í tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Bandaríska liðið er efst á styrkleikalista FIFA og hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Úrslitin eru sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að spænska liðið var án fimmtán öflugra landsliðskvenna sem gáfu ekki kost á sér til að mótmæla aðstöðu og umgjörð liðsins. Spænska knattspyrnusambandið leit á þetta sem tilraun landsliðskvennanna til að bola út þjálfaranum Jorge Vilda en leikmennirnir hafa þvertekið fyrir það. Jorge Vilda sagðist ekki ætla að segja af sér og kallaði bara á nýja leikmenn í staðinn. Spænski landsliðsþjálfarinn umdeildi náði þar að setja saman öflugt lið sem gerði jafntefli við sterkt lið Svía og vann svo þennan góða sigur. Nú er að sjá hver næstu skref verða hjá þessum leikmönnum sem skrópuðu í þetta verkefni.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann