„Ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 14:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er sigurviss fyrir úrslitaleik okkar kvenna um sæti á HM 2023 gegn Portúgal. Leikið verður þar ytra í Portó og er forsetinn á meðal um 150 stuðningsmanna íslenska landsiðsins sem Guðni segir munu styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu. „Mér er það bæði ljúft og jafnvel skylt líka að styðja við stelpurnar okkar og strákana okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Þá er gaman að geta verið með góðum hópi Íslendinga þegar svona stór stund er framundan,“ segir Guðni í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann okkar sem er staddur í Porto. Kolbeinn rifjaði upp ljúfar minningar frá Nice árið 2016 þegar landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM. Eitt af fyrstu embættisverkum Guðna var að styðja strákana þar í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í Portó fyrir leik landsiðs kvenna í fótbólta. Sæti á HM er undir og verður flautað til leiks klukkan 5 að íslenskum tíma.vísir/kolbeinn tumi „Kannski verður þetta jafn spennandi í kvöld maður veit það ekki en hvernig sem fer þá veit ég að stuðningsfólk okkar mun styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu,“ segir Guðni. Hann hefur fulla trú á stelpunum þar sem liðið sé það gott. „Leikreynt, vel þjálfað og samheldið,“ segir Guðni. „Með fullri virðingu fyrir gestgjöfunum sem eru með afar skemmtilegt og sterkt lið, þá held ég að ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur. Við förum að minnsta kosti inn í leikinn til að vinna.“ Guðni var að lokum spurður út í alþýðleika sinn en Guðni tók flugvél, strætó og rútu með öðru stuðiningsfólki. Forsetinn segir annað ekki hafa verið í boði en bætir við að fólk í stöðu líkt og hann geti farið hvert sem er án þess að gæta sérstaklega að öryggi þeirra. „Og megi það vera þannig áfram. Þannig við skulum standa öll sem eitt saman í því að halda íslensku samfélagi þannig að fólk í áhrifastöðum þurfi ekki að óttast illsku ofbeldi og hatur. Við viljum ekki svoleiðis,“ segir Guðni að lokum og ítrekar að sigri Íslands sé að vænta á eftir. Leikurinn hefst klukkann 5 að íslenskum tíma. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira
„Mér er það bæði ljúft og jafnvel skylt líka að styðja við stelpurnar okkar og strákana okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Þá er gaman að geta verið með góðum hópi Íslendinga þegar svona stór stund er framundan,“ segir Guðni í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann okkar sem er staddur í Porto. Kolbeinn rifjaði upp ljúfar minningar frá Nice árið 2016 þegar landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM. Eitt af fyrstu embættisverkum Guðna var að styðja strákana þar í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í Portó fyrir leik landsiðs kvenna í fótbólta. Sæti á HM er undir og verður flautað til leiks klukkan 5 að íslenskum tíma.vísir/kolbeinn tumi „Kannski verður þetta jafn spennandi í kvöld maður veit það ekki en hvernig sem fer þá veit ég að stuðningsfólk okkar mun styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu,“ segir Guðni. Hann hefur fulla trú á stelpunum þar sem liðið sé það gott. „Leikreynt, vel þjálfað og samheldið,“ segir Guðni. „Með fullri virðingu fyrir gestgjöfunum sem eru með afar skemmtilegt og sterkt lið, þá held ég að ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur. Við förum að minnsta kosti inn í leikinn til að vinna.“ Guðni var að lokum spurður út í alþýðleika sinn en Guðni tók flugvél, strætó og rútu með öðru stuðiningsfólki. Forsetinn segir annað ekki hafa verið í boði en bætir við að fólk í stöðu líkt og hann geti farið hvert sem er án þess að gæta sérstaklega að öryggi þeirra. „Og megi það vera þannig áfram. Þannig við skulum standa öll sem eitt saman í því að halda íslensku samfélagi þannig að fólk í áhrifastöðum þurfi ekki að óttast illsku ofbeldi og hatur. Við viljum ekki svoleiðis,“ segir Guðni að lokum og ítrekar að sigri Íslands sé að vænta á eftir. Leikurinn hefst klukkann 5 að íslenskum tíma.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira