„Við vorum miklu betri“ Atli Arason skrifar 12. september 2022 22:52 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, var afar svekkt að hafa tapað á heimavelli gegn Keflavík. Hún telur að heppnin ein hafi ráðið því að Keflavík sótti stigin þrjú. „Við vorum miklu betri í þessum leik. Það var ömurlegt að fá þetta mark [þriðja mark Keflavíkur] á okkur strax eftir að við skorum. Ég held það hafi átt stóran þátt af því að við töpuðum í dag,“ sagði Ólöf í viðtal við Vísi eftir leik. „Þetta var bara heppni, ég held það,“ svaraði Ólöf, aðspurð út í fyrri tvö mörk Keflavíkur, áður en hún bætti við. „Við vorum miklu meira með boltann og sérstaklega í seinni hálfleik. Á öðrum degi hefðum við klárað þennan leik en svona er þetta.“ Annað sæti deildarinnar veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Þróttur er nú fjórum stigum á eftir Breiðablik í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða á Val annað kvöld. Þrátt fyrir ósigurinn er Ólöf ekki búinn að gefa drauminn um Meistaradeild Evrópu upp á bátinn. Hún viðurkennir þó að erfitt sé er að vera ekki með örlögin í eigin höndum. „Þetta er ekki alveg búið, þetta er bara ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að treysta á önnur lið ef við ætlum að ná inn í Meistaradeildina,“ svaraði Ólöf. Framundan er leikur gegn Stjörnunni sem reynist mikilvægur fyrir framhaldið hjá Þrótturum, ef þær ætla að ná inn í Evrópu. Ólöf er alveg viss hvað Þróttarar þurfa að bæta sig í frá tapinu gegn Keflavík í kvöld. „Við þurfum að klára færin okkar. Við þurfum að hætta að hugsa svona mikið með boltann og gera bara það sem við gerum alltaf á æfingum. Ef það gengur upp þá klárum við næstu þrjá leiki,“ sagði kokhraust Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30 Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
„Við vorum miklu betri í þessum leik. Það var ömurlegt að fá þetta mark [þriðja mark Keflavíkur] á okkur strax eftir að við skorum. Ég held það hafi átt stóran þátt af því að við töpuðum í dag,“ sagði Ólöf í viðtal við Vísi eftir leik. „Þetta var bara heppni, ég held það,“ svaraði Ólöf, aðspurð út í fyrri tvö mörk Keflavíkur, áður en hún bætti við. „Við vorum miklu meira með boltann og sérstaklega í seinni hálfleik. Á öðrum degi hefðum við klárað þennan leik en svona er þetta.“ Annað sæti deildarinnar veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Þróttur er nú fjórum stigum á eftir Breiðablik í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða á Val annað kvöld. Þrátt fyrir ósigurinn er Ólöf ekki búinn að gefa drauminn um Meistaradeild Evrópu upp á bátinn. Hún viðurkennir þó að erfitt sé er að vera ekki með örlögin í eigin höndum. „Þetta er ekki alveg búið, þetta er bara ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að treysta á önnur lið ef við ætlum að ná inn í Meistaradeildina,“ svaraði Ólöf. Framundan er leikur gegn Stjörnunni sem reynist mikilvægur fyrir framhaldið hjá Þrótturum, ef þær ætla að ná inn í Evrópu. Ólöf er alveg viss hvað Þróttarar þurfa að bæta sig í frá tapinu gegn Keflavík í kvöld. „Við þurfum að klára færin okkar. Við þurfum að hætta að hugsa svona mikið með boltann og gera bara það sem við gerum alltaf á æfingum. Ef það gengur upp þá klárum við næstu þrjá leiki,“ sagði kokhraust Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30 Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30
Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15