Hugh Jackman tekur klærnar af hillunni fyrir Deadpool 3 Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 21:43 Þeir Hugh Jackman (t.v.) og Ryan Reynolds munu leika saman í þriðju kvikmyndinni um Deadpool. Michael Loccisano/Getty Ryan Reynolds, sem er aðalsprautan í kvikmyndunum um andhetjuna ódrepandi Deadpool, birti rétt í þessu myndskeið þar sem hann staðfestir að Hugh Jackman muni enn einu sinni leika ofurhetjuna vinsælu Wolverine í þriðju kvikmyndinni um Deadpool. Í myndskeiðinu, sem Reynolds birti á Twitter í kvöld, segir hann áhorfendum að hann hafi unnið baki brotnu undanfarið að því að semja handritið að þriðju kvikmyndinni um Deadpool, enda þurfi að tjalda öllu til fyrir innkomu Deadpool í sagnaheim Marvel (e. Marvel cinematic universe). Hard keeping my mouth sewn shut about this one. pic.twitter.com/OdV7JmAkEu— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) September 27, 2022 Hann segir að honum og meðhöfundum hans hafi ekkert orðið ágengt fyrir utan það að hafa fengið eina hugmynd og þá gengur Ástralinn geðþekki Hugh Jackman inn í rammann. Reynold spyr Jackman hvort hann vilji leika Wolverine einu sinni enn. „Já, alveg eins, Ryan,“ svarar Jackman, aðdáendum teiknimyndasögukvikmynda til mikillar ánægju. Jackman hefur leikið Wolverine allt frá því að fyrsta kvikmyndin um X-mennina kom út árið 2000 í alls níu kvikmyndum í fullri lengd. Nú síðast lék hann Wolverine í kvikmyndinni Logan árið 2017 og þá var tilkynnt að það yrði síðasta skiptið sem hann sýndi klærnar á stóra tjaldinu. Í lok myndskeiðsins sem Reynolds birti kom dagsetningin 9.6.24 fram og því má leiða að því líkur að þriðja kvikmyndin um Deadpool komi í kvikmyndahús vestanhafs þann 6. september árið 2024. Þegar myndin kemur út mun Jackman því hafa verið Wolverine í heil 24 ár. Hollywood Tengdar fréttir Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Í myndskeiðinu, sem Reynolds birti á Twitter í kvöld, segir hann áhorfendum að hann hafi unnið baki brotnu undanfarið að því að semja handritið að þriðju kvikmyndinni um Deadpool, enda þurfi að tjalda öllu til fyrir innkomu Deadpool í sagnaheim Marvel (e. Marvel cinematic universe). Hard keeping my mouth sewn shut about this one. pic.twitter.com/OdV7JmAkEu— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) September 27, 2022 Hann segir að honum og meðhöfundum hans hafi ekkert orðið ágengt fyrir utan það að hafa fengið eina hugmynd og þá gengur Ástralinn geðþekki Hugh Jackman inn í rammann. Reynold spyr Jackman hvort hann vilji leika Wolverine einu sinni enn. „Já, alveg eins, Ryan,“ svarar Jackman, aðdáendum teiknimyndasögukvikmynda til mikillar ánægju. Jackman hefur leikið Wolverine allt frá því að fyrsta kvikmyndin um X-mennina kom út árið 2000 í alls níu kvikmyndum í fullri lengd. Nú síðast lék hann Wolverine í kvikmyndinni Logan árið 2017 og þá var tilkynnt að það yrði síðasta skiptið sem hann sýndi klærnar á stóra tjaldinu. Í lok myndskeiðsins sem Reynolds birti kom dagsetningin 9.6.24 fram og því má leiða að því líkur að þriðja kvikmyndin um Deadpool komi í kvikmyndahús vestanhafs þann 6. september árið 2024. Þegar myndin kemur út mun Jackman því hafa verið Wolverine í heil 24 ár.
Hollywood Tengdar fréttir Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21