Vill gera Freaky Friday 2: „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. október 2022 11:30 Þær Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan léku mæðgurnar Tess og Önnu. Getty/Stephane Cardinale-James Gourley Stórleikkonuna Jamie Lee Curtis langar til þess að gera framhald af vinsælu Disney myndinni Freaky Friday sem hún lék í fyrir um tuttugu árum síðan. Myndin Freaky Friday kom út árið 2003. Þar lék Curtis taugaspennta sálfræðinginn Tess sem var í miðjum brúðkaupsundirbúningi. Lindsay Lohan, ein skærasta unglingsstjarna þessa tíma, fór með hlutverk Önnu, dóttur Tess, sem þjáðist af mikilli unglingaveiki. Þegar þær mæðgur skipta svo skyndilega um líkama fer allt í steik. Myndin var endurgerð myndar frá árinu 1977, þar sem Jodie Foster hafði farið með aðalhlutverkið. Endurgerðin naut gríðarlegra vinsælda og var hún endurgerð aftur árið 2018 með öðrum leikurum. Búin að skrifa til Disney varðandi framhald Hin 63 ára gamla Jamie Lee Curtis var gestur í þættinum The View í gær. Þar var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að gera framhald af Freaky Friday. „Ég er algjörlega opin fyrir því. Ég er nú þegar búin að skrifa vinum mínum hjá Disney,“ svaraði Curtis sem fer með hlutverk í nýrri útgáfu af Disney myndinni The Haunted Mansion. Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freaky Friday árið 2003.Getty/Carlo Allegri Vill sjá Lohan sem kynþokkafulla ömmu Um tuttugu ár liðin frá því að við við sáum mæðgurnar Tess og Önnu síðast. Ef til framhaldsmyndar kæmi væru þær því orðnar talsvert eldri og komnar á nýjan stað í lífinu þegar þær myndu svo skipta um líkama á nýjan leik. Curtis hefur sínar eigin hugmyndir um söguþráðinn. „Leyfið mér að vera gömul amma. Svo skiptum við um líkama og Lindsay verður kynþokkafull amma sem er ennþá að hafa gaman með Mark Harmon með öllum mögulegum leiðum sem hægt er að hafa gaman. Þið vitið hvað ég meina,“ en Mark Harmon lék eiginmann Tess og stjúpföður Önnu. „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna. Á meðan væri ég að eiga fullt í fangi með smábörn, sem gömul kona í heiminum eins og hann er í dag.“ Lindsay Lohan hefur látið lítið fyrir sér fara í heimi kvikmynda síðustu ár. En hún snýr nú aftur í Netflix jólamyndinni Falling for Christmas sem kemur út 10. nóvember. Lohan virðist því vera að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Það er því aldrei að vita nema hún sé tilbúin að bregða sér í hlutverk Önnu einu sinni enn. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Curtis. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Myndin Freaky Friday kom út árið 2003. Þar lék Curtis taugaspennta sálfræðinginn Tess sem var í miðjum brúðkaupsundirbúningi. Lindsay Lohan, ein skærasta unglingsstjarna þessa tíma, fór með hlutverk Önnu, dóttur Tess, sem þjáðist af mikilli unglingaveiki. Þegar þær mæðgur skipta svo skyndilega um líkama fer allt í steik. Myndin var endurgerð myndar frá árinu 1977, þar sem Jodie Foster hafði farið með aðalhlutverkið. Endurgerðin naut gríðarlegra vinsælda og var hún endurgerð aftur árið 2018 með öðrum leikurum. Búin að skrifa til Disney varðandi framhald Hin 63 ára gamla Jamie Lee Curtis var gestur í þættinum The View í gær. Þar var hún spurð hvort hún gæti hugsað sér að gera framhald af Freaky Friday. „Ég er algjörlega opin fyrir því. Ég er nú þegar búin að skrifa vinum mínum hjá Disney,“ svaraði Curtis sem fer með hlutverk í nýrri útgáfu af Disney myndinni The Haunted Mansion. Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freaky Friday árið 2003.Getty/Carlo Allegri Vill sjá Lohan sem kynþokkafulla ömmu Um tuttugu ár liðin frá því að við við sáum mæðgurnar Tess og Önnu síðast. Ef til framhaldsmyndar kæmi væru þær því orðnar talsvert eldri og komnar á nýjan stað í lífinu þegar þær myndu svo skipta um líkama á nýjan leik. Curtis hefur sínar eigin hugmyndir um söguþráðinn. „Leyfið mér að vera gömul amma. Svo skiptum við um líkama og Lindsay verður kynþokkafull amma sem er ennþá að hafa gaman með Mark Harmon með öllum mögulegum leiðum sem hægt er að hafa gaman. Þið vitið hvað ég meina,“ en Mark Harmon lék eiginmann Tess og stjúpföður Önnu. „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna. Á meðan væri ég að eiga fullt í fangi með smábörn, sem gömul kona í heiminum eins og hann er í dag.“ Lindsay Lohan hefur látið lítið fyrir sér fara í heimi kvikmynda síðustu ár. En hún snýr nú aftur í Netflix jólamyndinni Falling for Christmas sem kemur út 10. nóvember. Lohan virðist því vera að hefja nýjan kafla í sínu lífi. Það er því aldrei að vita nema hún sé tilbúin að bregða sér í hlutverk Önnu einu sinni enn. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Curtis.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4. október 2022 11:54